Samfylkingin leitar að framkvæmdastjóra

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands, hefur auglýst eftir umsækjendum um starf framkvæmdastjóra flokksins. Í auglýsingunni kemur fram að framkvæmdastjórinn beri ábyrgð á daglegum rekstri flokksins og fjárreiðum auk þess að efla aðildarfélög og grasrót félagsins.

Kristján Guy Burgess var síðast framkvæmdastjóri flokksins, en hann hætti störfum árið 2016 eftir slakt gengi Samfylkingarinnar í kosningum. Síðan þá hefur enginn framkvæmdastjóri verið hjá flokknum heldur skrifstofustjóri.

Framkvæmdastjórinn mun annast alþjóðleg tengsl flokksins sem ekki lúta að þingflokknum, hafa umsjón með kynningarstarfi flokksins og samskiptum við fjölmiðla auk þess að skipuleggja viðburði og undirbúa fundi.

Fram kemur að horft sé til reynslu af skipulagningu á kosningum og kosningaherferðum, fjölmiðlum og markaðssetningu og starfsmannahaldi og -stjórnun, við ákvörðun um ráðninguna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert