Umdeilda áhrifakonan á Þingvöllum

Pia Kjærsgaard er forseti danska þingsins.
Pia Kjærsgaard er forseti danska þingsins. Ljósmynd/Twitter

Þegar Pia Kjærsgaard hætti sem formaður Danska þjóðarflokksins í september árið 2012, flokksins sem hún hafði stofnað og leitt allt frá árinu 1995, urðu áhrif hennar á stjórnmál víðar en í heimalandinu ljós. Hörð stefna hennar og flokksins í innflytjendamálum hafði farið öfugt ofan í marga Dani en sýn hennar á málaflokkinn var fagnað af þeim sem voru í forystu sambærilegra afla í Evrópu. „Vegna Piu og áhrifa hennar í dönskum stjórnmálum hafa Danir orðið stoltir og sjálfsörugg þjóð sem hefur barist fyrir frelsi gegn íslamsvæðingu og tilskipunum frá Brussel,“ sagði Geert Wilders, formaður hollenska Frelsisflokksins, við Ritzau-fréttastofuna á þessum tíma. „Pia Kjærsgaard hefur verið innblástur fyrir marga pólitíska samherja í öðrum löndum.“

Frelsisflokkurinn hefur það yfirlýsta markmið að berjast gegn því að fólk utan Vesturlanda fái að setjast að í Hollandi. Hann, líkt og Kjærsgaard, hefur verið gagnrýninn á íslam og fjölmenningarstefnuna. Vegna skoðana sinna þurfti Wilders um tíma lögregluvernd allan sólarhringinn. Flokkurinn hefur notið vaxandi fylgis og í fyrra fékk hann tuttugu sæti í fulltrúadeild hollenska þingsins og var orðinn næststærsti flokkurinn þar. Fyrir fram höfðu aðrir flokkar sem buðu fram tilkynnt að þeir myndu ekki mynda stjórn með flokki hans.

Gagnrýna komuna

Koma Kjærsgaard til Íslands í boði Alþingis í tengslum við aldarafmæli fullveldisins, hefur vakið ýmis viðbrögð. Þannig greinir Kjarninn frá því að Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, hafi sent Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis bréf þar sem hann mótmælir komu hennar og ræðuhöldum á hátíðarfundinum á Alþingi í dag, og óskar eftir upplýsingum um hvernig ákvörðunin um val Kjærsgaard fór fram. Þórunn Ólafsdóttir, sem þekkt er fyrir mannréttindabaráttu sína, skrifar á Facebook að með því að gera hana að hátíðarræðumanni sé verið að normalísera viðhorf „sem áttu aldrei aftur að eiga sér hljómgrunn“. Þá skrifar Þórunn: „[...] hún hefur í alvörunni helgað líf sitt baráttunni gegn fjölbreytileikanum og hennar sterkasta vopn er óttinn sem henni og hennar samflokksfólki hefur tekist að planta svo víða.“

Áhrifaflokkur í dönskum stjórnmálum

Danski þjóðarflokkurinn, sem hefur það helst á stefnuskrá sinni að verja frelsi og menningararfleifð Danmerkur, hefur ekki verið útskúfaður með sama hætti og hollenski Frelsisflokkurinn heldur margsinnis komið að stjórn landsins og á nú sæti í þriggja flokka ríkisstjórn. Enda hafa forsvarsmenn hans gætt þess að halla sér ekki um of í átt að öfgahreyfingum, líkt og Susi Meret, aðstoðarprófessor við Álaborgarháskóla, bendir á í viðtali í Kaupmannahafnarpóstinum. „Þetta var stefna sem flokkurinn tók áður en hann fór í stjórn því hann varð að njóta stuðnings á þinginu. Margir þeir sem höfðu tengsl við öfgahreyfingar var hent út [úr flokknum] er það komst í hámæli.“

Og nú er Kjærsgaard forseti danska þingsins. Hún hefur ítrekað komist í fréttir fyrir ummæli sín um útlendinga m.a. lét hún þau orð falla í fréttabréfi flokksins árið 2001 að múslimar væru fólk sem „lygi, svindlaði og blekkti“. Var hún kærð fyrir þessi ummæli en saksóknari lét málið niður falla.

Árið 2008 sagði hún á ársfundi Þjóðarflokksins: „Í mínum augum eiga útlendingar hvorki kröfu til eins eða neins! En Danir eiga hins vegar kröfu á sjálfsákvörðunarrétti!“ Þá sagði hún um svipað leyti að það væri hræðilegt að fólk gæti klæðst hefðbundnum fatnaði múslima í þingsal.

Í fyrra, svo dæmi sé tekið, setti flokkurinn svo fram þá hugmynd að setja upp gaddavírsgirðingar á landamærunum að Þýskalandi.

Þekktust eru þó líklega þau ummæli hennar að útlendingar fjölguðu sér eins og kanínur sem  hún lét falla á fundi í Óðinsvéum og greint var frá í Politiken árið 1994.

