Sektir eða fangelsi reynist dýrið friðað

Hvalurinn var veiddur fyrir nokkrum dögum en erfðafræðirannsókn mun leiða ...
Hvalurinn var veiddur fyrir nokkrum dögum en erfðafræðirannsókn mun leiða í ljós hverrar tegundar hann er. Ljósmynd/Hard To Port

Umdeilt dráp hvalsins sem talið er að gæti verið steypireyður gæti haft afleiðingar í för með sér fyrir hvalveiðifélagið Hval hf. reynist hvalurinn vera steypireyður, sem er alfriðuð tegund. Tekið var sýni úr hvalnum og mun greining á því ákvarða tegund dýrsins.

Að sögn sérfræðings í dýraverndunarlögum, sem rætt er við í Morgunblaðinu í dag, er lagaákvæði í íslenskum lögum þar sem segir að veiði á steypireyði varði við sektir og jafnvel fangelsi. 

„Þetta eru gömul lög og hefur líklegast aldrei áður reynt á þau,“ segir Árni Stefán Árnason, sérfræðingur á sviði dýraverndunarlaga. Í lagaákvæðinu, sem var uppfært árið 1973, segir að veiði á steypireyði varði við sektir og önnur viðurlög samkvæmt lögum nr. 26/1949 um hvalveiðar. Segir þar að brotið skuli varða við sektir og jafnvel fangelsi, ef sakir eru taldar miklar. „Þetta myndi teljast mikil sök, dráp á friðuðu dýri,“ segir Árni jafnframt. „Að mínu mati gildir þetta refsiákvæði, en ég tel það ekki munu hafa neitt að segja í þessu tilviki. Stjórnvöld munu ekki vilja fylgja þessu eftir, m.a. vegna sterkrar tengingar hvalveiða við ríkisvaldið.“

Hvalveiðar við landið hafa löngum verið umdeildar bæði innanlands og utan. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu, segir að þau hafi fundið fyrir miklum viðbrögðum í síðustu viku tengdum málinu og þá helst í formi tölvupósta og athugasemda á samfélagsmiðlum. „Við finnum reglulega fyrir slíkum bylgjum tengdum hvalveiðum, t.d. þegar þær hefjast á sumrin.“ Hún segir erfitt að reikna út áhrif atviks á við þetta á ímynd Íslands „Vanalega hafa þessar öldur jafnast út með tímanum en við vitum í raun ekki hvað mun gerast í þessu tilviki. Við munum taka stöðuna síðar í vikunni.“

Fengið mikla athygli erlendis

María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri hjá upplýsinga- og greiningardeild utanríkisráðuneytisins, segir að ráðuneytið fylgist vel með allri umfjöllun um málið, í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Flestir stærstu miðlarnir hafa tekið málið upp, t.a.m. BBC, Telegraph og CNN.

„Við höfum fundið fyrir nokkrum áhuga hjá erlendum miðlum sem margir hverjir hafa tekið málið upp.“ Hún segir ráðuneytið svara öllum þeim fyrirspurnum er berist varðandi hvalveiðar. „Við höfum verið að koma afstöðu Íslands á framfæri og sérstaklega þar sem farið hefur verið með rangfærslur. Í þeim tilvikum höfum við upplýst fólk á hvaða grundvelli reglugerðin um hvalveiðar er gefin út. Það er mikilvægt að erlendir fjölmiðlar geri sér grein fyrir því að veiðar á steypireyðum eru bannaðar á Íslandi. Eins að málið sé tekið alvarlega hér á landi og verið sé að flýta greiningu.“

Að sögn Maríu hefur umfjöllunin og sömuleiðis fyrirspurnirnar að mestu komið frá enskumælandi löndum og þá helst Bandaríkjunum en einnig hefur gætt mikillar umræðu í Þýskalandi. Steypireyður hefur verið alfriðuð frá árinu 1966.

Innlent »

Vill að borgarstjóri axli ábyrgð

Í gær, 23:13 „Munurinn á þessum tveimur málum er þessi: framkvæmdastjóri félagsbústaða hefur sagt af sér en framkvæmdastjóri braggamálsins, sem er framkvæmdastjóri borgarinnar og borgarstjóri, hefur ekki gert það,“ segir oddviti Sjálfstæðisflokksins, spurður út í sitt álit á verkefni Félagsbústaða við Írabakka. Meira »

Skútuþjófurinn í farbann

Í gær, 22:08 Héraðsdómur Vestfjarða hefur fallist á kröfu lögreglustjórans á Vestfjörðum um að maðurinn sem sigldi seglskútu í heimildarleysi úr höfn á Ísafirði aðfararnótt sunnudags sæti farbanni. Meira »

Íslenskir nemar elstir og tekjuhæstir

Í gær, 21:03 Íslenskir háskólanemar eru þeir elstu í Evrópu, eiga fleiri börn og eru með hærri tekjur en háskólanemar í öðrum Evrópulöndum, en kostnaður íslenskra háskólanema vegna fæðis og húsnæðis er um tvöfalt hærri en meðaltalið er í Evrópu. Meira »

Sveitarstjórn mótmælir seinagangi

Í gær, 20:58 Sveitarstjórn Skútustaðahrepps mótmælir seinagangi vegna gistináttaskatts í ályktun sem var samþykkt á dögunum.  Meira »

Kröfugerð VR samþykkt

Í gær, 20:32 Kröfugerð VR fyrir komandi kjaraviðræður var samþykkt á fundi trúnaðarráðs í kvöld. Í kröfugerðinni kemur fram að markmið kjarasamninga nú verði að rétta hlut þeirra lægst launuðu og auka ráðstöfunartekjur allra félagsmana. Meira »

Vilja láta rjúpuna njóta vafans

Í gær, 20:24 „Það er ljóst að við ofmetum rjúpnastofninn og það er skylda Náttúrufræðistofnunnar að hvetja til varfærni í tengslum við nytjar,“ segir fuglafræðingar hjá Náttúrufræðistofnun. Stofnunin hafi því ákveðið að miða rjúpnaveiðiráðgjöf sína við Vesturland í stað Norðausturlands eins og hefð sé fyrir. Meira »

Minnir á Bakkabræður

Í gær, 20:18 Veiðigjöld á útgerðir eru ósanngjörn og gríðarlegur munur er á veiðigjöldum eftir fisktegundum, segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda og eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur. Meira »

Hagsýni er kvenfélagskonum í blóð borin

Í gær, 20:05 „Kvenfélög hafa nú sem endranær mikilvægu hlutverki að gegna. Í ýmsum líknar- og velferðarmálum úti um allt land hefur mjög munað um framlag kvenfélaganna, enda er starfsemi félaganna öflug mjög víða, og áherslumál að styðja góð málefni í nærsamfélaginu. Á árabilinu 2007 til 2017 var þetta samanlagt stuðningur upp á einn milljarð króna,“ segir Guðrún Þórðardóttir, formaður Kvenfélagasambands Íslands. Meira »

„Ég var ekki aðalhönnuður verksins“

Í gær, 19:30 Arkitekt hjá Arkibúllunni segir reikninga fyrirtækisins vegna braggans við Nauthólsveg ekki óvenjuháa og að tímarnir séu ekki óvenjulega margir í ljósi þess hve verkefnið dróst á langinn. Meira »

Kvartað yfir aðstæðum í skólamötuneyti

Í gær, 19:11 Umboðsmaður barna sendi síðasta vor bréf til Hafnarfjarðarbæjar eftir að embættinu hafði borist ábending vegna aðstæðna í skólamötuneyti í Áslandsskóla í Hafnarfirði. Meira »

Styttri vinnuvika hjá Hugsmiðjunni

Í gær, 18:57 Minni vinna og allir vinna segir Margeir Ingólfsson, stjórnarformaður Hugsmiðjunnar sem hefur gengið mjög langt í vegferð jafnréttis með því að stytta vinnuviku starfsfólks fyrirtækisins úr átta í sex. Mælingar sýna meiri framleiðni, færri veikindadaga og aukna starfsánægju starfsfólksins. Meira »

Músarrindill, glókollur og rjúpa

Í gær, 18:43 Fuglalífið í Hrísey hefur sjaldan verið blómlegra en nú. Þegar sumrin eru góð og áfallalaus verður viðkoma fuglanna góð og lífið dafnar. Alls verpa um 40 tegundir fugla í eynni og mér finnst alltaf ævintýrið eitt að fylgjast með lífi þeirra,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson, fuglaáhugamaður á Akureyri. Hann á sínar rætur í Hrísey og hefur síðan í æsku fylgst vel með fuglalífinu þar. Meira »

„Innri endurskoðun hlífir engum“

Í gær, 18:41 „Það var gott að það var farið fram á að innri endurskoðun tæki út þessar framkvæmdir og viðhald við Írabakka,“ segir Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG, um úttekt sem gerð var vegna um­fram­kostnaðar við end­ur­bæt­ur á íbúðum Fé­lags­bú­staða við Írabakka í Reykja­vík. Meira »

Öðruvísi staðið að framkvæmdum núna

Í gær, 17:55 „Ég fagna því að það hafi verið ráðist í þessa úttekt,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn um út­tekt sem gerð var vegna um­fram­kostnaðar við end­ur­bæt­ur á íbúðum Fé­lags­bú­staða við Írabakka í Reykja­vík. Meira »

Nauðganir öflugt vopn í stríði

Í gær, 17:55 Kynferðislegt ofbeldi á ekkert sammerkt með kynlífi heldur er það glæpur og er notað sem valdatæki segir Yves Daccord, framkvæmdastjóri alþjóðaráðs Rauða krossins. Nauðganir eru öflugt vopn á átakasvæðum og rödd Íslands skiptir máli þegar kemur að mannréttindum segir hann. Meira »

Hljóp á brott frá lögreglunni

Í gær, 17:52 Ökumaður sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði stöðvað í Grafarvogi vegna gruns um ölvunarakstur hljóp úr bíl sínum á brott frá lögreglunni um fimmleytið í dag. Meira »

Fiskeldi í Reyðarfirði fyrir dóm

Í gær, 17:50 Mál málsóknarfélagsins Náttúruverndar 2 á hendur Matvælastofnun og Löxum fiskeldi ehf. verður flutt fyrir Héraðsdómi Reykjaness 15. nóvember. Meira »

Krefjast farbanns yfir skútuþjófnum

Í gær, 17:24 Lögreglan á Vestfjörðum hefur yfirheyrt manninn sem handtekinn var um borð í skútu á Rifi á Snæfellsnesi í gær.   Meira »

Sigurvissir Svisslendingar

Í gær, 17:20 Þeir voru sigurvissir stuðningsmenn svissneska landsliðsins sem voru í miðbænum í dag og biðu eftir landsleiknum við Ísland á Laugardalsvelli í kvöld. Minnugir stórsigursins í síðasta leik spá þeir sínum mönnum öruggum sigri. Meira »
Bolir
Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Bómullarbolir Sími 588 8050. - vertu vi...
BÍLALYFTUR
EAE og Jema bílalyftur í úrvali,gæðalyftur á góðu verði. Eigum nokkrar gerðir á ...
VILTU VITA HVAÐ ER FRAMUNDAN
SPÁI Í TAROT OG BOLLA. þEIR SEM FARNIR ERU SEGJA MER UM FRAMTÍÐ ÞÍNA. ERLA S. 58...