Matvælaframleiðsla verði áfram tryggð

Umræða hefur skapast að undanförnu um kaup útlendinga á bújörðum.
Umræða hefur skapast að undanförnu um kaup útlendinga á bújörðum. mbl.i/Sigurður Bogi

Ríkið þarf að móta stefnu varðandi eignarhald á jörðum og til greina kemur að sveitarfélög ákvarði með aðal- og deiliskipulagi að taka frá svæði til matvælaframleiðslu. Þetta segir Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag. Umræða hefur skapast að undanförnu um kaup útlendinga á bújörðum sem Þórunn telur umhugsunarverð. Þó verði að halda því til haga að þess séu dæmi að Íslendingar hafi keypt jarðir í dreifbýlinu, hætt þar búskap, girt af og lokað. Breytingar á eignarhaldi beri því að líta á út frá mörgum hliðum.

„Það er mikilvægt að nýta landið á fjölbreyttan hátt og að búseta haldist. Um leið og nýta má landið til matvælaframleiðslu, kolefnisbindingar og náttúruverndar er oft meðfram því hægt að nýta það til ferðaþjónustu. Ein tegund nýtingar útilokar ekki aðra. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert