Telja ákvæði um salerni komið til ára sinna

Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og formaður mannréttinda- og lýðræðisráðs ...
Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og formaður mannréttinda- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Formaður mannréttinda- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar, Dóra Björt Guðjónsdóttir, segir reglugerð um húsnæði vinnustaða komna til ára sinna en nýsamþykkt tillaga ráðsins um ókyngreind salerni í húsnæði borgarinnar, m.a. í ráðhúsinu og öðrum skrifstofum borgarinnar, brýtur í bága við 22. gr. reglugerðarinnar. Ráðið mun óska eftir undanþágu frá ákvæðinu. 

Í umræddu ákvæði reglugerðarinnar seg­ir að á vinnu­stöðum þar sem starfa fleiri en fimm karl­ar og fimm kon­ur skuli sal­erni og snyrt­ing fyr­ir hvort kyn aðgreind. Dóra Björt segir að ráðið ætli að óska eftir undanþágu frá ákvæðinu eða breytingu á reglugerðinni með erindi til stjórnar Vinnueftirlits ríkisins og velferðarráðherra. Hún telur jafnframt að hugsanlega sé kominn tími á að endurskoða reglugerðina. 

„Það er ekki þannig að við getum farið fram á breytingu á reglugerðinni en við munum a.m.k. senda þetta erindi. [...] Við munum vinna þetta áfram í samstarfi við Vinnueftirlitið. Samfélagið hefur breyst og í dag skilgreina margir sig ekki eftir hinu hefðbundna kynjakerfi. Reglurnar eru mannanna verk og tala í takt við þann tíðaranda sem er á þeim tíma sem þær eru settar og verða að taka mið af þróun samfélagsins,“ segir Dóra Björt. 

Ráðið hafi ekki hlaupið á sig

Spurð hvort ráðið hafi hugsanlega hlaupið á sig með því að samþykkja tillögu sem fer í bága við reglugerðina telur Dóra svo ekki vera. „Þessi tillaga lýsir bara skýrum pólitískum vilja, til þess að auka aðgengi allra að þjónustu borgarinnar. Þetta er réttlætismál sem snýst um lýðræði, mannréttindi og aðgengi fyrir alla. Ákveðnir hópar í samfélaginu eins og transfólk og intersexfólk eru orðnir sýnilegri og samfélagið þarf að aðlagast því. [...] Okkar pólitíska markmið er að einfalda kerfið og aðlaga það að þörfum notenda frekar en að hafa þjónustuna á forsendum kerfisins.“ 

Dóra bendir á að tillagan feli jafnframt í sér að borgin geri úttektir á stöðum þar sem þjónusta borgarinnar er veitt. Úttektirnar verði í þeim tilgangi að leggja fram tillögur að úrbótum til þess að auka aðgengi allra kynja að þjónustu borgarinnar. Eins hafi ráðið samþykkt bókun samhliða tillögunni um að ávallt verði hugað að þessum málefnum þegar framkvæmdir fara fram á vegum borgarinnar. 

„Það sem þessi úttekt mun taka mið af eru þessar breytingar sem þarf mögulega að gera í húsnæðum borgarinnar, á sundlaugum, skólum íþróttamannvirkjum o.s.frv., eða að fólk sé alla vega meðvitað um þessa stöðu þegar farið er í framkvæmdir.“

mbl.is

Innlent »

Olía í sjóinn á Fáskrúðsfirði

20:26 Olía fór í sjóinn við höfnina á Fáskrúðsfirði nú undir kvöld, er verið var að dæla olíu um borð í uppsjávarskipið Hoffell SU-80. Á bilinu 1.000-1.500 lítrar af olíu fóru í sjóinn, segir Grétar Helgi Geirsson, formaður björgunarsveitarinnar Geisla. Meira »

Lifa lífinu í gegnum aðra

20:15 Samfélagsmiðlar og svefnleysi geta haft neikvæð áhrif á geðheilsu ungmenna, segir sálfræðingur frá Litlu Kvíðameðferðarstöðinni. Áhrifavaldar finna fyrir togstreitu þegar þeir framleiða efni fyrir samfélagsmiðla. Meira »

Fluttu matarvagninn til Ólafsvíkur

19:42 Matarvagninn The Secret Spot, sem hefur staðið við Breiðablik í Eyja- og Miklaholtshreppi, flutti um helgina starfsemi sina til Ólafsvíkur. Hjónin Víðir Haraldsson og Kolbrún Þóra Ólafsdóttir reka matarvagninn, en þau eru búsett í Ólafsvík. Meira »

Þáði starfið vegna kraftsins í Lilju

19:25 Jón Pétur Zimsen, nýráðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, segir kraftinn og áhugann sem hann fann fyrir hjá Lilju hafa ráðið úrslitum þegar hann ákvað að taka að sér starfið. Jón Pétur lét í vor af störfum hjá Réttarholtsskóla eftir tuttugu ára starf hjá skólanum. Meira »

Rúmin jafnmörg og fyrir 42 árum

18:40 Alls eru 138 sjúkrarúm á vegum Landspítalans og SÁÁ fyrir fólk á aldrinum 15-64 ára sem glímir við áfengis- og vímuefnasjúkdóminn. Rúmin eru jafnmörg og þau voru fyrir 42 árum en landsmenn á þessum aldri eru 100 þúsund fleiri í dag en árið 1976. Meira »

Skullu saman við Seljalandsfoss

14:53 Umferðarslys varð við afleggjarann að Seljalandsfossi þegar fólksbíll og jeppi skullu saman upp úr hádegi í dag. Að sögn Sveins K. Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi, var um minni háttar árakstur að ræða og bar enginn skaða af. Meira »

Boltinn hjá íbúum og verktökum

14:38 „Ég er ánægðastur með hvað kjörsókn var góð og að íbúarnir hafi tekið þessari áskorun um íbúalýðræði með því að mæta á kjörstað,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar. Nýtt aðalskipulag vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í miðbæ Selfoss var samþykkt með öruggum meirihluta í gær. Meira »

Sviplausasta útivertíð í áratugi

13:57 Vegna mikillar rigningartíðar á höfuðborgarsvæðinu í maí, júní og júlí hefur sala á útimálningu verið minni en oft áður. „Þetta hefur algjörlega verið sviplausasta útivertíðin sem hefur komið hjá okkur í einhverja áratugi,“ segir Vigfús Gíslason, framkvæmdastjóri Flügger. Meira »

Helmingi fleiri útköll slökkviliðs

12:47 Allt tiltækt slökkvilið var kallað út á sjötta tímanum í morgun vegna hugsanlegs elds í lýsisverksmiðjunni á Granda. Við komu slökkviliðs var ljóst að ekki var um eld að ræða. Meira »

Í haldi eftir stunguárás

12:40 Karlmaður er í haldi lögreglu vegna stunguárásar í austurborginni á fimmta tímanum í morgun. Maðurinn sem fyrir árásinni varð var fluttur á spítala eftir að hafa verið stunginn ítrekað í neðri hluta líkamans. Hann er ekki talinn vera í lífshættu. Meira »

Segir mótmæli gegn eftirliti tvískinnung

10:29 „Mér finnst ákveðinn tvískinnungur og skjóta skökku við að fulltrúi SA hafi miklar áhyggjur af þessu,“ segir Halldór Oddsson, lögmaður hjá ASÍ, um mótmæli Samtaka atvinnulífsins gegn eftirlitsmyndavélum um borð í fiskiskipum. Eftirlitsmenning hafi þegar átt sér stað í skjóli SA. Meira »

Lægðir á leiðinni með úrkomu

09:40 Hæðarhryggurinn sem færði okkur sólríkt veður á stórum hluta landsins í gær er nú á leið til austurs og verður brátt úr sögunni. Við tekur lægðagangur sem er með allra slappasta móti því vindur nær sér engan veginn á strik í dag eða næstu daga. Meira »

Vilja sökkva hvalveiðiskipunum

08:17 Stofnandi samtakanna Sea Shepherd, Paul Watson, segir að þau myndu gjarnan vilja sökkva þeim tveimur hvalveiðiskipum Hvals hf. sem gerð eru út frá Íslandi til veiða á langreyði, líkt og samtökin hafi gert árið 1986 í tilfelli hinna tveggja skipa fyrirtækisins. Það sé hins vegar ekki skynsamlegt. Meira »

Á annað hundrað mál til kasta lögreglu

07:33 Alls komu upp að minnsta kosti 130 mál hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 19 í gærkvöldi. Þar á meðal voru líkamsárás, slagsmál meðal ungmenna, unglingadrykkja, heimilisofbeldi og akstur undir áhrifum, auk þess sem ekið var á gangandi vegfaranda. Meira »

Strætó tæmir miðborgina

00:03 Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, sagði við blaðamann rétt fyrir miðnætti í kvöld að eftir því sem hann best vissi gengi tæmingaráætlun miðbæjarins vel fyrir sig. Glæsileg flugeldasýning Menningarnætur er afstaðin, en eftir hana þurfa tugir þúsunda að koma sér heim. Meira »

Öruggur meirihluti fyrir nýju skipulagi

Í gær, 22:25 Öruggur meirihluti er fyrir nýju deili- og aðalskipulagi á Selfossi. Lokatölur liggja fyrir úr íbúakosningu meðal íbúa Árborgar vegna nýs miðbæjar á Selfossi en 58,5 prósent sögðust fylgjandi breyttu aðalskipulagi og 55,9 prósent fylgjandi nýju deiliskipulagi. Meira »

Annasamur dagur hjá Strætó

Í gær, 22:02 Vel hefur gengið hjá Strætó í dag þrátt fyrir miklar annir. Eitthvað var um tafir í byrjun dags vegna götulokana en að öðru leyti hefur dagurinn gengið vel og vagnarnir verið þétt setnir að sögn Guðmundar Heiðars Helgasonar, upplýsingafulltrúa Strætó. Meira »

Menningarnótt í blíðskaparveðri

Í gær, 21:35 Miðborg Reykjavíkur hefur verið troðfull af fólki í allan dag, sem hefur notið einmuna veðurblíðu og ýmissa viðburða á Menningarnótt. Ljósmyndarar mbl.is hafa verið á flakki um borgina og litið við á ýmsum stöðum. Meira »

„Hef bara gaman af lífinu“

Í gær, 21:30 Gerður Steinþórsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi og ævintýramanneskja með meiru, lauk nýlega við allar Landvættaþrautirnar svokölluðu. Að hennar sögn gekk undirbúningur fyrir keppnina vel og var hún sátt við árangurinn. Meira »
Lok á heita potta
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Hótel til sölu á AlGarve í Portúgal.
Alls 18 vel útbúin herbergi. Ásett verð: 3.900.000 EUR Fyrirspurnir sendist á: ...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
antik eikar hornskápur
er með fallegan hornskáp með strengdu gleri á25,000 kr sími 869-2798...