Sektir eða fangelsi reynist dýrið friðað

Hvalurinn var veiddur fyrir nokkrum dögum en erfðafræðirannsókn mun leiða ...
Hvalurinn var veiddur fyrir nokkrum dögum en erfðafræðirannsókn mun leiða í ljós hverrar tegundar hann er. Ljósmynd/Hard To Port

Umdeilt dráp hvalsins sem talið er að gæti verið steypireyður gæti haft afleiðingar í för með sér fyrir hvalveiðifélagið Hval hf. reynist hvalurinn vera steypireyður, sem er alfriðuð tegund. Tekið var sýni úr hvalnum og mun greining á því ákvarða tegund dýrsins.

Að sögn sérfræðings í dýraverndunarlögum, sem rætt er við í Morgunblaðinu í dag, er lagaákvæði í íslenskum lögum þar sem segir að veiði á steypireyði varði við sektir og jafnvel fangelsi. 

„Þetta eru gömul lög og hefur líklegast aldrei áður reynt á þau,“ segir Árni Stefán Árnason, sérfræðingur á sviði dýraverndunarlaga. Í lagaákvæðinu, sem var uppfært árið 1973, segir að veiði á steypireyði varði við sektir og önnur viðurlög samkvæmt lögum nr. 26/1949 um hvalveiðar. Segir þar að brotið skuli varða við sektir og jafnvel fangelsi, ef sakir eru taldar miklar. „Þetta myndi teljast mikil sök, dráp á friðuðu dýri,“ segir Árni jafnframt. „Að mínu mati gildir þetta refsiákvæði, en ég tel það ekki munu hafa neitt að segja í þessu tilviki. Stjórnvöld munu ekki vilja fylgja þessu eftir, m.a. vegna sterkrar tengingar hvalveiða við ríkisvaldið.“

Hvalveiðar við landið hafa löngum verið umdeildar bæði innanlands og utan. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu, segir að þau hafi fundið fyrir miklum viðbrögðum í síðustu viku tengdum málinu og þá helst í formi tölvupósta og athugasemda á samfélagsmiðlum. „Við finnum reglulega fyrir slíkum bylgjum tengdum hvalveiðum, t.d. þegar þær hefjast á sumrin.“ Hún segir erfitt að reikna út áhrif atviks á við þetta á ímynd Íslands „Vanalega hafa þessar öldur jafnast út með tímanum en við vitum í raun ekki hvað mun gerast í þessu tilviki. Við munum taka stöðuna síðar í vikunni.“

Fengið mikla athygli erlendis

María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri hjá upplýsinga- og greiningardeild utanríkisráðuneytisins, segir að ráðuneytið fylgist vel með allri umfjöllun um málið, í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Flestir stærstu miðlarnir hafa tekið málið upp, t.a.m. BBC, Telegraph og CNN.

„Við höfum fundið fyrir nokkrum áhuga hjá erlendum miðlum sem margir hverjir hafa tekið málið upp.“ Hún segir ráðuneytið svara öllum þeim fyrirspurnum er berist varðandi hvalveiðar. „Við höfum verið að koma afstöðu Íslands á framfæri og sérstaklega þar sem farið hefur verið með rangfærslur. Í þeim tilvikum höfum við upplýst fólk á hvaða grundvelli reglugerðin um hvalveiðar er gefin út. Það er mikilvægt að erlendir fjölmiðlar geri sér grein fyrir því að veiðar á steypireyðum eru bannaðar á Íslandi. Eins að málið sé tekið alvarlega hér á landi og verið sé að flýta greiningu.“

Að sögn Maríu hefur umfjöllunin og sömuleiðis fyrirspurnirnar að mestu komið frá enskumælandi löndum og þá helst Bandaríkjunum en einnig hefur gætt mikillar umræðu í Þýskalandi. Steypireyður hefur verið alfriðuð frá árinu 1966.

