Gjaldtakan var forsenda útboðsins

Framkvæmdastjóri Kynnisferða segir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins geta haft áhrif á afstöðu ...
Framkvæmdastjóri Kynnisferða segir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins geta haft áhrif á afstöðu fyrirtækisins til nærstæðanna. mbl.is/Sigurður Bogi

„Þegar við tókum þátt í útboðinu fyrir ári síðan þá var ein forsenda útboðsins sú að hafin yrði gjaldtaka á þessu ytra stæði og við buðum náttúrulega í þetta miðað við þær forsendur,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdarstjóri Kynnisferða.

Samkeppniseftirlitið tók í gær bráðabirgðaákvörðun þar sem Isavia ohf. var gert að stöðva tímabundið gjaldtöku á ytri rútustæðum (fjarstæðum) við Leifsstöð.

Gjaldtaka Isavia hófst á fjarstæðunum í byrjun mars síðastliðnum en síðan þá hefur Isavia rukkað 12.900 krónur af hverri rútuferð sem er samkvæmt Isavia afsláttargjald af 19.900 krónum. Tvö rútufyrirtæki, Kynnisferðir og Hópbílar, hafa þó afnot af innri stæðum eftir að rétturinn um afnot á þeim var boðinn út á síðasta ári. Þá buðu Kynnisferðir rúmlega 40% af þeim tekjum sem fyrirtækið fær af ferðum sínum frá Leifsstöð fyrir notkun stæðanna.

Björn segir bráðabirgðaúrskurð Samkeppniseftirlitsins tvímælalaust hafa áhrif á afstöðu Kynnisferða til útboðsins en að vert sé að hafa í huga að úrskurðurinn er ekki endanlegur.

„Ef að niðurstaðan verður sú að það sé óheimilt að vera með gjaldtöku á ytri stæðinu þá breytir það í sjálfu sér forsendum þessa útboðs og myndi hafa einhver áhrif á það. Við eigum eftir að skoða betur með okkar lögmönnum hvernig Samkeppniseftirlitið ætli að taka á útboðinu sem slíku. Þetta hangir auðvitað allt saman.“

Þá segir Björn það vera möguleika að Kynnisferðir kæri gjaldtöku fyrir afnot stæðanna fari svo að óheimilt verði að innheimta gjald fyrir afnot af fjarstæðunum. „Þá munum við skoða það. Forsendur útboðsins verða auðvitað brostnar ef það verður niðurstaðan. Þá munum við endurskoða þetta og fara yfir það með Isavia hvort það þurfi að halda nýtt útboð eða hvað þurfi að gera í málinu. Forsendurnar fyrir því tilboði sem við gerðum eru auðvitað þær að þessi gjaldtaka yrði á ytra stæðinu.“

Björn segist ekki vera ósáttur með úrskurð Samkeppniseftirlitsins. „Það er allt í lagi að Samkeppniseftirlitið sé að taka á þessu. Eins og kemur fram er Isavia náttúrulega í einokunarstöðu þannig að ef það á að taka á þessu alla leið og horfa þá á heildarmyndina sem snýr að okkur líka hvað varðar þetta útboð og stöðu okkar þar þá erum við alls ekkert ósátt með að þau séu að láta sig þetta varða.“

Guðni Sigurðsson, starfandi upplýsingafulltrúi Isavia, segir að fyrirtækið sé nú að kanna niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins nánar áður en frekari ákvarðanir varðandi gjaldtöku við Leifsstöð verði teknar. „Það er enn þá óljóst hvernig þetta fer og við þurfum að skoða þetta vel. Þetta er 70 blaðsíðna plagg sem við fengum í hendurnar og við erum að skoða þetta áður en við ákveðum næstu skref.“

Isavia tilkynnti í gær að gjaldtöku af stæðunum yrði strax hætt en að fyrirtækið væri ósammála niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. „Við settum þetta gjald á eins og önnur gjöld fyrir þjónustu og aðstöðu í flugstöðinni. Keflavíkurflugvöllur er rekinn með notendagjöldum og framkvæmdir eru fjármagnaðar með þeim. Þannig að rekstrarformúlan fyrir flugvöllinn er svona. Auðvitað setjum við notendagjöld eins og við teljum að sé sanngjarnt og eðlilegt miðað við þá þjónustuaðstöðu sem er veitt,“ segir Guðni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vildi upplýsa um veikleika í Mentor

16:22 Markmið skráðs notanda skólaupplýsingakerfisins Mentor sem safnaði saman persónuupplýsingum um fjölda barna í leik- og grunnskólum í síðustu viku var að koma áleiðis ábendingu um veikleika í kerfinu en ekki að dreifa upplýsingunum. Meira »

FKA og RÚV í samstarf um fjölbreytni

16:15 Félag kvenna í atvinnulífinu og Ríkisútvarpið hafa undirritað samstarf um verkefni sem ætlað er að auka fjölbreytni viðmælenda í íslenskum fjölmiðlum, en í því felst að FKA mun auglýsa eftir konum vítt og breytt úr samfélaginu sem hafa áhuga á þjálfun í að miðla sérþekkingu sinni í fjölmiðlum. Meira »

Skuldi fólki opinbera afsökunarbeiðni

16:07 Stjórn Öryrkjabandalags Íslands krefst þess að stjórnvöld stöðvi strax hina ólögmætu skerðingu og greiði örorkulífeyri miðað við réttan útreikning búsetuhlutfalls frá og með 1. mars næstkomandi. Meira »

Telja fiskrækt í ám og eftirlit í ólestri

16:06 Veiðifélög landsins láta sleppa rúmlega milljón laxaseiðum að meðaltali á ári í vatnsföll landsins, samtals rúmlega 6 milljón seiðum á fimm árum. Formaður Landssambands fiskeldisstöðva ræður af svari Fiskistofu að málin séu í algerum ólestri, bæði skil veiðifélaga á fiskræktaráætlunum og eftirlit Fiskistofu. Óvissa sé um hversu mörgum seiðum sé í raun sleppt í árnar og hvernig staðið er að málum. Meira »

„Framtíðin okkar, aðgerðir strax“

15:53 „Framtíðin okkar, aðgerðir strax,“ ómaði á Austurvelli í hádeginu þar sem stúdentar og framhaldsskólanemar mótmæltu aðgerðaleysi í loftslagsmálum. Fjölmenni var á fundinum sem var sá fyrsti í röð margra samkvæmt skipuleggjendum. mbl.is var á staðnum og það er ljóst að málefnið brennur á ungu fólki. Meira »

Eldur í ruslageymslu í Ljósheimum

15:50 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan þrjú í dag vegna bruna í ruslageymslu fjölbýlishúss að Ljósheimum í Reykjavík. Slökkviliðið upplýsir í samtali við mbl.is að tjónið telst óverulegt þar sem um er að ræða skemmdar tunnur og einhverjar skemmdir á geymslunni. Meira »

Starfsfólkið óskar friðar frá pólitík

15:48 Stjórn starfsmannafélags Ráðhúss Reykjavíkur óskar vinnufriðar í skjóli frá stjórnmálaumræðu sem eigi „með réttu að eiga sér stað á milli kjörinna fulltrúa og á pólitískum vettvangi.“ Meira »

Talinn hafa látist eftir inntöku heilaörvandi efnis

15:41 Matvælastofnun og Lyfjastofnun vara við neyslu á tianeptine og annarra efna sem seld eru á netinu undir heitinu Nootropics og hafa mörg hver lyfjavirkni. Talið er að einstaklingur hafi nýlega látist hérlendis vegna inntöku tianeptine. Meira »

„Búnir að svíkja okkur frá A-Ö“

15:26 „Þetta er ekkert sem kemur á óvart,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, um ákvörðun þeirra Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar um að ganga til liðs við Miðflokkinn frá og með deginum í dag. Meira »

Stór fyrirtæki í ferðaþjónustu skotmarkið

15:21 „Það eina sem ég get upplýst um er að þetta beinist að stórum fyrirtækjum í ferðaþjónustunni,“ segir Ragnar Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is spurður um aðgerðaáætlun félagsins komi til átaka á vinnumarkaði. Meira »

„Berja hausnum við steininn“

15:15 „Með ákvörðun sinni um áframhaldandi veiðar á langreyði er sjávarútvegsráðherra að tefla á tvær hættur og fórna meiri hagsmunum fyrir minni.“ Þetta kemur fram í tilkynningu Samtaka ferðaþjónustunnar. Meira »

Kosið verði aftur í þingnefndir

14:52 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, treystir því að flokksmenn taki vel á móti Ólafi Ísleifssyni og Karli Gauta Hjaltasyni, sem tilkynntu fyrir skömmu að þeir hafa ákveðið að ganga til liðs við Miðflokkinn. Meira »

Ólafur og Karl Gauti í Miðflokkinn

14:21 Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason hafa ákveðið að ganga til liðs við Miðflokkinn frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ólafi og Karli. Meira »

Þegar orðið tjón vegna verkfalla

13:45 Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki eru þegar farin að fá fyrirspurnir frá samstarfsaðilum sínum vegna boðaðra verkfallsaðgerða, segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, í samtali við mbl.is. Hann segir fréttir af stöðunni á Íslandi hafa ratað út fyrir landsteinana. Meira »

Gefur lítið fyrir útreikningana

13:25 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, vísar því á bug að kröfur félagsins myndu leiða til 70% - 85% launahækkana. Í samtali við mbl.is segir hann að grundvallarkrafan sé að hækka lágmarkslaun í 425 þúsund krónur á þremur árum og að útfærsla þess sé ekki mótuð. Meira »

Stefán þurfi að skýra skrif sín betur

13:18 „Það er fólk á bak við verkin og við getum ekki hætt að benda á það sem er ekki í lagi,“ segir Eyþór Arnalds í samtali við mbl.is, en honum finnst Stefán Eiríksson borgarritari þurfa að skýra betur skrif sín um háttsemi borgarfulltrúa á lokuðum vettvangi starfsmanna Reykjavíkurborgar í gær. Meira »

Segir stefna í hörðustu átök í áratugi

12:48 „Mikil er ábyrgð þeirra sem hafa leyft misréttinu að aukast síðustu ár og áratugi þannig að hagsældin í okkar ríka landi hefur ekki skilað sér til allra. Þeirra er ábyrgðin á því að nú stefnir í hörðustu átök á vinnumarkaði í áratugi,“ skrifar Drífa Snædal forseti ASÍ í forsetapistli sínum. Meira »

Miðstöð fyrir þolendur ofbeldis á Akureyri

12:12 Þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis verður opnuð á Akureyri 1. mars. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Sigríður Andersen dómsmálaráðherra undirrituðu í dag samstarfsyfirlýsingu um fjármögnun þjónustumiðstöðvarinnar. Meira »

Ákærður fyrir að sigla undir áhrifum fíkniefna

11:49 Skipstjóri hefur verið ákærður fyrir að hafa siglt undir áhrifum fíkniefna frá Flateyri til Suðureyrar um miðjan desember. Auk þess er maðurinn ákærður fyrir að slökkva á staðsetningartæki skipsins og fyrir að hafa ekki skráð skipverja um borð með réttum hætti. Meira »
110 fm sumarhús á Suðurlandi..
Sumarhús í Biskupstungum til sölu. Eru 2 hús, annað fullbúið og hitt með þrjú sé...
Múrari
Múrari: Lögg. múrarameistari getur bætt við sig verkefnum, múrverk, flísalagnir,...
Til sölu blár Nissan Leaf.
2016 árgerð, ekinn 26 þús. sem nýr. 30 Kw. hraðhleðsla, vetrar/sumardekk, ljós i...
Til sölu 16" álfelgur og snjódekk
Felgurnar eru original Mitsubishi 16", gatadeiling 108x5. Dekkin eru Firestone ...