Umdeilda áhrifakonan á Þingvöllum

Pia Kjærsgaard er forseti danska þingsins.
Pia Kjærsgaard er forseti danska þingsins. Ljósmynd/Twitter

Þegar Pia Kjærsgaard hætti sem formaður Danska þjóðarflokksins í september árið 2012, flokksins sem hún hafði stofnað og leitt allt frá árinu 1995, urðu áhrif hennar á stjórnmál víðar en í heimalandinu ljós. Hörð stefna hennar og flokksins í innflytjendamálum hafði farið öfugt ofan í marga Dani en sýn hennar á málaflokkinn var fagnað af þeim sem voru í forystu sambærilegra afla í Evrópu. „Vegna Piu og áhrifa hennar í dönskum stjórnmálum hafa Danir orðið stoltir og sjálfsörugg þjóð sem hefur barist fyrir frelsi gegn íslamsvæðingu og tilskipunum frá Brussel,“ sagði Geert Wilders, formaður hollenska Frelsisflokksins, við Ritzau-fréttastofuna á þessum tíma. „Pia Kjærsgaard hefur verið innblástur fyrir marga pólitíska samherja í öðrum löndum.“

Frelsisflokkurinn hefur það yfirlýsta markmið að berjast gegn því að fólk utan Vesturlanda fái að setjast að í Hollandi. Hann, líkt og Kjærsgaard, hefur verið gagnrýninn á íslam og fjölmenningarstefnuna. Vegna skoðana sinna þurfti Wilders um tíma lögregluvernd allan sólarhringinn. Flokkurinn hefur notið vaxandi fylgis og í fyrra fékk hann tuttugu sæti í fulltrúadeild hollenska þingsins og var orðinn næststærsti flokkurinn þar. Fyrir fram höfðu aðrir flokkar sem buðu fram tilkynnt að þeir myndu ekki mynda stjórn með flokki hans.

Gagnrýna komuna

Koma Kjærsgaard til Íslands í boði Alþingis í tengslum við aldarafmæli fullveldisins, hefur vakið ýmis viðbrögð. Þannig greinir Kjarninn frá því að Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, hafi sent Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis bréf þar sem hann mótmælir komu hennar og ræðuhöldum á hátíðarfundinum á Alþingi í dag, og óskar eftir upplýsingum um hvernig ákvörðunin um val Kjærsgaard fór fram. Þórunn Ólafsdóttir, sem þekkt er fyrir mannréttindabaráttu sína, skrifar á Facebook að með því að gera hana að hátíðarræðumanni sé verið að normalísera viðhorf „sem áttu aldrei aftur að eiga sér hljómgrunn“. Þá skrifar Þórunn: „[...] hún hefur í alvörunni helgað líf sitt baráttunni gegn fjölbreytileikanum og hennar sterkasta vopn er óttinn sem henni og hennar samflokksfólki hefur tekist að planta svo víða.“

Áhrifaflokkur í dönskum stjórnmálum

Danski þjóðarflokkurinn, sem hefur það helst á stefnuskrá sinni að verja frelsi og menningararfleifð Danmerkur, hefur ekki verið útskúfaður með sama hætti og hollenski Frelsisflokkurinn heldur margsinnis komið að stjórn landsins og á nú sæti í þriggja flokka ríkisstjórn. Enda hafa forsvarsmenn hans gætt þess að halla sér ekki um of í átt að öfgahreyfingum, líkt og Susi Meret, aðstoðarprófessor við Álaborgarháskóla, bendir á í viðtali í Kaupmannahafnarpóstinum. „Þetta var stefna sem flokkurinn tók áður en hann fór í stjórn því hann varð að njóta stuðnings á þinginu. Margir þeir sem höfðu tengsl við öfgahreyfingar var hent út [úr flokknum] er það komst í hámæli.“

Og nú er Kjærsgaard forseti danska þingsins. Hún hefur ítrekað komist í fréttir fyrir ummæli sín um útlendinga m.a. lét hún þau orð falla í fréttabréfi flokksins árið 2001 að múslimar væru fólk sem „lygi, svindlaði og blekkti“. Var hún kærð fyrir þessi ummæli en saksóknari lét málið niður falla.

Árið 2008 sagði hún á ársfundi Þjóðarflokksins: „Í mínum augum eiga útlendingar hvorki kröfu til eins eða neins! En Danir eiga hins vegar kröfu á sjálfsákvörðunarrétti!“ Þá sagði hún um svipað leyti að það væri hræðilegt að fólk gæti klæðst hefðbundnum fatnaði múslima í þingsal.

Í fyrra, svo dæmi sé tekið, setti flokkurinn svo fram þá hugmynd að setja upp gaddavírsgirðingar á landamærunum að Þýskalandi.

Þekktust eru þó líklega þau ummæli hennar að útlendingar fjölguðu sér eins og kanínur sem  hún lét falla á fundi í Óðinsvéum og greint var frá í Politiken árið 1994.

Kjærsgaard leiddi Danska þjóðarflokkinn í sautján ár en stjórnmálaferill hennar spannar fjóra áratugi:

Árið 1978 gekk hún til liðs við Framfaraflokkinn og árið eftir var hún komin á þing. Árið 1985 var hún orðin formaður flokksins og var það allt til ársins 1994. Í kjölfar átaka innan flokksins stofnaði hún Danska þjóðarflokkinn árið 1995 ásamt Kristian Thulesen Dahl, Ole Donner og Poul Nødgaard. Ári síðar var hún valin formaður flokksins á fyrsta ársfundi hans. Á árunum 2001-2011 varði flokkurinn minnihlutastjórn í landinu falli en eftir ósigur í kosningunum árið 2011 stóð hann utan við stjórnina en vann þó náið með stjórnarflokkum að ýmsum málum.

Árið 2012 hætti Kjærsgaard svo sem formaður flokksins en tók við nýrri stöðu innan hans og hefur hún því enn mikil áhrif á útlendingastefnu hans, skóla- og menningarmál og fleira.

mbl.is

Innlent »

Deilibílalausn fyrir ferðamenn á Íslandi

21:15 „Koride er leið fyrir ferðamenn til að tengjast á auðveldan hátt og sjá nákvæmlega hverjir vilja fara hvert. Þú getur á einfaldan hátt fundið ferðafélaga og gengið frá praktískum málum,“ segir Kristinn Evertsson, einn af stofnendum Koride, í samtali við mbl.is. Meira »

„Umtalsverðir annmarkar“ á kosningunum

20:35 Dómsmálaráðuneytið hefur hafnað kröfum þeirra Elíasar Svavars Kristinssonar og Ólafs Valssonar um að ráðuneytið felli úr gildi úrskurð kjörnefndar sýslumannsins á Vestfjörðum vegna sveitarstjórnarkosninganna í Árneshreppi og úrskurði sömuleiðis kosningarnar ógildar. Meira »

Íslenska módelið virkar

20:00 Þátttaka í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi nær hámarki í 7.-8. bekk þegar um 80% ungmenna eru virk í hverri viku. Eftir það hefst brottfall af alvöru. Þetta er meðal þess sem fram kemur á fyrirlestri Margrétar Guðmundsdóttur félagsfræðings á alþjóðlegri ráðstefnu um jafnrétti í íþróttum. Meira »

Metanframleiðsla mun tvöfaldast

19:45 Fyrsta skóflustungan að nýrri gas- og jarðgerðarstöð SORPU var tekin í dag í Álfsnesi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra og sex fulltrúar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og eigenda SORPU tóku fyrstu stunguna. Meira »

Skaraði fram úr í tónleikaröð

19:30 Kristín Anna Guðmundsdóttir sópransöngkona varð þess heiðurs aðnjótandi að vera valin af tónleikagestum sá söngvari sem þótti skara mest fram úr á sjö tónleikum sem nýverið voru haldnir í Torgau í NV-Saxlandi í Þýskalandi. Meira »

Leitar sameiginlegra lausna

19:30 „Það að hafa aðgengi að 500 millj­ón manna markaði með sam­eig­in­leg­ar regl­ur og staðla fyr­ir inn- og út­flutn­ing er gríðarlega mik­il­vægt til þess að skapa sann­gjörn sam­keppn­is­skil­yrði,“ seg­ir Ine Marie Erik­sen Sørei­de, ut­an­rík­is­ráðherra Nor­egs. Meira »

Fiskidagsferðin varð til fjár

19:27 Vinningshafarnir heppnu, sem unnu fimmfaldan Lottópott um síðustu helgi eru búnir að gefa sig fram. Þau unnu 51,7 milljónir króna og voru stödd á Fiskideginum mikla á Dalvík er þau skutust á Akureyri og keyptu vinningsmiðann. Meira »

Segir ásakanirnar misbjóða sér

19:01 Þórður Georg Lárusson, fyrrverandi landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur gefið út yfirlýsingu vegna fyrirlesturs Þóru Bjargar Helgadóttur, fyrrverandi landsliðskonu, sem hún hélt á ráðstefnu sem bar yfirskriftina „Kyn og Íþróttir,“ í Háskólanum í Reykjavík í gær. Meira »

Formaður hrifinn af furðubrögðum

18:57 Á milli þess sem Guðrún Hafsteinsdóttir starfar sem formaður Samtaka iðnaðarins og gegnir formennsku í stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða, situr hún og smakkar til ís í raspi og kæstan síldarís svo fátt eitt sé nefnt. Meira »

Útilíkamsrækt í hreystigörðum

18:30 Fimm sveitarfélög hafa sett upp hreystigarða fyrir íbúa sína. Í görðunum, sem eru úti og ýmist kallaðir hreyfi- eða hreystigarðar, eru tæki til þol-, styrktar- og teygjuæfinga. Ókeypis er í tækin, sem ætluð eru fullorðnum. Meira »

Fer maraþon á hjólabretti

18:15 „Þetta er sjötta maraþonið mitt. Ég er hérna til að hafa gaman og njóta andrúmsloftsins. Svo er þetta skemmtileg leið til að sjá borgina,“ segir Chris Koch, 39 ára ferðalangur og hlaupari. Chris tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun á hjólabretti, en hann fæddist bæði án handa og fóta. Meira »

Miðbærinn tekur á sig mynd

17:30 Það stendur mikið til í miðbænum á morgun þegar Menningarnótt fer fram í 23. skipti. Verið var að tyrfa Klapparstíginn þar sem mikið karnival fer fram á morgun á vegum Nova og við Arnarhól var verið að setja upp stærsta svið sem hefur verið á notað í Tónaflóði Rásar 2. Meira »

Vilja nútímavæða sjávarútveginn

17:15 „Sjávarútvegurinn hefur verið tiltölulega íhaldssöm atvinnugrein og hefur ekki tileinkað sér aðferðafræði sem hefur þekkst í fjármálakerfinu undanfarna áratugi. Við erum að reyna að koma þannig hugsun og aðferðafræði inn í sjávarútveginn,“ segir dr. Jón Þrándur Stefánsson, stjórnarformaður Sea Data Center, í samtali við mbl.is. Meira »

Tók ekki öskrandi á móti fólki

17:00 Eggert Magnússon, fyrrverandi formaður KSÍ, segist ekki muna eftir fundi með leikmönnum kvennalandsliðsins í knattspyrnu vegna þáverandi landsliðsþjálfara liðsins, Þórðar Lárussonar, þar sem hann hafi öskrað á þær en það kom fram í fyrirlestri Þóru B. Helgadóttur, fyrrverandi landsliðskonu. Meira »

Birtir erindi framkvæmdastjóra KVH

16:19 „Á fundi forsætisnefndar sem var að ljúka rétt í þessu sá ég mig knúna til að leggja fram tölvuskeyti frá framkvæmdastjóra Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Ég hef því að fullu upplýst hvaðan ég fékk upplýsingarnar,“ segir Vigdís Hauksdóttir í tölvupósti til fjölmiðla í dag. Meira »

Hlaupandi fólk um allan bæ

16:04 „Það verður hlaupandi fólk um allan bæ á morgun fram eftir degi,“ segir Anna Lilja Sigurðardóttir, upplýsinga- og samskiptastjóri hjá Íþróttabandalagi Reykjavíkur, og kveður skráningu og áheitasöfnun fyrir Reykjavíkurmaraþonið, sem haldið er á morgun, ganga mjög vel. Meira »

Forsetinn gaf frumkvöðlum heillaráð

15:35 Fjárfestadagur Startup Reykjavik var haldinn í höfuðstöðvum Arion banka í dag þar sem níu sprotafyrirtæki kynntu viðskiptahugmyndir sínar fyrir innlendum og erlendum fjárfestum. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hóf daginn með því að gefa frumkvöðlum tvö heillaráð fyrir komandi áskoranir. Meira »

Fer lengra ef söfnunin gengur vel

15:02 „Við völdum að hlaupa fyrir Kraft því systir okkar þriggja, Ólöf, greindist með heilaæxli þegar hún var einungis þrítug,“ segir Unnur Lilja Bjarnadóttir. Hún og fjölskylda hennar hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun til stuðnings Krafti. Meira »

„Verið að gera úlfalda úr mýflugu“

14:54 „Það er tiltölulega ný farið að tala um að glýfosat sé mögulega krabbameinsvaldur, en það hefur verið lengi notað og í miklu magni. Sé það mikill skaðvaldur er sennilegt að vísbendingar hefðu komið fram fyrir löngu,“ segir Kristín Ólafsdóttir, doktor í lífefnafræði. Meira »
Springum út í allt sumar.. þú getur meira með Cupid.is Kynlífsvörur ss titrarar, múffur, egg,gervilimir, kynlífsdúkkur www.cupid.is
Springum út í allt sumar.. þú getur meira með Cupid.is Unaðsvörur , ódýrar kynl...
Svarthvít axlabönd
Til sölu fyrsta ljóðabók Gyrðis Elíassonar, Svarthvít axlabönd. Árituð og ástand...
SUMARHÚS - GESTAHÚS - BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Sumarhús- Gestahús- Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...