Innlent »

Á annað hundrað mála til kasta lögreglu

07:33 Alls komu upp að minnsta kosti 130 mál hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 19 í gærkvöldi. Þar á meðal voru líkamsárás, slagsmál meðal ungmenna, unglingadrykkja, heimilisofbeldi og akstur undir áhrifum, auk þess sem ekið var á gangandi vegfaranda. Meira »

Strætó tæmir miðborgina

00:03 Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó sagði við blaðamann rétt fyrir miðnætti í kvöld að eftir því sem hann best vissi gengi tæmingaráætlun miðbæjarins vel fyrir sig. Glæsileg flugeldasýning Menningarnætur er afstaðin, en eftir hana þurfa tugir þúsunda að koma sér heim. Meira »

Öruggur meirihluti fyrir nýju skipulagi

Í gær, 22:25 Öruggur meirihluti er fyrir nýju deili- og aðalskipulagi á Selfossi. Lokatölur liggja fyrir úr íbúakosningu meðal íbúa Árborgar vegna nýs miðbæjar á Selfossi en 58,5 prósent sögðust fylgjandi breyttu aðalskipulagi og 55,9 prósent fylgjandi nýju deiliskipulagi. Meira »

Annasamur dagur hjá Strætó

Í gær, 22:02 Vel hefur gengið hjá Strætó í dag þrátt fyrir miklar annir. Eitthvað var um tafir í byrjun dags vegna götulokana en að öðru leyti hefur dagurinn gengið vel og vagnarnir verið þétt setnir að sögn Guðmundar Heiðars Helgasonar, upplýsingafulltrúa Strætó. Meira »

Menningarnótt í blíðskaparveðri

Í gær, 21:35 Miðborg Reykjavíkur hefur verið troðfull af fólki í allan dag, sem hefur notið einmuna veðurblíðu og ýmissa viðburða á Menningarnótt. Ljósmyndarar mbl.is hafa verið á flakki um borgina og litið við á ýmsum stöðum. Meira »

„Hef bara gaman af lífinu“

Í gær, 21:30 Gerður Steinþórsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi og ævintýramanneskja með meiru, lauk nýlega við allar Landvættaþrautirnar svokölluðu. Að hennar sögn gekk undirbúningur fyrir keppnina vel og var hún sátt við árangurinn. Meira »

Gáfu tvö tonn af ís

Í gær, 21:05 Sjaldan eða aldrei hafa eins margir verið í Hveragerði og í dag þegar bæjarhátíðin Blómstrandi dagar fóru þar fram að sögn bæjarstjórans, Aldísar Hafsteinsdóttur. „Þetta hefur verið alveg stórkostlegt. Veðrið lék við mannskapinn, það er yndislegt þegar verið er að skipuleggja svona viðburð að vera svona lánsöm með veðrið,“ segir Aldís. Meira »

Mikill meirihluti með breytingum

Í gær, 19:50 Miklu fleiri íbúar Árborgar segjast fylgjandi breyttu deili- og aðalskipulagi vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í miðbæ Selfoss. Þegar 2.366 atkvæði hafa verið talin segjast 58 prósent vera samþykk breyttu aðalskipulagi og 55 prósent fylgjandi breyttu deiliskipulagi. Meira »

Gróandi sveit

Í gær, 19:45 Hrunamannahreppur í uppsveitum Árnessýslu er gósenland. Þetta er víðfeðm sveit sem liggur milli Hvítár í vestri og Stóru-Laxár í suðri og austri. Til norðurs eru landamærin nærri Kerlingarfjöllum. Í byggð og á láglendi er sveitin vel gróin; byggðin er við hálendisbrúnina og á góðum sumardögum kemur hnjúkaþeyr svo hitinn getur stigið hátt. Meira »

Reykjavíkurmaraþonið í myndum

Í gær, 19:15 Það var mikið líf og fjör í miðborginni í morgun, er Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram. Ljósmyndari mbl.is var á staðnum og fangaði stemninguna við endamarkið í Lækjargötu. Meira »

Dagurinn sem allt breyttist

Í gær, 19:15 Sigríður Eyrún Friðriksdóttir missti bróður sinn, Bjarka, úr heilahimnubólgu árið 1993. Tuttugu og fimm árum eftir andlát hans heiðrar hún minningu hans með stórtónleikum í Hörpu. Hún segist að hluta til gera það fyrir foreldra sína og bræður því minningin verði að fá að lifa. Meira »

Nokkrir hlauparar fluttir á slysadeild

Í gær, 17:50 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í kringum Reykjavíkurmaraþonið, sem fram fór í morgun. Flytja þurfti á bilinu 7-9 hlaupara til aðhlynningar á slysadeild sökum örmögnunar og er það minna en mörg fyrri ár. Meira »

Glaður Dagur á Menningarnótt

Í gær, 16:55 „Það er allt á fullu alls staðar og hvar sem maður fer er fullt af fólki með bros á vör,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Mikið er um að vera í miðborg Reykjavíkur í dag þar sem Menningarnótt fer fram í 23. skiptið. Meira »

Stefnir í yfir 50% kjörsókn

Í gær, 16:45 Ágætislíkur eru á að kjörsókn fari yfir 50 prósent í íbúakosningum í Árborg þar sem íbúar kjósa um aðal- og deiliskipulag nýs miðbæjar á Selfossi. Þetta segir Ingimundur Sigurmundsson, formaður yfirkjörstjórnar. Meira »

Tuga hvala vaða við Rif

Í gær, 15:30 Hátt í hundrað grindhvalir hafa safnast saman innan hafnargarðsins við Rif á Snæfellsnesi. Ólíklegt er að um sömu hvalatorfu og varð innlyksa í Kolgrafafirði fyrr í mánuðinum sé að ræða þar sem kálfar eru í vöðunni við Rif. Björgunaraðilum hefur ekki tekist að reka þá út. Meira »

Missti sjónina á hálfu ári

Í gær, 13:59 Spretthlauparinn Patrekur Andrés Axelsson var 19 ára þegar hann missti sjónina, þá að ljúka námi á rafiðnaðarbraut og á fullu í fótbolta. Sjónin fór úr fullkominni hundrað prósenta sjón niður í fimm prósent á aðeins hálfu ári. Meira »

„Heppin að vera á lífi“

Í gær, 13:23 „Það hefur alltaf verið viðloðandi við kattahald að það séu einhverjir óábyrgir aðilar inn á milli. Við viljum ekki að það séu neinir kettlingar úti í kössum. Þessi grey eru bara heppin að vera á lífi. Þeir voru svo svakalega vannærðir og litlir. Þeir koma ekki úr góðum aðstæðum, það er alveg ljóst. Mamma þeirra var líka mjög vannærð,“ segir Halldóra Snorradóttir, forstöðukona Kattholts. Meira »

Arnar í þriðja sæti í maraþoninu

Í gær, 12:37 Benjamin Paul Zywicki frá Bandaríkjunum sigraði í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2018. Hann hljóp á 2:23:43, sem er 9. besti tíminn sem náðst hefur í karlaflokki frá upphafi. Meira »

Munaði aðeins sjö sekúndum

Í gær, 11:55 Sigurvegarar í 10 kílómetra hlaupinu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eru Helga Guðný Elíasdóttir og Florian Pyszel, en aðeins munaði sjö sekúndum á fyrsta og öðru sæti í karlaflokki. Meira »
Skrifstofuhúsnæði til leigu
Skrifstofuhúsnæði til leigu að Smiðjuvegi 3. Hentugt fyrir allt að 6 starfsmenn...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Til sölu á Jótlandi, íbúð + iðnaður
Mikið pláss 1268 m/2 á 3000 m/2 lóð, m.a. 300 m/2 íbúð, stórt rafmagnsinntak. Ým...
Einstakt tilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 348.500,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...