Mótmælin hafin á Austurvelli

Mótmæli eru hafin á Austurvelli.
Mótmæli eru hafin á Austurvelli. mbl.is/Árni Sæberg

Mótmælafundur er hafinn á Austurvelli þar sem nokkur hundruð eru saman komin til þess að vekja athygli ríkisstjórnarinnar á slæmri stöðu í kjaradeilu ljósmæðra.

Þingfundur fer fram í Alþingishúsinu á meðan, en mál ljósmæðra voru ekki á dagskrá þingfundar í dag. Yfirvinnubann ljósmæðra hefst á miðnætti og samninganefndir ríkis og ljósmæðra hittast ekki fyrr en á mánudag.

Staðan á Landspítala er grafalvarleg og fjöldi fólks gerði sér leið niður á Austurvöll til að sýna ljósmæðrum stuðning í verki og krefjast aðgerða stjórnvalda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert