Dagur íslenska fjárhundsins í Árbæjarsafni

Íslenski hundurinn Kátur frá Keldudal.
Íslenski hundurinn Kátur frá Keldudal. Ljósmynd/Aðsend

Dagur íslenska fjárhundsins verður haldinn hátíðlegur í Árbæjarsafni á morgun, miðvikudag. Það verða nokkrir hundar á staðnum ásamt eigendum sínum, sem munu glaðir svara spurningum gesta og gangandi um íslenska fjárhundinn.

Hundarnir eru ljúfir og spakir og er óhætt að klappa þeim með leyfi eigenda að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Einnig verður á safninu sýnd stuttmynd um hundinn, sögu hans og hlutverk.

Í haga verður jafnframt að finna hesta, kindur og lömb.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert