Mótmæli lituðu hátíðarfundinn

Tvær konur stóðu varðstöðu með stóra hvíta fána. Önnur þeirra ...
Tvær konur stóðu varðstöðu með stóra hvíta fána. Önnur þeirra sagði gjörninginn vera samstöðu með fórnarlömbum herskárrar þjóðernishyggju. mbl.is/​Hari

Mótmæli bæði áhorfenda og þingmanna settu svip sinn á hátíðarfund Alþingis, sem fram fór undir Lögbergi á Þingvöllum í dag. Tilefni fundarins var að í dag eru 100 ár liðin frá undirritun sambandssamnings um fullveldi Íslands, sem tók svo gildi 1. desember 1918.

Mæting almennings á fundinn var mun dræmari en búist hafði verið við, en lögregla og Vegagerðin höfðu gert sérstakar ráðstafanir til þess að stýra umferð inn í þjóðgarðinn. Jafnvel var búist við nokkrum þúsundum gesta, en almennir gestir sem mættu voru samkvæmt ágiskun blaðamanns á milli 350 og 400 talsins og hluti þeirra erlendir ferðamenn.

Mætingin á hátíðarfund Alþingis var mun dræmari en búist hafði ...
Mætingin á hátíðarfund Alþingis var mun dræmari en búist hafði verið við. mbl.is/​Hari

Einnig hafði verið búist við 63 þingmönnum, en einungis 57 mættu, þar sem þingflokkur Pírata ákvað í heild sinni að sniðganga hátíðarfundinn til að mótmæla því að Pia Kjærsgaard, forseti danska þjóðþingsins, fengi að halda þar ávarp.

Ríkisútvarpið sýndi beint frá fundinum og var útsendingin vegleg, fjöldi myndavéla á svæðinu og flygildi sömuleiðis notað til að skila fundinum í sjónvarpstæki landsmanna.

Þingmennirnir 57 sem mættu til hátíðarfundarins á Þingvöllum í dag.
Þingmennirnir 57 sem mættu til hátíðarfundarins á Þingvöllum í dag. mbl.is/​Hari

Þingmenn og boðsgestir fundarins komu í lögreglufylgd frá Reykjavík á fimm rútum og var hópnum smalað út við þjónustumiðstöðina ofan Almannagjár. Boðsgestum var svo fylgt í hópum ofan í Almannagjá og að Lögbergi, þar sem þingfundur var haldinn á sérútbúnum yfirbyggðum palli.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, veifar til fundargesta.
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, veifar til fundargesta. mbl.is/​Hari

Sírenuvæl og frammíköll í upphafi fundar

Mótmælendur mættu boðsgestum við Lögberg. Þar var maður sem bar skilti með áletruninni „Steingrímur skammastu þín“ og tvær konur stóðu varðstöðu með stóra hvíta fána. Aðspurð sagði önnur þeirra blaðamanni að þær væru með gjörningnum að standa með fórnarlömbum herskárrar þjóðernishyggju.

Er Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hafði lýst þingfund settan og var byrjaður að flytja ávarp sitt, heyrðist skyndilega sírenuvæl frá áhorfendasvæðinu. Þetta sírenuvæl kom úr gjallarhorni mótmælanda sem var staddur uppi á klettunum ofan Almannagjár. Það tók lögreglu nokkuð langan tíma að ná til mannsins og náði hann að trufla ávörp Steingríms J. Sigfússonar, Katrínar Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssonar með sírenuvæli og frammíköllum.

Þessi maður lét sírenuvæl glymja úr gjallarhorni sínu úr klettinum ...
Þessi maður lét sírenuvæl glymja úr gjallarhorni sínu úr klettinum ofan við Almannagjá. Nokkurn tíma tók fyrir lögreglu að komast að honum. mbl.is/​Hari

Lítið heyrðist hvað maðurinn sagði í gjallarhorn sitt, en þó mátti greina að hann talaði um kjaradeilu ljósmæðra og að Alþingismenn ættu að skammast sín.

Eftir það má segja að fundurinn hafi gengið samkvæmt dagskránni, fyrir utan hvað Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingar, gekk af þingpallinum er Kjærsgaard steig í pontu.

Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid ásamt Piu Kjærsgaard, ...
Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid ásamt Piu Kjærsgaard, forseta danska þjóðþingsins. mbl.is/​Hari

Er Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hafði flutt ávarp sitt og frestað fundum Alþingis, hélt öll hersingin, þingmenn og boðsgestir, aftur upp Almannagjá, sem lokuð var almenningi í dag. Að lokum var blásið til léttrar veislu. 

mbl.is

Innlent »

Lögreglan varar við hálku

07:44 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar vegfarendur við hálku sem er víðast hvar á höfuðborgarsvæðinu. Hún getur verið sérstaklega varasöm víða á göngustígum og bifreiðastæðum. Meira »

Flestar tegundir úrkomu í boði

06:52 Veður næstu tveggja sólarhringja verður ansi breytilegt og búast má við að flestar úrkomutegundir sem í boði eru komi við sögu. Í dag er gert ráð fyrir éljum ansi víða en við suður- og suðvesturströndina verður úrkoman frekar skúrakennd, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Fimm lögreglumál á einni skemmtun

06:32 Fimm mál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt í tengslum við skemmtanahald í Árbænum. Um var að ræða líkamsárásir og ölvun. Öll atvikin áttu sér stað á sömu skemmtuninni. Meira »

Árið 2019 verði enn eitt metárið í ferðaþjónustu

05:30 „Ég er sannfærður um að árið 2019 verður stærra en 2018 í komum ferðamanna til landsins. Reksturinn á eftir að ganga vel í ár,“ segir Þórður Birgir Bogason, framkvæmdastjóri RR Hótela. Meira »

Gróðurhvelfingar rísi í Elliðaárdal

05:30 Skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa auglýst nýtt deiliskipulag fyrir þróunarsvæðið Stekkjarbakki Þ73. Hugmyndir eru um gróðurhvelfingar. Skilmálar eiga að tryggja að ljósmengun frá starfsemi á svæðinu verði innan marka. Meira »

Lítið um norðurljós í vetur

05:30 Ferðaþjónustufyrirtæki hafa orðið að fella niður fjölda norðurljósaferða í vetur eða þá að ferðir hafa reynst árangurslitlar þegar horft er til himins að kvöldlagi. Meira »

Borgin greiðir Ástráði 3 milljónir

05:30 Reykjavíkurborg og hæstaréttarlögmaðurinn Ástráður Haraldsson hafa komist að samkomulagi um að Reykjavíkurborg greiði Ástráði þrjár milljónir króna eftir að borgin braut jafnréttislög við skipun borgarlögmanns. Meira »

Athugull gaffall og snjall diskur

Í gær, 22:49 Eldhúsið eins og við þekkjum það í dag verður hugsanlega safngripur eftir einhver ár. Það verður ekki lengur fyrst og fremst herbergið þar sem við eldum matinn, heldur stjórnstöð þar sem við gefum tækjum og áhöldum skipanir. Meira »

Forsætisráðherra heimsótti Hæstarétt

Í gær, 21:35 Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra heimsótti Hæstarétt í dag og kynnti sér starfsemi réttarins. Er þetta í fyrsta skipti sem forsætisráðherra heimsækir réttinn í þessum tilgangi. Meira »

Fjölskyldur frændanna tengjast á ný

Í gær, 21:19 Ráðning Vilhelms Más Þorsteinssonar í starf forstjóra Eimskips, sem tilkynnt var um í gær, þýðir að fjölskyldur náfrændanna Þorsteins Más Baldvinssonar hjá Samherja og Þorsteins Vilhelmssonar, athafnamanns og föður nýs forstjóra, tengjast á ný á viðskiptasviðinu. Meira »

Þreyttir á bið eftir áhættumati

Í gær, 20:56 Hundaræktarfélag Íslands krefur Kristján Þór Júlíusson, sjávar- og landbúnaðarráðherra, um svör vegna frestunar á birtingu nýs áhættumats á innflutningi gæludýra til Íslands. Upphaflega var gert ráð fyrir að áhættumatið yrði tilbúið í apríl 2018, en matið hefur enn ekki litið dagsins ljós. Meira »

Vilja lækka hámarkshraða við Hringbraut

Í gær, 20:44 Skoðað verður að lækka hámarkshraða við Hringbraut úr 50 km/klst. niður í 40 km/klst., bæta lýsingu við gangbrautir og bæta stýringu umferðarljósa. Þetta voru tillögur sem fulltrúar Vegagerðarinnar komu með á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Meira »

„Hefði getað farið illa“

Í gær, 20:19 Björgunarsveitin Skagfirðingasveit fékk á þriðjudaginn útkall um að vélsleðamaður hefði fallið í gegnum vök. Nokkrum mínútum síðar var útkallið afturkallað eftir að maðurinn komst upp af sjálfsdáðum. Síðar um daginn tóku tíu liðsmenn sveitarinnar þátt í að draga vélsleðann upp. Meira »

Draumurinn að fylgja strákunum alla leið

Í gær, 20:19 „Þetta er æðislegt móment,“ sagði Benja­mín Hall­björns­son, betur þekktur sem Benni Bongó, syngjandi sæll og glaður þegar blaðamaður mbl.is náði tali af honum símleiðis eftir sigurinn gegn Makedóníu. „Þetta var geggjuð upplifun og frábær stemning og gaman að sjá liðið svona vel peppað.“ Meira »

Tveggja herbergja íbúðir á 14-16 milljónir

Í gær, 19:29 Fyrirtækið Pró hús ehf. ætlar að byggja 15 íbúða fjölbýlishús í Þorlákshöfn að Sambyggð 14a. Framkvæmdir hefjast í apríl og stefnt er á að afhenda íbúðirnar í júlí/ágúst 2019. Í fréttatilkynningu kemur fram að íbúðirnar verði ódýrar. Meira »

Þrjóskur með sterkan lífsvilja

Í gær, 19:20 Það hlýtur að vera sterkur lífsvilji, þrjóska eða þá að það er seigt í mér, ég veit það ekki,“ segir Tryggvi Ingólfsson, 69 ára gamall Rangæingur. Meira »

100 milljóna uppgröftur á eigin kostnað

Í gær, 18:52 Eigandi lóðar í Leirvogstungu í Mosfellsbæ hefur krafist þess að bæjaryfirvöld og Minjastofnun Íslands hefji uppgröft eftir fornleifum á lóðinni hið fyrsta á þeirra kostnað. Einnig krefst hann þess að Mosfellsbær og Minjastofnun viðurkenni bótaskyldu vegna tjóns. Meira »

Álagningin lækkar á kjörtímabilinu

Í gær, 18:34 Ákvæði laga kveða skýrt á um heimild og fyrirkomulag álagningar fasteignaskatta og hvernig reikna skuli stofn álagningar fasteignagjalda, samkvæmt umsögn fjármálastjóra og borgarlögmanns Reykjavíkurborgar um erindi Félags atvinnurekenda (FA) til borgarinnar. Meira »

Veikburða og óskilvirkt eftirlit

Í gær, 18:25 „Á grundvelli þeirra gagna og upplýsinga sem Ríkisendurskoðun aflaði er ljóst að eftirlit Fiskistofu með vigtun sjávarafla […] er takmarkað og efast má um að það skili tilætluðum árangri,“ er meðal þess sem kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Fiskistofu. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Vantar Trampólín
Viltu lostna við Trampólínið þitt, kem og tek það niður ef vill... upp. 8986033...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...