Eftirför í Grafarvogi

Er lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu reyndu að stöðva bíl við Langarima í Grafarvogi síðdegis í gær jók ökumaðurinn hraðann og hófst eftirför sem endaði í Fannafold.

Í dagbók lögreglunnar segir að ökumaðurinn sé grunaður um akstur undir áhrifum fíknefna, fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu, of hraðan akstur, akstur án réttinda sem og brot á vopnalögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert