Fleiri skrá heimagistingu

Á fimmta hundrað ábendinga frá almenningi hafa borist sýslumanni frá …
Á fimmta hundrað ábendinga frá almenningi hafa borist sýslumanni frá því að embættið tók við eftirliti og skráningu heimagistingar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tíðni skráninga á heimagistingu hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist talsvert frá því að samningur um eflingu Heimagistingavaktar við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið var undirritaður 27. júní sl. Frá því tímamarki hafa 140 óskað skráningar, en 1.448 skráningar verið staðfestar hjá sýslumanni frá því í ársbyrjun. Þetta segir í skriflegu svari Sýslumanns.

Á fimmta hundrað ábendinga frá almenningi hafa borist Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu frá því að embættið tók við eftirliti og skráningu heimagistingar í ársbyrjun árið 2017 segir í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag.

Einstaklingar sem vilja leigja út lögheimili eða eina aðra fasteign í sinni eigu geta að ákveðnum skilyrðum uppfylltum leigt eignir sínar í allt að 90 daga á ári og haft af því allt að 2.000.000 krónur í tekjur án þess að sækja um sérstakt rekstrarleyfi, en starfsemin er þó skráningarskyld.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert