Kjærsgaard ávarpar Alþingi

Pia Kjærsgaard.
Pia Kjærsgaard. Ljósmynd/Twitter

Forseti danska þingsins, Pia Kjærsgaard, mun flytja ávarp á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum á morgun. Kjærsgaard er fyrrverandi formaður Danska þjóðarflokksins og stofnandi flokksins en flokkurinn hefur rekið harða stefnu í málefnum innflytjenda.

Kjærs­ga­ard vildi til að mynda árið 2010 koma í veg fyrir að sjón­varps­merki ar­ab­ísku sjón­varps­stöðvanna Al Jazeera og Al Ar­ab­iya næðust í Dan­mörku. Sagði hún að sjónvarpsstöðvarnar bæru út hatursáróður.

Ári síðar vildi Kjærsgaard að lögum yrði breytt þannig að öllum innflytjendum sem hefðu gerst brotlegir við dönsk lög yrði vísað úr landi. Sagði hún danska dómara hafa verið of lina við að taka á brotum innflytjenda en ummælin féllu í kjölfar skotárásar á Vesturbrú þar sem einn lést og tveir særðust.

Hátíðarfundurinn, vegna 100 ára fullveldis landsins, hefst klukkan 14 á Þingvöllum á morgun en þetta verður í fyrsta skipti sem erlendur aðili ávarpar Alþingi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert