Einungis fimm fíkniefnahundar standa vaktina hér á landi

Fíkniefnahundum hefur farið fækkandi hér á landi síðustu ár.
Fíkniefnahundum hefur farið fækkandi hér á landi síðustu ár. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Það hefur nær engin umgjörð verið í kringum þennan málaflokk,“ segir Heiðar Hinriksson lögreglumaður, sem umsjón hefur með fíkniefnahundi lögreglunnar í Vestmannaeyjum.

Vísar Heiðar í máli sínu til málefna fíkniefnahunda hér á landi, en að hans sögn hefur engin stefna verið í málaflokknum síðustu ár. „Það var alltaf yfirhundaþjálfari sem heyrði undir ríkislögreglustjóra. Honum var hins vegar sagt upp fyrir nokkrum árum og ekkert kom í staðinn,“ segir Heiðar í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag og bætir við að mikilvægt sé að sporna við ástandinu.

Fíkniefnahundum hefur farið fækkandi síðustu ár og samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins eru þeir nú einungis fimm talsins hér á landi. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert