Krefst svara frá forsætisnefnd vegna aðkomu Kjærsgaard

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, ætlar að kalla eftir svörum ...
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, ætlar að kalla eftir svörum frá forsætisnefnd Alþingis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, gagnrýnir harðlega ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, þess efnis að bjóða Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, til hátíðarfundar á Þingvöllum. Þá gagnrýnir hann einnig að ekki hafi verið upplýst um aðkomu Kjærsgaard fyrr en í gær þrátt fyrir að henni hafi verið boðið til landsins í apríl. Hann ætlar að kalla eftir skýrum svörum frá forsætisnefnd Alþingis vegna málsins. 

Áttaði sig ekki á því hver hún væri

Jón Þór var á fundi forsætisnefndar Alþingis í gær þar sem tilkynnt var um komu Kjærsgaard en gerði ekki athugasemd frekar en aðrir. Hann segist ekki hafa áttað sig á því hver hún væri. Þá gagnrýnir hann að forsætisnefnd hafi ekki verið upplýst um málið fyrr en degi fyrir hátíðarfundinn og að þá hafi Kjærsgaard verið komin til landsins.

„Ég hafði svo sem ekki hugmynd hver þessi kona var og gat ekki gert mér hugarlund að forseti Alþingis myndi bjóða manneskju sem er með svona sundrandi stjórnmál á hátíðarfund. Ég hafði ekki hugarflug í að láta mér detta slíkt í hug,“ segir Jón Þór í samtali við mbl.is.

Hann segist þó hafa gert athugasemdir við lögmæti þess að erlendur fulltrúi ávarpi Alþingi enda segi lög um þingsköp að einungis ráðherrar og þingmenn megi ávarpa Alþingi.

Hefur legið í loftinu lengi

Steingrímur segir sjálfur að koma Kjærsgaard hafi legið fyrir lengi og að ákvörðun Pírata að sniðganga hátíðarhöldin í dag hafi komið honum í opna skjöldu. 

Jón Þór kannast ekki við að hafa heyrt af komu Kjærsgaard fyrr en í gær og leitaði því í fundargerðum forsætisnefndar en fann ekkert um aðkomu forseta danska þingsins.

„Ég finn þetta ekki í neinum fundargerðum. Hvorki þeim sem ég hef fengið sent frá Alþingi né þeim sem ég safna saman og skanna inn. Ég er líka með mína eigin fundargerð sem ég skrifa á fundum og þetta er hvergi til staðar nema í gær,“ segir Jón Þór.

Steingrímur sagði í samtali við mbl.is að ekki væri víst að aðkoma Kjærgaard hafi verið bókuð í fundargerð en telur það hafa komið fram í gögnum fyrir undirbúninginn að fundinum og segir það einnig hafa komið fram á vef Alþingis.

Svo mikið er víst að það hefur verið gert,“ segir Steingrímur.

Jón Þór segir það mögulegt að aðkoma Kjærgaard hafi komið fram í undirbúningsgögnum en telur þá að hann hefði átt að fá þau gögn afhent.

Steingrímur átti að vita betur

Varðandi þá útskýringu Steingríms að Kjærgaard hafi ekki verið boðin hingað til lands vegna stjórnmálaskoðana sinna heldur í krafti embættis forseta danska þingsins segir Jón Þór það vissulega málefnalegan punkt og að Píratar hafi velt því fyrir sér.

„Það er alveg málefnalegur punktur og við hugsuðum um það þegar við heyrðum þá framsetningu. Málið er bara að þetta er hátíðarfundur Íslands. Mér finnst alveg ótækt að vera að bjóða manneskju, fyrsta erlenda kjörna fulltrúanum til að ávarpa Alþingi Íslendinga, á svona stundu sem stundar svona sundrandi pólitík. Það hefði alveg verið hægt að sleppa því,“ segir Jón Þór.

„Það hefði bara gert þessi hátíðarhöld veglegri ef við hefðum ekki verið með svona manneskju með þessa pólitík eins og við höfum séð. Auðvitað mótmælir fólk þessu. Það hefði Steingrímur átt að vita,“ bætir hann við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Brot á lögum og beinlínis hættulegt

15:30 Lögreglan á Vestfjörðum vinnur nú úr gögnum og sýnum í máli skipsstjóra á fiskibát sem handtekinn var á Suðureyri seint á föstudagskvöld, vegna gruns um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna og brota á lögskráningu sjómanna. Meira »

Áfram í farbanni eftir slagsmál

15:27 Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað að tveir menn skuli sæta farbanni til 1. febrúar að kröfu lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Menn­irn­ir eru starfs­menn PCC á Bakka við Húsa­vík og eru grunaðir um lík­ams­árás hvor gegn öðrum í vist­ar­ver­um PCC. Meira »

Bára mætt í héraðsdóm

14:48 Bára Halldórsdóttir, sem hljóðritaði samtal sex þingmanna á kránni Klaustri í nóvember, er mætt í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem til stendur að taka skýrslu af henni að beiðni lögmanns fjögurra þingmannanna. Hefst þinghaldið klukkan korter yfir þrjú. Meira »

Flugmiðaverðið hækkaði um 27%

14:40 Verð á flugmiða til fjögurra algengra áfangastaða WOW air og Icelandair hækkaði um 27% að meðaltali á tímabilinu 5. nóvember - 14. desember. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Neytendasamtökunum. Meira »

Sofa á vinnustaðnum og öryggi ábótavant

14:31 Vinnueftirlitið hefur lokað byggingarvinnustað við Vesturberg 195 í Breiðholti, þar sem fyrirtækið Fylkir ehf. er í framkvæmdum. Vinna hefur verið bönnuð á öllu vinnusvæðinu þar sem lífi og heilbrigði starfsmanna er talin hætta búin vegna slæms aðbúnaðar. Meira »

Þurftu að finna einhverjar lausnir

14:20 „Við höfðum svolitlar áhyggjur af þessu, létum prófa þetta og það gekk vel,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó. Breytingar verða á leiðakerfi Strætó í byrjun næsta árs en tvær leiðir munu keyra þröngar götur miðbæjarins vegna lokunar gömlu Hringbrautar. Meira »

Óásættanleg innilokun í Árneshreppi

13:37 Stór innviðaverkefni í Árneshreppi þola enga bið. Verði ekkert að gert gæti byggðin lagst af og þar með væru „varanlega glötuð mikil verðmæti sem felast í menningu og mannlífi í þessu sérstæða og afar fallega byggðarlagi“. Meira »

Bíða skýrslu tæknideildar lögreglu

13:22 Rannsókn á upptökum eldsvoðans sem kom upp í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í nóvember stendur enn yfir á meðan beðið er eftir skýrslu tæknideildar lögreglunnar. Ekki er víst að hún muni skila óyggjandi niðurstöðum um orsakir eldsins segir aðstoðaryfirlögregluþjónn. Meira »

153% aukning í netverslun raftækja

13:21 Í nóvembermánuði síðastliðnum jókst innlend kortavelta Íslendinga í netverslun um 15% frá sama mánuði í fyrra en velta innlendra greiðslukorta Íslendinga í verslun jókst um 5% á sama tímabili, samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Meira »

Ráðinn hönnunarstjóri hjá Brandenburg

12:55 Dóri Andrésson hefur verið ráðinn sem hönnunarstjóri hjá auglýsingastofunni Brandenburg.  Meira »

Aðgangur að dvalar- og hjúkrunarrýmum verður óháður aldri

12:52 Alþingi hefur samþykkt frumvarp heilbrigðisráðherra til breytinga á lögum sem lagt var fram í því skyni að jafna aðgang þeirra sem þurfa á dvalarrými eða dagdvöl að halda, þannig að ekki sé lengur horft til aldurs heldur byggt á mati á þörf fólks fyrir þessi úrræði. Lögin öðlast þegar gildi. Meira »

Loka gömlu Hringbraut í sex ár

11:47 Á fundi stjórnar Strætó bs. 7. desember var samþykkt að breyta gjaldskrá Strætó í takt við almenna verðlagsþróun. Gjaldskrá Strætó verður hækkuð að meðaltali um 3,9%. Í janúar 2019 mun hluti gömlu Hringbrautar loka í sex ár vegna framkvæmda á nýjum Landspítala. Lokunin mun hafa nokkur áhrif á leiðakerfi Strætó. Meira »

Svefninn bíður fram að jólum

11:46 „Þetta hefur gengið frábærlega,“ segir Ágúst Guðmundsson, einn slökkviliðsmannanna sjö sem eru búnir að róa stanslaust frá því á föstudag fyrir Frú Ragnheiði. Róðrinum lýkur á föstudag svo það er nóg eftir. Meira »

Auglýst eftir ráðuneytisstjóra

11:42 Auglýst hefur verið laust til umsóknar embætti ráðuneytisstjóra í nýju heilbrigðisráðuneyti sem tekur til starfa 1. janúar 2019. Ráðuneytið verður til við skiptingu velferðarráðuneytisins í heilbrigðisráðuneyti og félagsmálaráðuneyti. Meira »

Dæmdur til að greiða 238 milljónir

11:24 Ágúst Alfreð Snæbjörnsson hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi og til greiðslu tæplega 238 milljóna í sekt til ríkisins fyrir skattabrot á árunum 2012-13 í tengslum við rekstur tveggja félaga. Þá er hann dæmdur vegna skilasvika í tengslum við uppgjör vegna byggingar tveggja skóla í Reykjavík. Meira »

Bára ánægð með samhuginn

10:14 Mér finnst voðalega „næs“ að fólk skuli ætla að segja við mig að því finnist þetta jafn tilgangslaust og mér. Mér finnst voðalega góður þessi samhugur sem ég fæ frá öllum og það er eiginlega það magnaðasta í þessu öllu saman,“ segir Bára Halldórsdóttir um samstöðufundinn sem verður fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Meira »

Ákærðir fyrir 15 milljóna skattabrot

10:05 Embætti héraðssaksóknara hefur ákært tvo karlmenn fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum með því að hafa á árunum 2015 og 2016 ekki staðið skil á staðgreiðslu einkahlutafélags sem þeir stýrðu, en heildarupphæðin nemur um 15,5 milljónum króna. Meira »

Tvisvar ákært fyrir að hrækja á lögreglu

09:59 Í síðustu viku voru þrjú mál þingfest þar sem ákært er fyrir brot gegn valdstjórninni, það er fyrir brot gegn lögreglumönnum við störf sín. Í tveimur þessara mála er ákærði sakaður um að hafa hrækt að lögreglumönnum. Meira »

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku

09:48 Embætti héraðssaksóknara hefur ákært karlmann fyrir kynferðis- og barnaverndarlagabrot gagnvart stúlku sem nú er 17 ára, en meint brot áttu sér stað þegar stúlkan á aldrinum 13 til 15 ára gömul. Meira »
Bækur til sölu
Bækur til sölu Adventures of Huckleberry Finn 1884, 1. útg., Fornmannasögur 1-12...
VILTU VITA HVAÐ ER FRAMUNDAN ?
Spái í bolla og tarot- þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Timap. s. ...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: ...
KERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...