Hlýjast á Suðurlandi í dag

Svona verður veðrið á hádegi í dag.
Svona verður veðrið á hádegi í dag. Skjáskot/Veðurstofa Íslands

Veðurstofan spáir 10 til 18 stiga hita í dag. Hlýjast verður á Suðurlandi en á Norðausturlandi á morgun. Fremur hæg norðlæg átt verður í dag og léttskýjað um vestanvert landið en skýjað og stöku skúrir austan til. 

„Sólskinið staldrar ekki lengi við hjá höfuðborgarbúum þar sem á morgun snýst í suðlæga átt, þykknar upp með deginum og fer að rigna annað kvöld, en léttskýjað verður þá um landið norðanvert,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. 

Snýst svo aftur í norðlæga átt á fimmtudag og rofar til sunnanlands en stöku skúrir fyrir norðan.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert