Handtóku óvelkominn mann

mbl.is/Eggert

Íbúi í austurhluta Reykjavíkur óskaði aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu seint í gærkvöldi vegna manna sem væru óvelkomnir í húsinu hans.

Einn maður var handtekinn vegna málsins og vistaður í fangaklefa.  Hann er grunaður um líkamsárás og eignaspjöll.

Í gærkvöldi barst lögreglunni einnig tilkynning vegna slagsmála í Kópavogi. Tveir menn voru handteknir vegna málsins og eru þeir vistaðir í fangaklefa. Lögreglan hafði í morgun ekki upplýsingar um meiðsl mannsins sem ráðist var á.

Um klukkan hálftíu í gærkvöldi var bifreið stöðvuð í Árbæ en lögreglumenn veittu því athygli að ökumaður bifreiðarinnar var að notast við farsíma án handfrjáls búnaðar. Í viðræðum við ökumanninn vaknaði grunur um að hann væri undir áhrifum fíkniefna og var hann því handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var laus að lokinni sýnatöku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert