Fleiri karlar vilja verða bæjarstjórar

Karlar eru tveir af hverjum þremur umsækjendum um þær bæjar- og sveitarstjórnarstöður sem auglýstar hafa verið vítt og breitt um landið frá sveitarstjórnarkosningunum 26. maí síðastliðinn. Í tveimur sveitarfélögum, Fjarðabyggð og Hornafirði, sóttu eingöngu karlar um og það sveitarfélag þar sem flestir voru um hituna var Bláskógabyggð, en þar sóttu 24 um starf sveitarstjóra.

Nokkra fyrrverandi sveitarstjóra má finna í hópi umsækjenda, t.d. sótti Gísli Halldór Halldórsson, áður bæjarstjóri á Ísafirði, um sjö stöður víða um land, segir í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag. 

Algengt er að það skilyrði sé sett þegar stöðurnar eru auglýstar að umsækjendur hafi „framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum“ og framkvæmdastjóri er algengasti starfstitill umsækjenda. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert