Ammoníakleki í húsnæði Hvals

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna ammoníakleka fyrr í dag.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna ammoníakleka fyrr í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna ammoníakleka í húsnæði Hvals hf. í Hafnarfirði um fimmleytið í dag. Tveir dælubílar voru sendir á vettvang ásamt bíl sem er sérstaklega útbúin til þess að eiga við eiturefnaleka, segir Bjarni Ingimarsson, aðstoðarvarðstjóri slökkviliðsins, í samtali við mbl.is.

Húsnæðið var rýmt um leið og starfsmenn urðu varir við lekann og engum varð meint af. Það getur verið lífshættulegt að anda að sér ammoníakgufum í lengri tíma, segir Bjarni.

Í fyrstu var tilkynnt um talsvert magn af ammoníaki sem lak en það reyndist ekki vera eins mikið og menn óttuðust í fyrstu. Búið er að koma í veg fyrir lekann og er slökkviliðið að loftræsta húsnæðið eins og er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert