Mótmæli lituðu hátíðarfundinn

Tvær konur stóðu varðstöðu með stóra hvíta fána. Önnur þeirra ...
Tvær konur stóðu varðstöðu með stóra hvíta fána. Önnur þeirra sagði gjörninginn vera samstöðu með fórnarlömbum herskárrar þjóðernishyggju. mbl.is/​Hari

Mótmæli bæði áhorfenda og þingmanna settu svip sinn á hátíðarfund Alþingis, sem fram fór undir Lögbergi á Þingvöllum í dag. Tilefni fundarins var að í dag eru 100 ár liðin frá undirritun sambandssamnings um fullveldi Íslands, sem tók svo gildi 1. desember 1918.

Mæting almennings á fundinn var mun dræmari en búist hafði verið við, en lögregla og Vegagerðin höfðu gert sérstakar ráðstafanir til þess að stýra umferð inn í þjóðgarðinn. Jafnvel var búist við nokkrum þúsundum gesta, en almennir gestir sem mættu voru samkvæmt ágiskun blaðamanns á milli 350 og 400 talsins og hluti þeirra erlendir ferðamenn.

Mætingin á hátíðarfund Alþingis var mun dræmari en búist hafði ...
Mætingin á hátíðarfund Alþingis var mun dræmari en búist hafði verið við. mbl.is/​Hari

Einnig hafði verið búist við 63 þingmönnum, en einungis 57 mættu, þar sem þingflokkur Pírata ákvað í heild sinni að sniðganga hátíðarfundinn til að mótmæla því að Pia Kjærsgaard, forseti danska þjóðþingsins, fengi að halda þar ávarp.

Ríkisútvarpið sýndi beint frá fundinum og var útsendingin vegleg, fjöldi myndavéla á svæðinu og flygildi sömuleiðis notað til að skila fundinum í sjónvarpstæki landsmanna.

Þingmennirnir 57 sem mættu til hátíðarfundarins á Þingvöllum í dag.
Þingmennirnir 57 sem mættu til hátíðarfundarins á Þingvöllum í dag. mbl.is/​Hari

Þingmenn og boðsgestir fundarins komu í lögreglufylgd frá Reykjavík á fimm rútum og var hópnum smalað út við þjónustumiðstöðina ofan Almannagjár. Boðsgestum var svo fylgt í hópum ofan í Almannagjá og að Lögbergi, þar sem þingfundur var haldinn á sérútbúnum yfirbyggðum palli.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, veifar til fundargesta.
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, veifar til fundargesta. mbl.is/​Hari

Sírenuvæl og frammíköll í upphafi fundar

Mótmælendur mættu boðsgestum við Lögberg. Þar var maður sem bar skilti með áletruninni „Steingrímur skammastu þín“ og tvær konur stóðu varðstöðu með stóra hvíta fána. Aðspurð sagði önnur þeirra blaðamanni að þær væru með gjörningnum að standa með fórnarlömbum herskárrar þjóðernishyggju.

Er Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hafði lýst þingfund settan og var byrjaður að flytja ávarp sitt, heyrðist skyndilega sírenuvæl frá áhorfendasvæðinu. Þetta sírenuvæl kom úr gjallarhorni mótmælanda sem var staddur uppi á klettunum ofan Almannagjár. Það tók lögreglu nokkuð langan tíma að ná til mannsins og náði hann að trufla ávörp Steingríms J. Sigfússonar, Katrínar Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssonar með sírenuvæli og frammíköllum.

Þessi maður lét sírenuvæl glymja úr gjallarhorni sínu úr klettinum ...
Þessi maður lét sírenuvæl glymja úr gjallarhorni sínu úr klettinum ofan við Almannagjá. Nokkurn tíma tók fyrir lögreglu að komast að honum. mbl.is/​Hari

Lítið heyrðist hvað maðurinn sagði í gjallarhorn sitt, en þó mátti greina að hann talaði um kjaradeilu ljósmæðra og að Alþingismenn ættu að skammast sín.

Eftir það má segja að fundurinn hafi gengið samkvæmt dagskránni, fyrir utan hvað Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingar, gekk af þingpallinum er Kjærsgaard steig í pontu.

Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid ásamt Piu Kjærsgaard, ...
Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid ásamt Piu Kjærsgaard, forseta danska þjóðþingsins. mbl.is/​Hari

Er Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hafði flutt ávarp sitt og frestað fundum Alþingis, hélt öll hersingin, þingmenn og boðsgestir, aftur upp Almannagjá, sem lokuð var almenningi í dag. Að lokum var blásið til léttrar veislu. 

mbl.is

Innlent »

Þýskur drengur þakkaði fyrir fiskinn

15:38 Í síðustu viku barst Síldarvinnslunni í Neskaupstað skemmtilegt bréf frá Þýskalandi.  Meira »

Segist ranglega sökuð um trúnaðarbrot

15:21 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík, segir Stefán Eiríksson borgarritara ranglega saka sig um að hafa brotið trúnað borgarráðs með því að hafa tjáð sig um skaðabótamálið sem Reykjavíkurborg tapaði vegna framkomu skrifstofustjóra gagnvart starfsmanni borgarinnar. Meira »

Varar við hættum ávanabindandi lyfja

14:53 Vegna fjölmiðlaumfjöllunar um notkun ungmenna á ávanabindandi lyfjum hefur embætti landlæknis gefið út viðvörun um afleiðingar slíkra lyfja. „Ef of stór skammtur ávanabindandi lyfja er tekinn geta afleiðingarnar verið bæði bráðar og óafturkræfar fyrir einstaklinginn,“ segir á vef landlæknis. Meira »

Færri Íslendingar ferðast innanlands

14:40 Stuðningsfólk Miðflokksins virðist líklegra en stuðningsfólk annarra flokka til að ferðast bæði innan- og utanlands í sumarfríinu. Þá er stuðningsfólk Framsóknarflokksins líklegra en aðrir hópar til að ferðast eingöngu innanlands í sumar. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR um ferðavenjur Íslendinga. Meira »

Miðflokkurinn tapaði 16 milljónum

14:06 Miðflokkurinn tapaði tæplega 16 milljónum króna samkvæmt útdrætti úr ársreikningi sem hefur verið skilað inn til Ríkisendurskoðunar og var birtur á vef stofnunarinnar í gær. Rekstur flokksins var 27,5 milljónir en tekjur um 11,8 milljónir. Samkvæmt ársreikningnum skuldaði Miðflokkurinn 17,2 milljónir við síðustu áramót. Meira »

„Sótti hann hálf dauðan heim til sín“

14:05 „Það verður eitthvað að gerast. Mér finnst þetta svo mikið lottó með líf fólks og mig langar ekki til að spila í því,“ segir Kristín Ólafsdóttir, móðir ungs manns sem vísað var úr framhaldsmeðferð í Vík í gær eftir að hafa skilað ófullnægjandi þvagprufu. Ekki greindust nein vímuefni í þvaginu. Meira »

Ákærður fyrir hnífstunguárás

14:02 Saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur tvítugum karlmanni fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem átti sér stað í Kjarnaskógi árið 2016. Manninum er gert að hafa stungið annan mann tvisvar með þeim afleiðingum að slagæð og bláæð í læri fórnarlambsins fóru í sundur. Meira »

Nálgunarbann við eigið heimili staðfest

13:44 Landsréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Vesturlands um að lögreglustjóranum á Vesturlandi hafi verið heimilt að vísa manni af heimili sínu á grundvelli laga um nálgunarbann. Meira »

Rán gefur kost á sér

13:37 Rán Reynisdóttir hársnyrtimeistari hefur gefið kost á sér til formennsku í Neytendasamtökunum.  Meira »

Beit og sparkaði í lögregluþjóna

12:52 Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir umferðalagabrot og brot gegn valdstjórninni, en hann er meðal annars ákærður fyrir að hafa bitið lögreglumann og í annað skiptið sparkað í þrjá lögreglumenn sem reyndu að handtaka manninn. Meira »

Ákærð fyrir 25,2 milljóna skattbrot

12:41 Kona á fimmtugsaldri hefur verið ákærð af embætti héraðssaksóknara fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum. Er hún ákærð fyrir 25,2 milljóna króna skattbrot, bæði fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti og staðgreiðslu opinberra gjalda. Meira »

Eignir fyrir 490 milljónir kyrrsettar

12:07 Eignir þriggja liðsmanna Sigur Rósar upp á 490 milljónir verða áfram kyrrsettar upp í mögulega 800 milljóna skattaskuld þeirra. Staðfesti héraðsdómur í síðustu viku kyrrsetningu sýslumanns, en hún nær til fjölmargra fasteigna, faratækja og lausafjármuna. Meira »

Farbann yfir Sigurði staðfest

11:41 Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sigurður Kristinsson skuli sæta farbanni til 6. september.  Meira »

Undir lögaldri á 151 km hraða

11:26 Lögreglan á Suðurnesjum hefur kært á annan tug ökumanna fyrir of hraðan akstur það sem af er viku. Sá sem hraðast ók mældist á 151 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Meira »

Umferðaróhapp á Reykjanesbraut

11:25 Draga þurfti tvær bifreiðar af vettvangi eftir umferðaróhapp á Reykjanesbraut í Hafnarfirði á áttunda tímanum í morgun. Fjórum bifreiðum hafði þá lent saman en ekki urðu slys á fólki. Meira »

Mætti bifreið á ofsahraða

11:16 Mildi þykir að ekki fór verr þegar ökumaður sem var á leið um Nesveg í vikunni mætti bifreið sem ekið var á ofsahraða.  Meira »

Enginn vafi um sjálfbærni veiðanna

10:58 Gísli Víkingsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, segir hvalveiðar Íslendinga vera sjálfbærar, enginn vafi leiki á því. „Þessir kvótar eru sjálfbærir, þeir eru mjög varfærnislega ákvarðaðir,“ segir Gísli. Meira »

Leita svara vegna morgunkorns

10:52 Fyrirtækin sem flytja morgunkorn og aðrar kornvörur frá Kelloggs, Quaker og General Mills til Íslands, segjast hafa haft samband við framleiðendur í morgun til þess að fá frekari upplýsingar vegna frétta um að mælst hefur efnið glýfosat í morgunkorni fyrirtækjanna í Bandaríkjunum. Meira »

Ráðherra efast um sjálfbærni hvalveiða

09:47 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, auðlinda- og umhverfisráðherra, segist ekki sannfærður um að hvalveiðar við Ísland séu sjálfbærar. Þetta kemur fram í svari hans við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um hvort hann telji ástæðu til að endurskoða hvalveiðistefnu Íslendinga. Meira »
Olíuskiljur - fituskiljur
Olíuskiljur - fituskiljur - einagrunarplast CE vottaðar vörur. Efni til fráveitu...
Husqvarna 401 Svartpilen árg. 2018
Eigum á lagert til afgreiðslu strax Husqvarna 401 Svartpilen. A2 réttindi, 45hp....
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...