Sprengja fannst í Mosfellsbæ

Lögregla, sérsveit og sjúkralið er á vettvangi.
Lögregla, sérsveit og sjúkralið er á vettvangi. Ljósmynd/Dagur Ebenezersson

Sprengja, sem talin er vera úr seinni heimsstyrjöldinni, fannst á Blikastaðanesi í Mosfellsbæ um klukkan eitt í dag. Að sögn vegfaranda eru fjórir almennir lögreglubílar á vettvangi auk tveggja sérsveitarbíla og sjúkrabíls. Lögregla er með leitartæki og sprengjuvélmenni.

Veginum um Baugshlíð hefur verið lokað og enginn kemst inn eða út akandi. Dagur Ebenezersson, starfsmaður Golfklúbbs Mosfellsbæjar, sem er í nágrenninu, segir um tuttugu manns hafa verið á golfvellinum þegar svæðinu var lokað.

Verið er að endurnýja lagnir á svæðinu þar sem sprengjan fannst og talið að hún hafi dúkkað upp vegna þess.

Fréttin verður uppfærð

Dagur Ebenezersson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert