Mikil samstaða með ljósmæðrum á Austurvelli

Margir mættu á Austurvöll í dag.
Margir mættu á Austurvöll í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Mikil samstaða var meðal fólks sem safnaðist saman á Austurvelli í dag til þess að vekja athygli á slæmri stöðu sem upp er komin vegna kjaradeilu ljósmæðra. Nokkur hundruð manns mættu á svæðið.

Mótmælunum var ætlað að hvetja ríkisstjórn Íslands til að grípa til aðgerða og mæta kröfum ljósmæðra. Fundurinn var haldinn á meðan þingfundur stóð yfir og fólk hrópaði að Alþingishúsinu og bað ríkisstjórnina um að vakna. Þá voru ráðamönnum sýnd rauð spjöld.

Viðmælendur sem blaðamaður mbl.is talaði við voru allir áhyggjufullir yfir ástandinu og einhverjir töldu að nú væri kominn tími fyrir ríkisstjórnina að grípa til aðgerða.

„Þetta sýnir hversu mikil virðing er borin fyrir þessari stétt. Hún er einskis metin,“ sagði Sigurgeir Marteinsson sem staddur var á Austurvelli ásamt Ingvari Karlssyni.

„Það er fáránlegt að konur sem leggja á sig tveggja ára viðbótarnám í háskóla skuli ekkert hækka í launum. Það er bara ekki metið neitt,“ sagði Ingvar.

Þeir töldu misvísandi skilaboð hafa komið frá samninganefnd ríkisins annars vegar og fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssyni, hins vegar.

„Það skýtur skökku við þegar Gunnar [Björnsson], formaður samninganefndar ríkisins, segir að honum séu settar mjög þröngar skorður á sama tíma og Bjarni Ben stendur keikur og segir að samninganefndin hafi óskoraðan samningsrétt. Hverju á maður að trúa?“ spurði Sigurgeir.

Sigurgeir Marteinsson og Ingvar Karlsson.
Sigurgeir Marteinsson og Ingvar Karlsson. mbl.is/Þór Steinarsson

Þær Nína Sólveig, Eyrún Úa og Eir Ólafsdóttir voru einnig mættar á Austurvöll vegna þess að þeim þykir ástandið óásættanlegt. Þær telja mikilvægt að sýna stuðning í verki með því að mæta á fjöldasamkomur líkt og mótmælin á Austurvelli enda sé skortur á niðurstöðu í kjaradeilu ljósmæðra dæmi um að hefðbundin kjarabarátta sé ekki alltaf nóg.

Frá vinstri: Nína Sólveig, Eyrún Úa og Eir Ólafsdóttir.
Frá vinstri: Nína Sólveig, Eyrún Úa og Eir Ólafsdóttir. mbl.is/Þór Steinarsson
Hildur Sólveig Ragnarsdóttir ljósmóðir sagði nýlega upp störfum á Landspítalanum.
Hildur Sólveig Ragnarsdóttir ljósmóðir sagði nýlega upp störfum á Landspítalanum. mbl.is/Þór Steinarsson
Þegar stórt er spurt.
Þegar stórt er spurt. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert