Eini sumardagurinn í bili

Vegfarendur spóka sig í sólinni á Austurvelli.
Vegfarendur spóka sig í sólinni á Austurvelli. mbl.is/Valli

Veður hefur verið með besta móti á höfuðborgarsvæðinu í dag og nýttu ferðamenn jafnt sem Íslendingar langþráð blíðviðrið til þess að spóka sig í miðborginni. Veðurfar hefur ekki verið upp á marga fiska og hefur grámi og væta sett svip sinn á höfuðborgarsvæðið í sumar.

Samkvæmt sérfræðingi Veðurstofu ætti aftur að sjást til sólar á fimmtudag en annars er svipað veður í kortunum og hefur verið. „Það verður blautt á föstudag en svo er meira óræði eftir það.“ Búast má við að helgin verði vætusöm en úrkomu er spáð í öllum landshlutum.

Tveir drengir klifra á styttu Jóns Sigurðssonar.
Tveir drengir klifra á styttu Jóns Sigurðssonar. mbl.is/Valli

Þó að ekki megi búast við sumardögum svipuðum deginum í dag á þó að vera léttara yfir á höfuðborgarsvæðinu í næstu viku. Veður ætti áfram að vera ákjósanlegast á Austur- og Norðausturlandi þó að það verði líkast til lakara en það hefur verið í sumar.

Þó að góðviðrið virðist ekki enn þá komið til að vera var ekki annað að sjá á vegfarendum á Austurvelli en að þeir væru í sumarskapi. Börn á leikjanámskeiði skemmtu sér við styttu Jóns Sigurðssonar og fjöldi fólks sat að snæðingi við Kaffi París og aðra veitingastaði eða naut sólarinnar í grasinu.

Hressar stúlkur á leikjanámskeiði á Austurvelli.
Hressar stúlkur á leikjanámskeiði á Austurvelli. mbl.is/Valli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert