Krefst svara frá forsætisnefnd vegna aðkomu Kjærsgaard

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, ætlar að kalla eftir svörum ...
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, ætlar að kalla eftir svörum frá forsætisnefnd Alþingis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, gagnrýnir harðlega ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, þess efnis að bjóða Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, til hátíðarfundar á Þingvöllum. Þá gagnrýnir hann einnig að ekki hafi verið upplýst um aðkomu Kjærsgaard fyrr en í gær þrátt fyrir að henni hafi verið boðið til landsins í apríl. Hann ætlar að kalla eftir skýrum svörum frá forsætisnefnd Alþingis vegna málsins. 

Áttaði sig ekki á því hver hún væri

Jón Þór var á fundi forsætisnefndar Alþingis í gær þar sem tilkynnt var um komu Kjærsgaard en gerði ekki athugasemd frekar en aðrir. Hann segist ekki hafa áttað sig á því hver hún væri. Þá gagnrýnir hann að forsætisnefnd hafi ekki verið upplýst um málið fyrr en degi fyrir hátíðarfundinn og að þá hafi Kjærsgaard verið komin til landsins.

„Ég hafði svo sem ekki hugmynd hver þessi kona var og gat ekki gert mér hugarlund að forseti Alþingis myndi bjóða manneskju sem er með svona sundrandi stjórnmál á hátíðarfund. Ég hafði ekki hugarflug í að láta mér detta slíkt í hug,“ segir Jón Þór í samtali við mbl.is.

Hann segist þó hafa gert athugasemdir við lögmæti þess að erlendur fulltrúi ávarpi Alþingi enda segi lög um þingsköp að einungis ráðherrar og þingmenn megi ávarpa Alþingi.

Hefur legið í loftinu lengi

Steingrímur segir sjálfur að koma Kjærsgaard hafi legið fyrir lengi og að ákvörðun Pírata að sniðganga hátíðarhöldin í dag hafi komið honum í opna skjöldu. 

Jón Þór kannast ekki við að hafa heyrt af komu Kjærsgaard fyrr en í gær og leitaði því í fundargerðum forsætisnefndar en fann ekkert um aðkomu forseta danska þingsins.

„Ég finn þetta ekki í neinum fundargerðum. Hvorki þeim sem ég hef fengið sent frá Alþingi né þeim sem ég safna saman og skanna inn. Ég er líka með mína eigin fundargerð sem ég skrifa á fundum og þetta er hvergi til staðar nema í gær,“ segir Jón Þór.

Steingrímur sagði í samtali við mbl.is að ekki væri víst að aðkoma Kjærgaard hafi verið bókuð í fundargerð en telur það hafa komið fram í gögnum fyrir undirbúninginn að fundinum og segir það einnig hafa komið fram á vef Alþingis.

Svo mikið er víst að það hefur verið gert,“ segir Steingrímur.

Jón Þór segir það mögulegt að aðkoma Kjærgaard hafi komið fram í undirbúningsgögnum en telur þá að hann hefði átt að fá þau gögn afhent.

Steingrímur átti að vita betur

Varðandi þá útskýringu Steingríms að Kjærgaard hafi ekki verið boðin hingað til lands vegna stjórnmálaskoðana sinna heldur í krafti embættis forseta danska þingsins segir Jón Þór það vissulega málefnalegan punkt og að Píratar hafi velt því fyrir sér.

„Það er alveg málefnalegur punktur og við hugsuðum um það þegar við heyrðum þá framsetningu. Málið er bara að þetta er hátíðarfundur Íslands. Mér finnst alveg ótækt að vera að bjóða manneskju, fyrsta erlenda kjörna fulltrúanum til að ávarpa Alþingi Íslendinga, á svona stundu sem stundar svona sundrandi pólitík. Það hefði alveg verið hægt að sleppa því,“ segir Jón Þór.

„Það hefði bara gert þessi hátíðarhöld veglegri ef við hefðum ekki verið með svona manneskju með þessa pólitík eins og við höfum séð. Auðvitað mótmælir fólk þessu. Það hefði Steingrímur átt að vita,“ bætir hann við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ræddu málið í morgunmatnum

12:50 „Ég get tekið undir hvert orð sem hún segir,“ segir Guðlaug Jónsdóttir, fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu, um fyrirlestur Þóru B. Helgadóttur á ráðstefnunni „Gender and Sport“ í gær. Meira »

Sækja um að hjóla til Parísar

12:10 „Það eru þó nokkuð margir búnir að sækja um,“ segir Guðbjörg Þórðardóttir, fjölmiðlafulltrúi Team Rynkeby á Íslandi. Frestur til að sækja um þátttöku í góðgerðarhjólreiðum frá Kaupmannahöfn til Parísar rennur út í dag. Meira »

Sofandi í hengirúmum við flugstöðina

11:41 Það hafa örugglega einhverjir flugvallargestir á Keflavíkurflugvelli talið sig vera enn að dreyma er þeir gengu í morgunsárið fram á tvo ferðalanga, sem voru sofandi svefnpokum í hengirúmum á yfirbyggðu gönguleiðinni sem liggur milli flugstöðvarinnar og bílastæðisins. Meira »

Fiskidagurinn á topp 10 hjá Bubba

10:47 Bubbi Morthens var óvæntur gestur á lokatónleikum Fiskidagsins mikla á Dalvík. Í Magasíninu, síðdegisþætti K100, sagðist Bubbi hafa komist óséður alla leið á sviðið íklæddur veiðigalla. Meira »

Fékk flugvélarhurð á sig og slasaðist

10:17 Flugvirki á Keflavíkurflugvelli sem var að vinna við hurð aftast á flugvél slasaðist í vikunni er hurð var skyndilega opnuð og lenti á andliti hans með þeim afleiðingum að hann hlaut nokkra áverka og vankaðist. Meira »

Júlíus Vífill ákærður

10:01 Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur verið ákærður fyrir peningaþvætti af embætti héraðssaksóknara. Meira »

Styrkja flokkana um 13,3 milljónir

09:55 Skrifstofa borgarstjórnar hefur undirbúið útgreiðslu fjárframlags Reykjavíkurborgar til þeirra stjórnmálaflokka sem fulltrúa eiga í borgarstjórn. Samtals er um að ræða 13,3 milljónir. Sjálfstæðisflokkurinn fær hæstu greiðsluna, eða rúmar 4,3 milljónir króna. Meira »

Játaði stórfellda kannabisræktun

09:39 Karlmaður á þrítugsaldri játaði við skýrslutöku hjá lögreglunni á Suðurnesjum í vikunni að hafa staðið að umfangsmikilli kannabisræktun sem lögregla fann við húsleit í íbúðarhúsnæði í umdæminu. Meira »

Afi gleði og snillingur vikunnar

09:19 Bræðurnir Gunnlaugur og Konráð Jónssynir fóru yfir vikuna í hnotskurn í morgunþættinum Ísland vaknar. Páll Bergþórsson, afi þeirra, kom þar nokkuð við sögu eftir að hafa farið í fallhlífarstökk 95 ára. Meira »

23% notuðu kannabis í rafrettur

08:47 Alls höfðu 23% þeirra sem tóku þátt í könnun SÁÁ á Vogi notað kannabisefni í rafrettur. Könnunin var gerð í lok júlí en mánuði fyrr var þetta hlutfall 13%. Meira »

Þrengt að umferð á Hellisheiði

08:16 Malbikaðar verða báðar akreinar til vesturs á Suðurlandsvegi, um 1 km á milli Litlu kaffistofunnar og vegamóta við Bolöldur, í dag. Ölfusárbrú við Selfoss er lokuð til hádegis. Meira »

Ölfusárbrú opnuð á hádegi

07:57 Brúin yfir Ölfusá verður opnuð fyrir umferð á hádegi í dag, þremur dögum á undan áætlun, að sögn Arons Bjarnasonar, deildarstjóra hjá Vegagerðinni. Meira »

Fleiri hyggja á ferðalög en í fyrra

07:37 Rúm 42% þátttakenda í könnun MMR um ferðavenjur Íslendinga í sumarfríinu kváðust ætla að ferðast bæði innan- og utanlands.   Meira »

Lilja Rannveig gefur kost á sér hjá SUF

07:03 Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir hefur tilkynnt um að hún gefi kost á sér til embættis formanns Sambands ungra framsóknarmanna á komandi sambandsþingi sem fram fer daganna 31. ágúst til 1. september. Meira »

Landið er á milli tveggja lægða

06:50 Landið er milli tveggja lægða, annarrar hægfara norðaustur af Langanesi, en hinnar suðvestur í hafi á fleygiferð til austurs og veldur því að fer að rigna syðra í dag, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands í morgun. Meira »

Samkeppnin er að harðna

05:30 Útlit er fyrir að um 335 þúsundum færri farþegar muni fara um Keflavíkurflugvöll í ár en Isavia áætlaði í nóvember síðastliðnum. Það samsvarar rúmlega 900 farþegum á dag. Meira »

Enginn fyllir skarð lundans Tóta

05:30 Merlin Entertainment mun á næsta ári taka við rekstri Sæheima, fiska- og náttúrugripasafns Vestmannaeyja.   Meira »

Áhugi á heimilislækningum

05:30 Ásókn í sérnám í heimilislækningum hefur aukist í kjölfar aðgerða sem farið var í árið 2011. Nú eru 47 læknar í náminu sem fram fer í Reykjavík og á Akureyri. Meira »

Kortleggja Íslendingahópa á Facebook

05:30 Íslendingar sem búsettir eru utan landsins hafa stofnað með sér hundruð Facebook-hópa til þess að halda tengslum við samlanda sína og hjálpa þeim að setjast að á nýjum stað. Meira »
SÆT ÍBÚÐ T. LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Til leigu vel búnin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvalla...
Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...
Ukulele
...