Mótmæli lituðu hátíðarfundinn

Tvær konur stóðu varðstöðu með stóra hvíta fána. Önnur þeirra ...
Tvær konur stóðu varðstöðu með stóra hvíta fána. Önnur þeirra sagði gjörninginn vera samstöðu með fórnarlömbum herskárrar þjóðernishyggju. mbl.is/​Hari

Mótmæli bæði áhorfenda og þingmanna settu svip sinn á hátíðarfund Alþingis, sem fram fór undir Lögbergi á Þingvöllum í dag. Tilefni fundarins var að í dag eru 100 ár liðin frá undirritun sambandssamnings um fullveldi Íslands, sem tók svo gildi 1. desember 1918.

Mæting almennings á fundinn var mun dræmari en búist hafði verið við, en lögregla og Vegagerðin höfðu gert sérstakar ráðstafanir til þess að stýra umferð inn í þjóðgarðinn. Jafnvel var búist við nokkrum þúsundum gesta, en almennir gestir sem mættu voru samkvæmt ágiskun blaðamanns á milli 350 og 400 talsins og hluti þeirra erlendir ferðamenn.

Mætingin á hátíðarfund Alþingis var mun dræmari en búist hafði ...
Mætingin á hátíðarfund Alþingis var mun dræmari en búist hafði verið við. mbl.is/​Hari

Einnig hafði verið búist við 63 þingmönnum, en einungis 57 mættu, þar sem þingflokkur Pírata ákvað í heild sinni að sniðganga hátíðarfundinn til að mótmæla því að Pia Kjærsgaard, forseti danska þjóðþingsins, fengi að halda þar ávarp.

Ríkisútvarpið sýndi beint frá fundinum og var útsendingin vegleg, fjöldi myndavéla á svæðinu og flygildi sömuleiðis notað til að skila fundinum í sjónvarpstæki landsmanna.

Þingmennirnir 57 sem mættu til hátíðarfundarins á Þingvöllum í dag.
Þingmennirnir 57 sem mættu til hátíðarfundarins á Þingvöllum í dag. mbl.is/​Hari

Þingmenn og boðsgestir fundarins komu í lögreglufylgd frá Reykjavík á fimm rútum og var hópnum smalað út við þjónustumiðstöðina ofan Almannagjár. Boðsgestum var svo fylgt í hópum ofan í Almannagjá og að Lögbergi, þar sem þingfundur var haldinn á sérútbúnum yfirbyggðum palli.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, veifar til fundargesta.
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, veifar til fundargesta. mbl.is/​Hari

Sírenuvæl og frammíköll í upphafi fundar

Mótmælendur mættu boðsgestum við Lögberg. Þar var maður sem bar skilti með áletruninni „Steingrímur skammastu þín“ og tvær konur stóðu varðstöðu með stóra hvíta fána. Aðspurð sagði önnur þeirra blaðamanni að þær væru með gjörningnum að standa með fórnarlömbum herskárrar þjóðernishyggju.

Er Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hafði lýst þingfund settan og var byrjaður að flytja ávarp sitt, heyrðist skyndilega sírenuvæl frá áhorfendasvæðinu. Þetta sírenuvæl kom úr gjallarhorni mótmælanda sem var staddur uppi á klettunum ofan Almannagjár. Það tók lögreglu nokkuð langan tíma að ná til mannsins og náði hann að trufla ávörp Steingríms J. Sigfússonar, Katrínar Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssonar með sírenuvæli og frammíköllum.

Þessi maður lét sírenuvæl glymja úr gjallarhorni sínu úr klettinum ...
Þessi maður lét sírenuvæl glymja úr gjallarhorni sínu úr klettinum ofan við Almannagjá. Nokkurn tíma tók fyrir lögreglu að komast að honum. mbl.is/​Hari

Lítið heyrðist hvað maðurinn sagði í gjallarhorn sitt, en þó mátti greina að hann talaði um kjaradeilu ljósmæðra og að Alþingismenn ættu að skammast sín.

Eftir það má segja að fundurinn hafi gengið samkvæmt dagskránni, fyrir utan hvað Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingar, gekk af þingpallinum er Kjærsgaard steig í pontu.

Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid ásamt Piu Kjærsgaard, ...
Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid ásamt Piu Kjærsgaard, forseta danska þjóðþingsins. mbl.is/​Hari

Er Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hafði flutt ávarp sitt og frestað fundum Alþingis, hélt öll hersingin, þingmenn og boðsgestir, aftur upp Almannagjá, sem lokuð var almenningi í dag. Að lokum var blásið til léttrar veislu. 

mbl.is

Innlent »

Halda 24 stunda loftslagsmaraþon

Í gær, 22:00 Loftslagsmaraþonið (Climathon) verður haldið í annað sinn hér á landi á föstudaginn kemur, 26. október, og fram á laugardagsmorgun. Justine Vanhalst, sérfræðingur hjá Matís og verkefnastjóri Climathon 2018 fyrir Reykjavíkurborg, segir skráningu ljúka á fimmtudag og því enn tækifæri til að taka þátt. Meira »

Gögn og gróður jarðar

Í gær, 21:10 Fólk verður að geta bjargað sér í harðindum. Íslendingar verða að geta nýtt sér náttúruna, svo sem gróðurinn. Grasnytjar úr flóru Íslands eru umfjöllunarefni Guðrúnar Bjarnadóttur náttúrufræðings í Hespuhúsinu á Hvanneyri. Meira »

Mörk leyfilegs áfengismagns verði lækkuð

Í gær, 20:48 Meðal nýmæla í frumvarpi að nýjum umferðarlögum, sem Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra mælti fyrir á Alþingi í dag, er að lögbinda hjálmaskyldu barna en í dag er einungis kveðið á um hana í reglugerð. Hjólreiðakafli núgildandi laga hefur verið tekinn til heildarendurskoðunar og reglur um hjólreiðar skýrðar betur. Meira »

„Mesti rógburður og óhróður“ sögunnar

Í gær, 20:39 Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, segir ásakanir Heiðveigar Maríu Einarsdóttur, sem hyggst bjóða sig fram til að gegna formannsembættinu, vera rógburð og óhróður af óþekktri stærðargráðu í íslenskri verkalýðssögu. Meira »

Jón leiðir hóp um félagsleg undirboð

Í gær, 18:58 Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra og seðlabankastjóri, er formaður nýs samstarfshóps sem Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað til að sporna gegn félagslegum undirboðum á innlendum vinnumarkaði. Meira »

Tillagan væri gríðarlegt bakslag

Í gær, 18:23 „Enn eina ferðina vegur voldugt þjóðríki að réttindum hinsegin fólks um leið og það hreykir sér af vernd frelsis og mannréttinda,“ segir í yfirlýsingu fjögurra samtaka vegna þeirra frétta sem borist hafa frá Bandaríkjunum um að til standi að endurskilgreina kyn í bandarískum lögum. Meira »

Túnfiskverkun að japönskum sið

Í gær, 18:10 Bláuggatúnfiskur, sem þykir vera eitt besta hráefni sem hægt er að fá í matargerð, er ekki oft á boðstólum hér á landi. Í dag var myndarlegur 172 kg fiskur skorinn af japönskum Haítaí-meistara á veitingastaðnum Sushi-Social í tilefni af túnfiskhátíð staðarins. mbl.is fylgdist með handbragðinu. Meira »

Vill gera breytingar og hreinsa til

Í gær, 18:09 „Ég hef verið talsmaður þess að gera verulegar breytingar á hreyfingunni og hreinsa til, eins og ég kalla það,“ segir Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík. Þing ASÍ hefst á morgun en Aðalsteinn vill ekki gefa út hvern hann styður til forseta sambandsins. Meira »

Dæmdur fyrir að skalla mann

Í gær, 17:34 Karlmaður var í dag dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás á bifreiðastæði utan við lager Skagans hf. á Akranesi í janúar 2016. Var maðurinn ákærður fyrir að hafa veist að öðrum karlmanni þegar hann steig út úr bifreið sinni og skallað hann í andlitið með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut nefbrot, bólgur og mar í andliti. Meira »

Seðlabankinn greip inn í markaðinn

Í gær, 17:30 Seðlabanki Íslands greip inn í veikingu krónunnar með kaupum á krónum á gjaldeyrismarkaði laust eftir kl. 15 í dag. Þetta staðfestir Stefán Jóhann Stefánsson upplýsingafulltrúi Seðlabankans í samtali við mbl.is. Meira »

Grunaður um að koma ekki til aðstoðar

Í gær, 16:20 Maðurinn sem var handtekinn vegna andláts ungrar konu á heimili sínu á Akureyri á sunnudagsmorgun er grunaður um að hafa ekki komið henni til aðstoðar. Meira »

Brotist inn í apótek og lyfjum stolið

Í gær, 15:41 Í gær var brotist inn í Apótek Suðurnesja og þaðan stolið miklu magni lyfja. Aðallega var um að ræða ýmsar tegundir verkjalyfja og og annarra ávanabindandi lyfja og og er andvirði þess sem stolið var áætlað á fjórða hundrað þúsund krónur. Meira »

Hefur áhyggjur af þróun mála vestanhafs

Í gær, 15:17 „Menn hafa látið í sér heyra af minna tilefni,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingkona Viðreisnar, þar sem hún spurði utanríkisráðherra hvort hann hefði ekki áhyggjur af þróun mála í Bandaríkjunum. Ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta íhugar að afmá skilgreiningu á transfólki. Meira »

Byrjað að rífa Kársnesskóla

Í gær, 15:07 Byrjað er að rífa Kársnesskóla við Skólagerði í Kópavogi. Húsnæðið sem var byggt 1957 var dæmt ónýtt vegna rakaskemmda og var rýmt af þeim sökum á síðasta ári. Síðan þá hafa verið unnar skemmdir á húsnæðinu ítrekað sem hefur skapað hættu fyrir börn að leik á svæðinu. Meira »

Var fjárfestingaleiðin misnotuð?

Í gær, 15:05 „Háar fjárhæðir hafa komið til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans og eigendur fengið þar verulegan gróða. Aðeins opinber rannsókn getur aflétt þeirri leynd sem yfir þeirri leið ríkir,“ sagði Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar á Alþingi. Meira »

Snýst um gjaldið en ekki gjaldtökuna

Í gær, 14:37 Fram kemur í yfirlýsingu frá Isavia að fyrirtækið muni una þeirri niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála að ekki skuli fella úr gildi bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins um gjaldtöku á ytri hópbifreiðastæðum við Keflavíkurflugvöll, en samkvæmt ákvörðuninni, sem tekin var 17. júlí í sumar, var Isavia gert að stöðva gjaldtökuna. Meira »

Til bóta að takmarka persónuupplýsingar

Í gær, 14:07 Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, telur fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um birtingu dóma og myndatökur í dómshúsum, vera til bóta. Hún telur jafnframt til bóta að verið sé að samræma reglur á dómsstigum. Meira »

Færri treysta þjóðkirkjunni

Í gær, 14:06 Traust til þjóðkirkjunnar minnkar talsvert á milli ára, en þriðjungur Íslendinga ber mikið traust til kirkjunnar samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Það er tíu prósentustigum lægra hlutfall en í fyrra. Meira »

Tvö herskip fengu á sig brotsjó

Í gær, 14:01 Tvö bandarísk herskip sem voru á leið til Noregs eftir heræfingu NATÓ hér á landi sneru við og héldu til hafnar á ný vegna slæms veðurs. Fengu þau á sig brotsjó og þarf annað skipanna að koma inn til viðgerða. Meira »
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
HARMÓNIKUHURÐIR _ ÁLBRAUTIR OG LEGUHJÓL
Getum núna skaffað allar hurðirnar með álbrautum og leguhjólum. Smíðum eftir mál...
Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...