Krefst svara frá forsætisnefnd vegna aðkomu Kjærsgaard

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, ætlar að kalla eftir svörum ...
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, ætlar að kalla eftir svörum frá forsætisnefnd Alþingis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, gagnrýnir harðlega ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, þess efnis að bjóða Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, til hátíðarfundar á Þingvöllum. Þá gagnrýnir hann einnig að ekki hafi verið upplýst um aðkomu Kjærsgaard fyrr en í gær þrátt fyrir að henni hafi verið boðið til landsins í apríl. Hann ætlar að kalla eftir skýrum svörum frá forsætisnefnd Alþingis vegna málsins. 

Áttaði sig ekki á því hver hún væri

Jón Þór var á fundi forsætisnefndar Alþingis í gær þar sem tilkynnt var um komu Kjærsgaard en gerði ekki athugasemd frekar en aðrir. Hann segist ekki hafa áttað sig á því hver hún væri. Þá gagnrýnir hann að forsætisnefnd hafi ekki verið upplýst um málið fyrr en degi fyrir hátíðarfundinn og að þá hafi Kjærsgaard verið komin til landsins.

„Ég hafði svo sem ekki hugmynd hver þessi kona var og gat ekki gert mér hugarlund að forseti Alþingis myndi bjóða manneskju sem er með svona sundrandi stjórnmál á hátíðarfund. Ég hafði ekki hugarflug í að láta mér detta slíkt í hug,“ segir Jón Þór í samtali við mbl.is.

Hann segist þó hafa gert athugasemdir við lögmæti þess að erlendur fulltrúi ávarpi Alþingi enda segi lög um þingsköp að einungis ráðherrar og þingmenn megi ávarpa Alþingi.

Hefur legið í loftinu lengi

Steingrímur segir sjálfur að koma Kjærsgaard hafi legið fyrir lengi og að ákvörðun Pírata að sniðganga hátíðarhöldin í dag hafi komið honum í opna skjöldu. 

Jón Þór kannast ekki við að hafa heyrt af komu Kjærsgaard fyrr en í gær og leitaði því í fundargerðum forsætisnefndar en fann ekkert um aðkomu forseta danska þingsins.

„Ég finn þetta ekki í neinum fundargerðum. Hvorki þeim sem ég hef fengið sent frá Alþingi né þeim sem ég safna saman og skanna inn. Ég er líka með mína eigin fundargerð sem ég skrifa á fundum og þetta er hvergi til staðar nema í gær,“ segir Jón Þór.

Steingrímur sagði í samtali við mbl.is að ekki væri víst að aðkoma Kjærgaard hafi verið bókuð í fundargerð en telur það hafa komið fram í gögnum fyrir undirbúninginn að fundinum og segir það einnig hafa komið fram á vef Alþingis.

Svo mikið er víst að það hefur verið gert,“ segir Steingrímur.

Jón Þór segir það mögulegt að aðkoma Kjærgaard hafi komið fram í undirbúningsgögnum en telur þá að hann hefði átt að fá þau gögn afhent.

Steingrímur átti að vita betur

Varðandi þá útskýringu Steingríms að Kjærgaard hafi ekki verið boðin hingað til lands vegna stjórnmálaskoðana sinna heldur í krafti embættis forseta danska þingsins segir Jón Þór það vissulega málefnalegan punkt og að Píratar hafi velt því fyrir sér.

„Það er alveg málefnalegur punktur og við hugsuðum um það þegar við heyrðum þá framsetningu. Málið er bara að þetta er hátíðarfundur Íslands. Mér finnst alveg ótækt að vera að bjóða manneskju, fyrsta erlenda kjörna fulltrúanum til að ávarpa Alþingi Íslendinga, á svona stundu sem stundar svona sundrandi pólitík. Það hefði alveg verið hægt að sleppa því,“ segir Jón Þór.

„Það hefði bara gert þessi hátíðarhöld veglegri ef við hefðum ekki verið með svona manneskju með þessa pólitík eins og við höfum séð. Auðvitað mótmælir fólk þessu. Það hefði Steingrímur átt að vita,“ bætir hann við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Eiríkur hættur keppni

05:36 Eiríkur Ingi Jóhannsson er hættur keppni í einstaklingsflokki í WOW Cyclot­hon-keppninni, samkvæmt færslu á Facebook-síðu hans. Meira »

Samþykktu deiliskipulag Stekkjarbakka

05:30 „Elliðaárdalurinn er eins og Central Park í New York nema Elliðadalurinn er miklu merkilegri,“ segir Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en hann og aðrir fulltrúar í minnihluta greiddu atkvæði gegn nýju deiliskipulagi fyrir nýtt þróunarsvæði á Stekkjabakka í skipulags- og samgönguráði í gær. Meira »

Rúmur þriðjungur seldur

05:30 Fjárfestar hafa endurmetið söluáætlanir nýrra íbúða í miðborginni og gera jafnvel ráð fyrir hverfandi hagnaði vegna dræmrar sölu. Einn fjárfestir áætlaði að salan tæki 12 mánuði en miðar nú við 18 mánuði. Annar gerir nú ráð fyrir að 12 mánuðir bætist við sölutímann. Meira »

Ragna rýfur karlavígi til 426 ára

05:30 Mikil tímamót verða á Alþingi 1. september nk. þegar Helgi Bernódusson lætur af starfi skrifstofustjóra Alþingis og við þessu starfi æðsta embættismanns þingsins tekur Ragna Árnadóttir, fyrst kvenna. Meira »

Þurfa að sækja um framlengingu

05:30 Lög um framlengda heimild til ráðstöfunar á séreignarsparnaði í tvö ár eða til 30. júní 2021 voru samþykkt á Alþingi 7. júní sl. Í Morgunblaðinu í maí sagði Ingvar Rögnvaldsson vararíkisskattstjóri að eðlilegt væri að með einhverju móti yrði leitað eftir afstöðu þeirra sem voru inni í kerfinu, hvort þeir vilji halda áfram að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán eftir 30. júní. Meira »

Verðmæti flugvallarsvæðis

05:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir undirritun viljayfirlýsingar stjórnvalda og einkahlutafélagsins Kadeco, þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ehf. um skipulags á svæðinu í kringum Keflavíkurflugvöll vera mikil tímamót. Meira »

Sea Shepherd í Reykjavíkurhöfn

05:30 Liðsmenn Sea Shepherd, samtaka aðgerðasinna sem m.a. berjast fyrir verndun hvala, eru komnir hingað til lands. Skip þeirra, MV Brigitte Bardot, lagðist að bryggju í Reykjavíkurhöfn í fyrradag, skammt frá hvalveiðiskipum Hvals hf. Meira »

Bíða kátir eftir flugheimild á Ísafirði

05:30 Keppendur í Greenland Air Trophy 2019, sem flugu frá Reykjavík, lentu á Ísafirði um þrjú leytið í gær.   Meira »

Skúli bættist óvænt í hópinn

Í gær, 23:29 Ekta íslenskt sumarveður herjar á keppendur í A- og B-flokkum hjólreiðakeppninnar WOW Cyclothon.  Meira »

„Bara hjóla hratt og stoppa ekki“

Í gær, 22:33 „Hann var með nóg að drekka og nóg að borða með sér á hjólinu og var búinn að ákveða að reyna að hjóla eins lengi án þess að stoppa og hann gæti. Ég spurði hann áðan þegar við vorum komin á Egilsstaði, að gamni, hver væri nú lykillinn að því að ná að hjóla til Egilsstaða undir 24 tímum.“ Meira »

Norðmaður vann 220 milljónir

Í gær, 22:07 Heppinn Norðmaður vann rúmar 220 milljónir króna í Víkingalottóinu í kvöld eftir að hafa hlotið annan vinning.  Meira »

Ný ábendingalína aðlöguð börnum

Í gær, 21:51 Ný og endurbætt tilkynningarsíða Ábendingalínunnar var opnuð á vef Barnaheilla í dag, en hún er sniðin að þörfum ólíkra aldurshópa með það að markmiði að auðvelda börnum að senda inn tilkynningu um óæskilega hegðun á netinu. Meira »

Hittust eftir hálfa öld

Í gær, 21:50 Frumbyggjar og börn þeirra á Holtinu í Kópavogi gerðu sér glaðan dag saman síðastliðinn sunnudag, en mörg þeirra höfðu ekki hist í yfir hálfa öld. Meira »

„Nei Ásmundur“

Í gær, 21:24 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir engan skulda Ásmundi Friðrikssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, afsökunarbeiðni. Meira »

Breiðamerkurjökull hopað mikið á 74 árum

Í gær, 21:12 Ragnar Heiðar Þrastarson, einn af fagstjórum Veðurstofu Íslands, rakst á dögunum á loftmynd sem bandaríski sjóherinn tók af Jökulsárlóni 30. ágúst 1945 fyrir kortadeild Bandaríkjahers. Meira »

Góð stemning við rásmarkið

Í gær, 20:53 Allir keppendur WOW Cyclothon, sem telja hátt á sjötta hundrað, eru nú lagðir af stað hringinn í kringum landið, en tíu manna liðin lögðu af stað frá Egilshöll klukkan 19 í kvöld. Líkt og sjá má á ljósmyndum ljósmyndara mbl.is var mikill hugur í fólki og góð stemning við rásmarkið. Meira »

„Tek ekki þátt í einhverju gerviferli“

Í gær, 20:37 „Ég þarf engar sættir við þessa konu því ég vinn ekki með henni og hef ekki samskipti við hana dagsdaglega,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, um skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjóra, sem lagði fram 100 blaðsíðna kvörtun yfir hegðun Vigdísar til áreitni- og eineltisteymis borgarinnar. Meira »

Svara kalli eftir auknum skýrleika

Í gær, 20:15 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir nýja stjórnendastefnu ríkisins vera svar við miklu ákalli eftir slíkri stefnu á síðustu árum. Stefn­unni er ætlað að vera liður í því að efla stjórn­un hjá rík­inu og vinna að betri þjón­ustu við sam­fé­lagið sem miðar að því að bæta lífs­kjör í land­inu. Meira »

Sundurgrafin jörð við brautina

Í gær, 20:13 Sumarið er tími framkvæmda og undanfarið hefur mikið rask verið á jarðvegi við Reykjanesbrautina við Elliðaárdal. Veitur hafa þar unnið að endurnýjun lagna fyrir heitt og kalt vatn auk frárennslislagna. Míla og Gagnaveita Reykjavíkur hafa einnig verið í endurnýjun á svæðinu. Meira »
Íbúð óskast til leigu
Íbúð óskast til leigu Óska eftir lítilli 2 herbergja eða rúmgóðri stúdíóíbúð á R...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
Piaggo Vespa LX125
Piaggio Vespa LX125 Himinblá, hjálmabox Árg. 2008 Ekin 12.600 km kr: 190.0...