Gjaldtakan var forsenda útboðsins

Framkvæmdastjóri Kynnisferða segir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins geta haft áhrif á afstöðu ...
Framkvæmdastjóri Kynnisferða segir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins geta haft áhrif á afstöðu fyrirtækisins til nærstæðanna. mbl.is/Sigurður Bogi

„Þegar við tókum þátt í útboðinu fyrir ári síðan þá var ein forsenda útboðsins sú að hafin yrði gjaldtaka á þessu ytra stæði og við buðum náttúrulega í þetta miðað við þær forsendur,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdarstjóri Kynnisferða.

Samkeppniseftirlitið tók í gær bráðabirgðaákvörðun þar sem Isavia ohf. var gert að stöðva tímabundið gjaldtöku á ytri rútustæðum (fjarstæðum) við Leifsstöð.

Gjaldtaka Isavia hófst á fjarstæðunum í byrjun mars síðastliðnum en síðan þá hefur Isavia rukkað 12.900 krónur af hverri rútuferð sem er samkvæmt Isavia afsláttargjald af 19.900 krónum. Tvö rútufyrirtæki, Kynnisferðir og Hópbílar, hafa þó afnot af innri stæðum eftir að rétturinn um afnot á þeim var boðinn út á síðasta ári. Þá buðu Kynnisferðir rúmlega 40% af þeim tekjum sem fyrirtækið fær af ferðum sínum frá Leifsstöð fyrir notkun stæðanna.

Björn segir bráðabirgðaúrskurð Samkeppniseftirlitsins tvímælalaust hafa áhrif á afstöðu Kynnisferða til útboðsins en að vert sé að hafa í huga að úrskurðurinn er ekki endanlegur.

„Ef að niðurstaðan verður sú að það sé óheimilt að vera með gjaldtöku á ytri stæðinu þá breytir það í sjálfu sér forsendum þessa útboðs og myndi hafa einhver áhrif á það. Við eigum eftir að skoða betur með okkar lögmönnum hvernig Samkeppniseftirlitið ætli að taka á útboðinu sem slíku. Þetta hangir auðvitað allt saman.“

Þá segir Björn það vera möguleika að Kynnisferðir kæri gjaldtöku fyrir afnot stæðanna fari svo að óheimilt verði að innheimta gjald fyrir afnot af fjarstæðunum. „Þá munum við skoða það. Forsendur útboðsins verða auðvitað brostnar ef það verður niðurstaðan. Þá munum við endurskoða þetta og fara yfir það með Isavia hvort það þurfi að halda nýtt útboð eða hvað þurfi að gera í málinu. Forsendurnar fyrir því tilboði sem við gerðum eru auðvitað þær að þessi gjaldtaka yrði á ytra stæðinu.“

Björn segist ekki vera ósáttur með úrskurð Samkeppniseftirlitsins. „Það er allt í lagi að Samkeppniseftirlitið sé að taka á þessu. Eins og kemur fram er Isavia náttúrulega í einokunarstöðu þannig að ef það á að taka á þessu alla leið og horfa þá á heildarmyndina sem snýr að okkur líka hvað varðar þetta útboð og stöðu okkar þar þá erum við alls ekkert ósátt með að þau séu að láta sig þetta varða.“

Guðni Sigurðsson, starfandi upplýsingafulltrúi Isavia, segir að fyrirtækið sé nú að kanna niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins nánar áður en frekari ákvarðanir varðandi gjaldtöku við Leifsstöð verði teknar. „Það er enn þá óljóst hvernig þetta fer og við þurfum að skoða þetta vel. Þetta er 70 blaðsíðna plagg sem við fengum í hendurnar og við erum að skoða þetta áður en við ákveðum næstu skref.“

Isavia tilkynnti í gær að gjaldtöku af stæðunum yrði strax hætt en að fyrirtækið væri ósammála niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. „Við settum þetta gjald á eins og önnur gjöld fyrir þjónustu og aðstöðu í flugstöðinni. Keflavíkurflugvöllur er rekinn með notendagjöldum og framkvæmdir eru fjármagnaðar með þeim. Þannig að rekstrarformúlan fyrir flugvöllinn er svona. Auðvitað setjum við notendagjöld eins og við teljum að sé sanngjarnt og eðlilegt miðað við þá þjónustuaðstöðu sem er veitt,“ segir Guðni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ákvörðun um lögbann ekki tekin í dag

10:59 Ákvörðun um hvort lögbann verði sett á vefsíðuna tekjur.is verður ekki tekin í dag. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir að fara þurfi yfir mikinn bunka af skjölum í málinu og að engin ákvörðun liggi fyrir. Meira »

Skemmdu dýptarmæli og hugsanlega vélina

10:34 Lögreglunni á Suðurnesjum barst í gær tilkynning um að skemmdarverk hefðu verið unnin á báti sem stóð á landi í Vogum. Reyndist vera búið að skemma kompás, dýptarmæli og hugsanlega vél bátsins, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Meira »

Teknir með mikið magn fíkniefna

09:28 Tveir ökumenn, sem lögreglan tók úr umferð í gær og fyrradag vegna gruns um að þeir ækju undir áhrifum fíkniefna, reyndust vera með fíkniefni í fórum sínum. Annar þeirra var með á annan tug gramma af kannabisefnum í bílnum en hinn nokkru minna af sömu efnum. Meira »

Eitt á ekki að útiloka annað

09:01 Fjölskylduráðgjafi segir að það skipti miklu máli hvernig staðið sé að forvörnum og stuðningi við foreldra sem eiga börn í neyslu. Aukin sálfræðiþjónusta og fleiri úrræði á vegum hins opinbera sé af hinu góða en nauðsynlegt sé að þriðji geirinn komi áfram að geðheilbrigðis- og fíkniúrræðum. Meira »

Dómstóla að skera úr um brot á sæmdarrétti

08:38 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, telur ekki við hæfi að hún tjái sig efnislega um afdrif lágmyndar Sigurjóns Ólafssonar á húsinu við Síðumúla 20. Vísar ráðherra á höfundarréttarnefnd og telur að það sé dómstóla að skera úr um hvort sæmdarréttur hafi verið brotinn. Meira »

Gæslan auglýsir olíu til sölu

07:57 Landhelgisgæsla Íslands hefur á vef Ríkiskaupa auglýst til sölu olíu. Um er að ræða um 300.000 lítra af flugvélaeldsneyti (steinolíu) og er hún geymd í austur olíubirgðastöð Atlantshafsbandalagsins (NATO) á Keflavíkurflugvelli. Meira »

Lægðirnar bíða í röðum

06:38 Umhleypingasamir dagar fram undan enda liggja lægðirnar í röðum eftir því að komast til okkar en þetta er ansi algeng staða á haustin að lægðagangur sé mikill, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Hauwa Liman var drepin í nótt

06:24 Vígamenn úr sveitum Boko Haram drápu Hauwa Liman sem starfaði fyrir Rauða krossinn í Nígeríu í nótt. Yves Daccord, framkvæmdastjóri alþjóðaráðs Rauða krossins, fjallaði um mál starfssystur sinnar í erindi í Háskóla Íslands í gær. Hún var 24 ára gömul þegar hún var drepin. Meira »

Þriðjungur utan þjóðkirkju

05:51 Alls voru 65,6% landsmanna sem búsettir eru hér á landi skráðir í Þjóðkirkjuna 1. október síðastliðinn eða 233.062. Frá 1. desember 2017 hefur þeim fækkað um 2.029 manns eða 0,9%. Meira »

Samfylkingin missir fylgi

05:47 Samfylkingin tapar mestu fylgi allra borgarstjórnarflokkanna samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Meirihlutinn myndi halda velli ef kosið yrði að nýju en VG og Píratar bæta við sig fylgi. Meira »

800 milljóna framúrkeyrsla

05:30 Mikil framúrkeyrsla Félagsbústaða við viðhald á fjölbýlishúsinu Írabakka 2-16 er þriðja málið af því tagi sem upp kemur á stuttum tíma hjá Reykjavíkurborg. Hin eru mikill kostnaður við breytingar á biðstöð Strætó á Hlemmi í Mathöll og endurbætur á bragganum í Nauthólsvík. Meira »

Segir svæðið mettað

05:30 Reykjanesbær hefur hafnað beiðni Útlendingastofnunar um að veita fleiri hælisleitendum þjónustu og þar með að stækka núgildandi samning bæjarins við stofnunina. Meira »

Veiking krónu gæti leitt til fleiri starfa

05:30 Gera má ráð fyrir að veiking krónu muni leiða til breytinga á neyslumynstri erlendra ferðamanna. Sú breyting mun þó taka tíma. Meira »

Fleiri öryrkjar geti unnið

05:30 „Ég er sammála Sigríði Lillý um að það þarf úrræði fyrir þessa ungu umsækjendur um örorkulífeyri. En það á ekki að vera á kostnað þeirra sem eldri eru og þurfa að þiggja þessar smánarlegu greiðslur,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Meira »

Andlát: Pétur Sigurðsson

05:30 Pétur Sigurðsson, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Vestfjarða, er látinn á 87. aldursári.   Meira »

Aukin samkeppni á máltíðamarkaði

05:30 Frá því að fyrirtækið Eldum rétt hóf innreið á máltíðamarkaðinn árið 2014 hefur fyrirtækið stækkað ört.  Meira »

Óskar eftir tilboðum í breikkun

05:30 Vegagerðin hefur auglýst eftir tilboðum í fyrsta hluta breikkunar Suðurlandsvegar frá Hveragerði að Selfossi. Þessi kafli liggur frá Varmá, sem er rétt austan við Hveragerði, og að Gljúfurholtsá rétt vestan Kotstrandar í Ölfusi, alls 2,5 kílómetrar. Meira »

Landselur á válista vegna bráðrar hættu á útrýmingu

05:30 Landselur, útselur og steypireyður eru á nýjum válista Náttúrufræðistofnunar yfir íslensk spendýr. Er landselur sagður í bráðri hættu á útrýmingu, útselur tegund í hættu og steypireyður í nokkurri hættu. Meira »

Óvissa um aðild og stjórnarkjöri frestað

05:30 Ekki var kosið til nýrrar forystu Sjómannasambands Íslands á þingi sambandsins í síðustu viku.  Meira »
Til sölu á Jótlandi, íbúð + iðnaður
Mikið pláss 1268 m/2 á 3000 m/2 lóð, m.a. 300 m/2 íbúð, stórt rafmagnsinntak. Ým...
Tjarnarmyri íbúð
Íbúð með 3 svefnherbergjum og 2 baðherbergi. Húsgögnum, fullbúið eldhús, svalir,...
EAE Bilalyftur
Bílalyftur allar gerðir, eigum á lager 4 tonna 2 pósta og 3 t í gólf og 1 metra ...