Telja ákvæði um salerni komið til ára sinna

Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og formaður mannréttinda- og lýðræðisráðs ...
Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og formaður mannréttinda- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Formaður mannréttinda- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar, Dóra Björt Guðjónsdóttir, segir reglugerð um húsnæði vinnustaða komna til ára sinna en nýsamþykkt tillaga ráðsins um ókyngreind salerni í húsnæði borgarinnar, m.a. í ráðhúsinu og öðrum skrifstofum borgarinnar, brýtur í bága við 22. gr. reglugerðarinnar. Ráðið mun óska eftir undanþágu frá ákvæðinu. 

Í umræddu ákvæði reglugerðarinnar seg­ir að á vinnu­stöðum þar sem starfa fleiri en fimm karl­ar og fimm kon­ur skuli sal­erni og snyrt­ing fyr­ir hvort kyn aðgreind. Dóra Björt segir að ráðið ætli að óska eftir undanþágu frá ákvæðinu eða breytingu á reglugerðinni með erindi til stjórnar Vinnueftirlits ríkisins og velferðarráðherra. Hún telur jafnframt að hugsanlega sé kominn tími á að endurskoða reglugerðina. 

„Það er ekki þannig að við getum farið fram á breytingu á reglugerðinni en við munum a.m.k. senda þetta erindi. [...] Við munum vinna þetta áfram í samstarfi við Vinnueftirlitið. Samfélagið hefur breyst og í dag skilgreina margir sig ekki eftir hinu hefðbundna kynjakerfi. Reglurnar eru mannanna verk og tala í takt við þann tíðaranda sem er á þeim tíma sem þær eru settar og verða að taka mið af þróun samfélagsins,“ segir Dóra Björt. 

Ráðið hafi ekki hlaupið á sig

Spurð hvort ráðið hafi hugsanlega hlaupið á sig með því að samþykkja tillögu sem fer í bága við reglugerðina telur Dóra svo ekki vera. „Þessi tillaga lýsir bara skýrum pólitískum vilja, til þess að auka aðgengi allra að þjónustu borgarinnar. Þetta er réttlætismál sem snýst um lýðræði, mannréttindi og aðgengi fyrir alla. Ákveðnir hópar í samfélaginu eins og transfólk og intersexfólk eru orðnir sýnilegri og samfélagið þarf að aðlagast því. [...] Okkar pólitíska markmið er að einfalda kerfið og aðlaga það að þörfum notenda frekar en að hafa þjónustuna á forsendum kerfisins.“ 

Dóra bendir á að tillagan feli jafnframt í sér að borgin geri úttektir á stöðum þar sem þjónusta borgarinnar er veitt. Úttektirnar verði í þeim tilgangi að leggja fram tillögur að úrbótum til þess að auka aðgengi allra kynja að þjónustu borgarinnar. Eins hafi ráðið samþykkt bókun samhliða tillögunni um að ávallt verði hugað að þessum málefnum þegar framkvæmdir fara fram á vegum borgarinnar. 

„Það sem þessi úttekt mun taka mið af eru þessar breytingar sem þarf mögulega að gera í húsnæðum borgarinnar, á sundlaugum, skólum íþróttamannvirkjum o.s.frv., eða að fólk sé alla vega meðvitað um þessa stöðu þegar farið er í framkvæmdir.“

mbl.is

Innlent »

Skorar á banka að lækka gjaldskrár

Í gær, 23:39 Stjórn Neytendasamtakanna furðar sig á hækkunum langt umfram verðlag sem koma fram í úttekt ASÍ á þjónustugjöldum bankanna og skorar á Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka að lækka tafarlaust gjaldskrár sínar. Meira »

Dagleg viðvera herliðs síðustu 3 ár

Í gær, 23:35 Á síðustu ellefu árum hefur viðvera erlends herliðs á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli verið mjög breytileg frá ári til árs, allt frá sautján dögum árið 2007 til þess að vera dagleg viðvera síðustu þrjú árin. Meira »

Heildarlaun hækkað um 62%

Í gær, 23:06 Fram kemur í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis vegna fjárlaga fyrir næsta ár að frá árinu 2011 hafa launagjöld og almannatryggingar hækkað hlutfallslega meira en önnur gjöld. Á hinn bóginn hafa fjárfesting og kaup á vörum og þjónustu dregist hlutfalllega saman. Meira »

Fundu kistuleifar í Víkurgarði

Í gær, 22:49 Minjastofnun Íslands hefur ákveðið að stöðva framkvæmdir á byggingarsvæði Lindarvatns ehf. á Landssímareitnum eftir að kistuleifar fundust í Víkurgarði í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem stofnunin stöðvar framkvæmdir á svæðinu síðan þær hófust fyrr á árinu Meira »

Breyta lögum um vörugjald á ökutæki

Í gær, 21:17 Lagðar eru til breytingar á viðmiðum koltvísýringslosunar við álagningu vörugjalds á ökutæki og bifreiðagjalds auk þess sem gert er ráð fyrir að skilgreining sendibifreiðar verði lagfærð, vörugjaldi af tilteknum ökutækjum til vöruflutninga verði breytt, vörugjald af golfbifreiðum verði samræmt markmiðum um orkuskipti og að gerðar verði breytingar í því skyni að treysta hagsmuni ríkissjóðs við veitingu ívilnana. Meira »

Blómakastarinn pússaður upp til agna

Í gær, 21:07 Jón Gnarr hefur leyft aðdáendum sínum á Twitter að fylgjast með örlögum Banksy-listaverksins fræga í dag. Hefur hann meðal annars birt ljósmynd af tómum veggnum í stofunni sinni og af málverkinu úti á stétt og um borð í flutningabíl. Meira »

420 milljónir gengu ekki út

Í gær, 21:01 Enginn var með allar tölurnar réttar í Víkingalottóinu í kvöld en í pottinum voru um 420 milljónir króna.  Meira »

Aukin samkeppni á hægri vængnum

Í gær, 20:47 „Það blasir við að ríkisstjórnaflokkarnir eru allir að tapa fylgi samkvæmt þessum könnunum og á móti græða stjórnarandstöðuflokkarnir,“ segir Eva Heiða Önnudóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands í samtali við mbl.is. um nýja könnun sem MMR sendi frá sér í gær. Meira »

Nýir útreikningar breyta ekki kröfu VR

Í gær, 20:35 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ný aðferðafræði Hagstofu Íslands við útreikninga á vinnustundum hafi ekki áhrif á kröfu félagsins um styttingu vinnuvikunnar í komandi kjaraviðræðum. Meira »

Sigri í Skrekk fagnað

Í gær, 19:30 Það er óhætt að segja að stemningin hafi verið góð í Árbæjarskóla í gær en kvöldið áður stóð skólinn uppi sem sigurvegari í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanemenda í Reykjavík. Meira »

Falsreikningur á Tinder og víðar

Í gær, 19:14 Valdimar Víðisson, skólastjóri og formaður fjölskylduráðs í Hafnarfirði, hefur orðið því ítrekað frá í haust að búið er að búa til fals reikninga í hans nafni á samfélagsmiðlunum. Meira »

Fjórðungi verið nauðgað eða það reynt

Í gær, 19:13 Fjórðungi þeirra kvenna sem tekið hafa þátt í rannsókn á áfallasögu kvenna á Íslandi hefur verið nauðgað eða tilraun verið gerð til þess að nauðga þeim. Hlutfallið er hærra en sést hefur annars staðar, erlendis og hér á landi. „Þetta þykir okkur sláandi,“ segir Arna Hauksdóttir. Meira »

Reglur til að hemja Airbnb

Í gær, 19:11 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs og staðgengill borgarstjóra, situr nú leiðtogafund Sharing Cities í Barcelona fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Alls taka fulltrúar 31 borgar þátt í fundinum. Þar hefur verið rætt um áhrifin sem stöðugur vöxtur nethagkerfa eins og Airbnb, Uber, Booking.com og fleiri stórfyrirtækja hefur á mannlíf og efnahagsþróun í borgunum. Meira »

Kvenorka í kirkjunni og listin er hugrökk

Í gær, 18:57 „Þetta er óvenjulegt verk í helgirými. Ég tel þá kvenlegu orku sem það ber með sér mikilvæga fyrir kirkjuna og kirkjulistina. Við sjáum ekki öll það sama í þessu verki. Sum sjá kvensköp á meðan önnur sjá Maríu guðsmóður, rós eða engil,“ segir séra Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju í Reykjavík. Meira »

Hafa unnið að frumvarpinu í fimm ár

Í gær, 18:47 Mennta- og menningarmálaráðuneytið vill að gefnu tilefni árétta að frumvarp til sviðslistalaga er enn í vinnslu innan ráðuneytisins. Meira »

Leigjendur Brynju fá 323 milljónir

Í gær, 18:32 Velferðarsvið Reykjavíkurborgar greiddi í dag 323,4 milljónir króna til 423 einstaklinga sem áttu rétt á afturvirkum húsaleigubótum. Meira »

„Hvert höggið á fætur öðru“

Í gær, 18:30 „Það er miður að þetta sé að gerast. Við erum orðnir öllu vanir hér á Skaganum, ef svo má að orði komast. En það er skelfilegt þegar fólk er að missa lífsviðurværi sitt, í sumum tilfellum eftir áratuga starf,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, um uppsagnir HB Granda. Meira »

Kvarta til ESA vegna fiskeldislaga

Í gær, 18:29 Landvernd hefur lagt fram kvörtun til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, vegna breytingar á lögum um fiskeldi sem brjóta gegn reglum EES-samningsins. Meira »

Festist í lyftu á Vífilsstöðum

Í gær, 18:03 Viðvörunarkerfið fór í gang á sjúkrahúsinu á Vífilsstöðum um hálffimmleytið í dag eftir að lyfta bilaði með manneskju þar inni. Meira »
LAGERHREINSUN - FÆÐUBÓTAREFNI Á FRÁBÆRU VERÐI!
Lagerhreinsun á fæðubótarefnum frá þekktum framleiðendum á morgun laugardag 10. ...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...