Gjaldtakan var forsenda útboðsins

Framkvæmdastjóri Kynnisferða segir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins geta haft áhrif á afstöðu ...
Framkvæmdastjóri Kynnisferða segir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins geta haft áhrif á afstöðu fyrirtækisins til nærstæðanna. mbl.is/Sigurður Bogi

„Þegar við tókum þátt í útboðinu fyrir ári síðan þá var ein forsenda útboðsins sú að hafin yrði gjaldtaka á þessu ytra stæði og við buðum náttúrulega í þetta miðað við þær forsendur,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdarstjóri Kynnisferða.

Samkeppniseftirlitið tók í gær bráðabirgðaákvörðun þar sem Isavia ohf. var gert að stöðva tímabundið gjaldtöku á ytri rútustæðum (fjarstæðum) við Leifsstöð.

Gjaldtaka Isavia hófst á fjarstæðunum í byrjun mars síðastliðnum en síðan þá hefur Isavia rukkað 12.900 krónur af hverri rútuferð sem er samkvæmt Isavia afsláttargjald af 19.900 krónum. Tvö rútufyrirtæki, Kynnisferðir og Hópbílar, hafa þó afnot af innri stæðum eftir að rétturinn um afnot á þeim var boðinn út á síðasta ári. Þá buðu Kynnisferðir rúmlega 40% af þeim tekjum sem fyrirtækið fær af ferðum sínum frá Leifsstöð fyrir notkun stæðanna.

Björn segir bráðabirgðaúrskurð Samkeppniseftirlitsins tvímælalaust hafa áhrif á afstöðu Kynnisferða til útboðsins en að vert sé að hafa í huga að úrskurðurinn er ekki endanlegur.

„Ef að niðurstaðan verður sú að það sé óheimilt að vera með gjaldtöku á ytri stæðinu þá breytir það í sjálfu sér forsendum þessa útboðs og myndi hafa einhver áhrif á það. Við eigum eftir að skoða betur með okkar lögmönnum hvernig Samkeppniseftirlitið ætli að taka á útboðinu sem slíku. Þetta hangir auðvitað allt saman.“

Þá segir Björn það vera möguleika að Kynnisferðir kæri gjaldtöku fyrir afnot stæðanna fari svo að óheimilt verði að innheimta gjald fyrir afnot af fjarstæðunum. „Þá munum við skoða það. Forsendur útboðsins verða auðvitað brostnar ef það verður niðurstaðan. Þá munum við endurskoða þetta og fara yfir það með Isavia hvort það þurfi að halda nýtt útboð eða hvað þurfi að gera í málinu. Forsendurnar fyrir því tilboði sem við gerðum eru auðvitað þær að þessi gjaldtaka yrði á ytra stæðinu.“

Björn segist ekki vera ósáttur með úrskurð Samkeppniseftirlitsins. „Það er allt í lagi að Samkeppniseftirlitið sé að taka á þessu. Eins og kemur fram er Isavia náttúrulega í einokunarstöðu þannig að ef það á að taka á þessu alla leið og horfa þá á heildarmyndina sem snýr að okkur líka hvað varðar þetta útboð og stöðu okkar þar þá erum við alls ekkert ósátt með að þau séu að láta sig þetta varða.“

Guðni Sigurðsson, starfandi upplýsingafulltrúi Isavia, segir að fyrirtækið sé nú að kanna niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins nánar áður en frekari ákvarðanir varðandi gjaldtöku við Leifsstöð verði teknar. „Það er enn þá óljóst hvernig þetta fer og við þurfum að skoða þetta vel. Þetta er 70 blaðsíðna plagg sem við fengum í hendurnar og við erum að skoða þetta áður en við ákveðum næstu skref.“

Isavia tilkynnti í gær að gjaldtöku af stæðunum yrði strax hætt en að fyrirtækið væri ósammála niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. „Við settum þetta gjald á eins og önnur gjöld fyrir þjónustu og aðstöðu í flugstöðinni. Keflavíkurflugvöllur er rekinn með notendagjöldum og framkvæmdir eru fjármagnaðar með þeim. Þannig að rekstrarformúlan fyrir flugvöllinn er svona. Auðvitað setjum við notendagjöld eins og við teljum að sé sanngjarnt og eðlilegt miðað við þá þjónustuaðstöðu sem er veitt,“ segir Guðni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ræddu málið í morgunmatnum

12:50 „Ég get tekið undir hvert orð sem hún segir,“ segir Guðlaug Jónsdóttir, fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu, um fyrirlestur Þóru B. Helgadóttur á ráðstefnunni „Gender and Sport“ í gær. Meira »

Sækja um að hjóla til Parísar

12:10 „Það eru þó nokkuð margir búnir að sækja um,“ segir Guðbjörg Þórðardóttir, fjölmiðlafulltrúi Team Rynkeby á Íslandi. Frestur til að sækja um þátttöku í góðgerðarhjólreiðum frá Kaupmannahöfn til Parísar rennur út í dag. Meira »

Sofandi í hengirúmum við flugstöðina

11:41 Það hafa örugglega einhverjir flugvallargestir á Keflavíkurflugvelli talið sig vera enn að dreyma er þeir gengu í morgunsárið fram á tvo ferðalanga, sem voru sofandi svefnpokum í hengirúmum á yfirbyggðu gönguleiðinni sem liggur milli flugstöðvarinnar og bílastæðisins. Meira »

Fiskidagurinn á topp 10 hjá Bubba

10:47 Bubbi Morthens var óvæntur gestur á lokatónleikum Fiskidagsins mikla á Dalvík. Í Magasíninu, síðdegisþætti K100, sagðist Bubbi hafa komist óséður alla leið á sviðið íklæddur veiðigalla. Meira »

Fékk flugvélarhurð á sig og slasaðist

10:17 Flugvirki á Keflavíkurflugvelli sem var að vinna við hurð aftast á flugvél slasaðist í vikunni er hurð var skyndilega opnuð og lenti á andliti hans með þeim afleiðingum að hann hlaut nokkra áverka og vankaðist. Meira »

Júlíus Vífill ákærður

10:01 Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur verið ákærður fyrir peningaþvætti af embætti héraðssaksóknara. Meira »

Styrkja flokkana um 13,3 milljónir

09:55 Skrifstofa borgarstjórnar hefur undirbúið útgreiðslu fjárframlags Reykjavíkurborgar til þeirra stjórnmálaflokka sem fulltrúa eiga í borgarstjórn. Samtals er um að ræða 13,3 milljónir. Sjálfstæðisflokkurinn fær hæstu greiðsluna, eða rúmar 4,3 milljónir króna. Meira »

Játaði stórfellda kannabisræktun

09:39 Karlmaður á þrítugsaldri játaði við skýrslutöku hjá lögreglunni á Suðurnesjum í vikunni að hafa staðið að umfangsmikilli kannabisræktun sem lögregla fann við húsleit í íbúðarhúsnæði í umdæminu. Meira »

Afi gleði og snillingur vikunnar

09:19 Bræðurnir Gunnlaugur og Konráð Jónssynir fóru yfir vikuna í hnotskurn í morgunþættinum Ísland vaknar. Páll Bergþórsson, afi þeirra, kom þar nokkuð við sögu eftir að hafa farið í fallhlífarstökk 95 ára. Meira »

23% notuðu kannabis í rafrettur

08:47 Alls höfðu 23% þeirra sem tóku þátt í könnun SÁÁ á Vogi notað kannabisefni í rafrettur. Könnunin var gerð í lok júlí en mánuði fyrr var þetta hlutfall 13%. Meira »

Þrengt að umferð á Hellisheiði

08:16 Malbikaðar verða báðar akreinar til vesturs á Suðurlandsvegi, um 1 km á milli Litlu kaffistofunnar og vegamóta við Bolöldur, í dag. Ölfusárbrú við Selfoss er lokuð til hádegis. Meira »

Ölfusárbrú opnuð á hádegi

07:57 Brúin yfir Ölfusá verður opnuð fyrir umferð á hádegi í dag, þremur dögum á undan áætlun, að sögn Arons Bjarnasonar, deildarstjóra hjá Vegagerðinni. Meira »

Fleiri hyggja á ferðalög en í fyrra

07:37 Rúm 42% þátttakenda í könnun MMR um ferðavenjur Íslendinga í sumarfríinu kváðust ætla að ferðast bæði innan- og utanlands.   Meira »

Lilja Rannveig gefur kost á sér hjá SUF

07:03 Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir hefur tilkynnt um að hún gefi kost á sér til embættis formanns Sambands ungra framsóknarmanna á komandi sambandsþingi sem fram fer daganna 31. ágúst til 1. september. Meira »

Landið er á milli tveggja lægða

06:50 Landið er milli tveggja lægða, annarrar hægfara norðaustur af Langanesi, en hinnar suðvestur í hafi á fleygiferð til austurs og veldur því að fer að rigna syðra í dag, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands í morgun. Meira »

Samkeppnin er að harðna

05:30 Útlit er fyrir að um 335 þúsundum færri farþegar muni fara um Keflavíkurflugvöll í ár en Isavia áætlaði í nóvember síðastliðnum. Það samsvarar rúmlega 900 farþegum á dag. Meira »

Enginn fyllir skarð lundans Tóta

05:30 Merlin Entertainment mun á næsta ári taka við rekstri Sæheima, fiska- og náttúrugripasafns Vestmannaeyja.   Meira »

Áhugi á heimilislækningum

05:30 Ásókn í sérnám í heimilislækningum hefur aukist í kjölfar aðgerða sem farið var í árið 2011. Nú eru 47 læknar í náminu sem fram fer í Reykjavík og á Akureyri. Meira »

Kortleggja Íslendingahópa á Facebook

05:30 Íslendingar sem búsettir eru utan landsins hafa stofnað með sér hundruð Facebook-hópa til þess að halda tengslum við samlanda sína og hjálpa þeim að setjast að á nýjum stað. Meira »
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
SÆT ÍBÚÐ T. LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Til leigu vel búnin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvalla...
Svarthvít axlabönd
Til sölu fyrsta ljóðabók Gyrðis Elíassonar, Svarthvít axlabönd. Árituð og ástand...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...