Mótmæli lituðu hátíðarfundinn

Tvær konur stóðu varðstöðu með stóra hvíta fána. Önnur þeirra ...
Tvær konur stóðu varðstöðu með stóra hvíta fána. Önnur þeirra sagði gjörninginn vera samstöðu með fórnarlömbum herskárrar þjóðernishyggju. mbl.is/​Hari

Mótmæli bæði áhorfenda og þingmanna settu svip sinn á hátíðarfund Alþingis, sem fram fór undir Lögbergi á Þingvöllum í dag. Tilefni fundarins var að í dag eru 100 ár liðin frá undirritun sambandssamnings um fullveldi Íslands, sem tók svo gildi 1. desember 1918.

Mæting almennings á fundinn var mun dræmari en búist hafði verið við, en lögregla og Vegagerðin höfðu gert sérstakar ráðstafanir til þess að stýra umferð inn í þjóðgarðinn. Jafnvel var búist við nokkrum þúsundum gesta, en almennir gestir sem mættu voru samkvæmt ágiskun blaðamanns á milli 350 og 400 talsins og hluti þeirra erlendir ferðamenn.

Mætingin á hátíðarfund Alþingis var mun dræmari en búist hafði ...
Mætingin á hátíðarfund Alþingis var mun dræmari en búist hafði verið við. mbl.is/​Hari

Einnig hafði verið búist við 63 þingmönnum, en einungis 57 mættu, þar sem þingflokkur Pírata ákvað í heild sinni að sniðganga hátíðarfundinn til að mótmæla því að Pia Kjærsgaard, forseti danska þjóðþingsins, fengi að halda þar ávarp.

Ríkisútvarpið sýndi beint frá fundinum og var útsendingin vegleg, fjöldi myndavéla á svæðinu og flygildi sömuleiðis notað til að skila fundinum í sjónvarpstæki landsmanna.

Þingmennirnir 57 sem mættu til hátíðarfundarins á Þingvöllum í dag.
Þingmennirnir 57 sem mættu til hátíðarfundarins á Þingvöllum í dag. mbl.is/​Hari

Þingmenn og boðsgestir fundarins komu í lögreglufylgd frá Reykjavík á fimm rútum og var hópnum smalað út við þjónustumiðstöðina ofan Almannagjár. Boðsgestum var svo fylgt í hópum ofan í Almannagjá og að Lögbergi, þar sem þingfundur var haldinn á sérútbúnum yfirbyggðum palli.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, veifar til fundargesta.
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, veifar til fundargesta. mbl.is/​Hari

Sírenuvæl og frammíköll í upphafi fundar

Mótmælendur mættu boðsgestum við Lögberg. Þar var maður sem bar skilti með áletruninni „Steingrímur skammastu þín“ og tvær konur stóðu varðstöðu með stóra hvíta fána. Aðspurð sagði önnur þeirra blaðamanni að þær væru með gjörningnum að standa með fórnarlömbum herskárrar þjóðernishyggju.

Er Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hafði lýst þingfund settan og var byrjaður að flytja ávarp sitt, heyrðist skyndilega sírenuvæl frá áhorfendasvæðinu. Þetta sírenuvæl kom úr gjallarhorni mótmælanda sem var staddur uppi á klettunum ofan Almannagjár. Það tók lögreglu nokkuð langan tíma að ná til mannsins og náði hann að trufla ávörp Steingríms J. Sigfússonar, Katrínar Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssonar með sírenuvæli og frammíköllum.

Þessi maður lét sírenuvæl glymja úr gjallarhorni sínu úr klettinum ...
Þessi maður lét sírenuvæl glymja úr gjallarhorni sínu úr klettinum ofan við Almannagjá. Nokkurn tíma tók fyrir lögreglu að komast að honum. mbl.is/​Hari

Lítið heyrðist hvað maðurinn sagði í gjallarhorn sitt, en þó mátti greina að hann talaði um kjaradeilu ljósmæðra og að Alþingismenn ættu að skammast sín.

Eftir það má segja að fundurinn hafi gengið samkvæmt dagskránni, fyrir utan hvað Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingar, gekk af þingpallinum er Kjærsgaard steig í pontu.

Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid ásamt Piu Kjærsgaard, ...
Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid ásamt Piu Kjærsgaard, forseta danska þjóðþingsins. mbl.is/​Hari

Er Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hafði flutt ávarp sitt og frestað fundum Alþingis, hélt öll hersingin, þingmenn og boðsgestir, aftur upp Almannagjá, sem lokuð var almenningi í dag. Að lokum var blásið til léttrar veislu. 

mbl.is

Innlent »

Rúmin jafnmörg og fyrir 42 árum

18:40 Alls eru 138 sjúkrarúm á vegum Landspítalans og SÁÁ fyrir fólk á aldrinum 15-64 ára sem glímir við áfengis- og vímuefnasjúkdóminn. Rúmin eru jafnmörg og þau voru fyrir 42 árum en landsmenn á þessum aldri eru 100 þúsund fleiri í dag en árið 1976. Meira »

Skullu saman við Seljalandsfoss

14:53 Umferðarslys varð við afleggjarann að Seljalandsfossi þegar fólksbíll og jeppi skullu saman upp úr hádegi í dag. Að sögn Sveins K. Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi, var um minni háttar árakstur að ræða og bar enginn skaða af. Meira »

Boltinn hjá íbúum og verktökum

14:38 „Ég er ánægðastur með hvað kjörsókn var góð og að íbúarnir hafi tekið þessari áskorun um íbúalýðræði með því að mæta á kjörstað,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar. Nýtt aðalskipulag vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í miðbæ Selfoss var samþykkt með öruggum meirihluta í gær. Meira »

Sviplausasta útivertíð í áratugi

13:57 Vegna mikillar rigningartíðar á höfuðborgarsvæðinu í maí, júní og júlí hefur sala á útimálningu verið minni en oft áður. „Þetta hefur algjörlega verið sviplausasta útivertíðin sem hefur komið hjá okkur í einhverja áratugi,“ segir Vigfús Gíslason, framkvæmdastjóri Flügger. Meira »

Helmingi fleiri útköll slökkviliðs

12:47 Allt tiltækt slökkvilið var kallað út á sjötta tímanum í morgun vegna hugsanlegs elds í lýsisverksmiðjunni á Granda. Við komu slökkviliðs var ljóst að ekki var um eld að ræða. Meira »

Í haldi eftir stunguárás

12:40 Karlmaður er í haldi lögreglu vegna stunguárásar í austurborginni á fimmta tímanum í morgun. Maðurinn sem fyrir árásinni varð var fluttur á spítala eftir að hafa verið stunginn ítrekað í neðri hluta líkamans. Hann er ekki talinn vera í lífshættu. Meira »

Segir mótmæli gegn eftirliti tvískinnung

10:29 „Mér finnst ákveðinn tvískinnungur og skjóta skökku við að fulltrúi SA hafi miklar áhyggjur af þessu,“ segir Halldór Oddsson, lögmaður hjá ASÍ, um mótmæli Samtaka atvinnulífsins gegn eftirlitsmyndavélum um borð í fiskiskipum. Eftirlitsmenning hafi þegar átt sér stað í skjóli SA. Meira »

Lægðir á leiðinni með úrkomu

09:40 Hæðarhryggurinn sem færði okkur sólríkt veður á stórum hluta landsins í gær er nú á leið til austurs og verður brátt úr sögunni. Við tekur lægðagangur sem er með allra slappasta móti því vindur nær sér engan veginn á strik í dag eða næstu daga. Meira »

Vilja sökkva hvalveiðiskipunum

08:17 Stofnandi samtakanna Sea Shepherd, Paul Watson, segir að þau myndu gjarnan vilja sökkva þeim tveimur hvalveiðiskipum Hvals hf. sem gerð eru út frá Íslandi til veiða á langreyði, líkt og samtökin hafi gert árið 1986 í tilfelli hinna tveggja skipa fyrirtækisins. Það sé hins vegar ekki skynsamlegt. Meira »

Á annað hundrað mál til kasta lögreglu

07:33 Alls komu upp að minnsta kosti 130 mál hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 19 í gærkvöldi. Þar á meðal voru líkamsárás, slagsmál meðal ungmenna, unglingadrykkja, heimilisofbeldi og akstur undir áhrifum, auk þess sem ekið var á gangandi vegfaranda. Meira »

Strætó tæmir miðborgina

00:03 Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, sagði við blaðamann rétt fyrir miðnætti í kvöld að eftir því sem hann best vissi gengi tæmingaráætlun miðbæjarins vel fyrir sig. Glæsileg flugeldasýning Menningarnætur er afstaðin, en eftir hana þurfa tugir þúsunda að koma sér heim. Meira »

Öruggur meirihluti fyrir nýju skipulagi

Í gær, 22:25 Öruggur meirihluti er fyrir nýju deili- og aðalskipulagi á Selfossi. Lokatölur liggja fyrir úr íbúakosningu meðal íbúa Árborgar vegna nýs miðbæjar á Selfossi en 58,5 prósent sögðust fylgjandi breyttu aðalskipulagi og 55,9 prósent fylgjandi nýju deiliskipulagi. Meira »

Annasamur dagur hjá Strætó

Í gær, 22:02 Vel hefur gengið hjá Strætó í dag þrátt fyrir miklar annir. Eitthvað var um tafir í byrjun dags vegna götulokana en að öðru leyti hefur dagurinn gengið vel og vagnarnir verið þétt setnir að sögn Guðmundar Heiðars Helgasonar, upplýsingafulltrúa Strætó. Meira »

Menningarnótt í blíðskaparveðri

Í gær, 21:35 Miðborg Reykjavíkur hefur verið troðfull af fólki í allan dag, sem hefur notið einmuna veðurblíðu og ýmissa viðburða á Menningarnótt. Ljósmyndarar mbl.is hafa verið á flakki um borgina og litið við á ýmsum stöðum. Meira »

„Hef bara gaman af lífinu“

Í gær, 21:30 Gerður Steinþórsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi og ævintýramanneskja með meiru, lauk nýlega við allar Landvættaþrautirnar svokölluðu. Að hennar sögn gekk undirbúningur fyrir keppnina vel og var hún sátt við árangurinn. Meira »

Gáfu tvö tonn af ís

Í gær, 21:05 Sjaldan eða aldrei hafa eins margir verið í Hveragerði og í dag þegar bæjarhátíðin Blómstrandi dagar fóru þar fram að sögn bæjarstjórans, Aldísar Hafsteinsdóttur. „Þetta hefur verið alveg stórkostlegt. Veðrið lék við mannskapinn, það er yndislegt þegar verið er að skipuleggja svona viðburð að vera svona lánsöm með veðrið,“ segir Aldís. Meira »

Mikill meirihluti með breytingum

Í gær, 19:50 Miklu fleiri íbúar Árborgar segjast fylgjandi breyttu deili- og aðalskipulagi vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í miðbæ Selfoss. Þegar 2.366 atkvæði hafa verið talin segjast 58 prósent vera samþykk breyttu aðalskipulagi og 55 prósent fylgjandi breyttu deiliskipulagi. Meira »

Gróandi sveit

Í gær, 19:45 Hrunamannahreppur í uppsveitum Árnessýslu er gósenland. Þetta er víðfeðm sveit sem liggur milli Hvítár í vestri og Stóru-Laxár í suðri og austri. Til norðurs eru landamærin nærri Kerlingarfjöllum. Í byggð og á láglendi er sveitin vel gróin; byggðin er við hálendisbrúnina og á góðum sumardögum kemur hnjúkaþeyr svo hitinn getur stigið hátt. Meira »

Reykjavíkurmaraþonið í myndum

í gær Það var mikið líf og fjör í miðborginni í morgun, er Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram. Ljósmyndari mbl.is var á staðnum og fangaði stemninguna við endamarkið í Lækjargötu. Meira »