Kjærsgaard leiddi Danska þjóðarflokkinn í sautján ár en stjórnmálaferill hennar spannar fjóra áratugi:

Árið 1978 gekk hún til liðs við Framfaraflokkinn og árið eftir var hún komin á þing. Árið 1985 var hún orðin formaður flokksins og var það allt til ársins 1994. Í kjölfar átaka innan flokksins stofnaði hún Danska þjóðarflokkinn árið 1995 ásamt Kristian Thulesen Dahl, Ole Donner og Poul Nødgaard. Ári síðar var hún valin formaður flokksins á fyrsta ársfundi hans. Á árunum 2001-2011 varði flokkurinn minnihlutastjórn í landinu falli en eftir ósigur í kosningunum árið 2011 stóð hann utan við stjórnina en vann þó náið með stjórnarflokkum að ýmsum málum.

Árið 2012 hætti Kjærsgaard svo sem formaður flokksins en tók við nýrri stöðu innan hans og hefur hún því enn mikil áhrif á útlendingastefnu hans, skóla- og menningarmál og fleira.

mbl.is

Innlent »

Farbann yfir Sigurði staðfest

11:41 Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sigurður Kristinsson skuli sæta farbanni til 6. september.  Meira »

Undir lögaldri á 151 km hraða

11:26 Lögreglan á Suðurnesjum hefur kært á annan tug ökumanna fyrir of hraðan akstur það sem af er viku. Sá sem hraðast ók mældist á 151 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Meira »

Umferðaróhapp á Reykjanesbraut

11:25 Draga þurfti tvær bifreiðar af vettvangi eftir umferðaróhapp á Reykjanesbraut í Hafnarfirði á áttunda tímanum í morgun. Fjórum bifreiðum hafði þá lent saman en ekki urðu slys á fólki. Meira »

Mætti bifreið á ofsahraða

11:16 Mildi þykir að ekki fór verr þegar ökumaður sem var á leið um Nesveg í vikunni mætti bifreið sem ekið var á ofsahraða.  Meira »

Enginn vafi um sjálfbærni veiðanna

10:58 Gísli Víkingsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, segir hvalveiðar Íslendinga vera sjálfbærar, enginn vafi leiki á því. „Þessir kvótar eru sjálfbærir, þeir eru mjög varfærnislega ákvarðaðir,“ segir Gísli. Meira »

Leita svara vegna morgunkorns

10:52 Fyrirtækin sem flytja morgunkorn og aðrar kornvörur frá Kelloggs, Quaker og General Mills til Íslands, segjast hafa haft samband við framleiðendur í morgun til þess að fá frekari upplýsingar vegna frétta um að mælst hefur efnið glýfosat í morgunkorni fyrirtækjanna í Bandaríkjunum. Meira »

Ráðherra efast um sjálfbærni hvalveiða

09:47 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, auðlinda- og umhverfisráðherra, segist ekki sannfærður um að hvalveiðar við Ísland séu sjálfbærar. Þetta kemur fram í svari hans við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um hvort hann telji ástæðu til að endurskoða hvalveiðistefnu Íslendinga. Meira »

Sjálfstæðisfélag um fullveldismál tímabært?

09:31 Tímabært og nauðsynlegt kann að vera að stofna félag innan Sjálfstæðisflokksins um fullveldismál að mati Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins. Þetta kemur fram á vefsíðu hans. Meira »

Aukið lánsfé fyrir fleiri hópa

08:38 Stefano Stoppani, forstjóri Creditinfo, segir fleiri hópa samfélagsins nú geta fengið aðgang að lánsfé.  Meira »

6.261 hlotið ríkisborgararétt sl. tíu ár

08:33 6.261 erlendum ríkisborgara eða borgurum án ríkisfangs hefur verið veitt íslenskt ríkisfang undanfarin tíu ár. Rúmlega 72 prósent þeirra eru 18 ára og eldri. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna. Meira »

Liðum mismunað á grundvelli kyns

08:18 „Ég var búin að finna fyrir þessu á eigin skinni í öllum liðum sem ég hef æft með. Það er enn mikið um misrétti í knattspyrnu,“ segir Margrét Björg Ástvaldsdóttir, félagsfræðingur og knattspyrnukona, sem rannsakaði hvort og hvernig knattspyrnufélög mismuni kynjunum þegar umgjörð er annars vegar. Meira »

Vægi ferðaþjónustu ofmetið

08:08 Samtök ferðaþjónustunnar telja að vægi ferðaþjónustu á íslenskum vinnumarkaði kunni að vera verulega ofmetið í fyrri áætlunum. Þetta má lesa úr greiningu Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) sem byggir á nýjum ferðaþjónustureikningum Hagstofu Íslands. Meira »

Lúpínan hefur lokið hlutverki sínu

07:57 Lúpína hefur nýst Landgræðslunni vel sem landgræðslujurt á stórum sandsvæðum. Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri, segir þó að áður hafi þurft að leggja í heilmikinn kostnað við að friða svæðin og binda sandinn.. Meira »

Aukin nýting refsinga utan veggja fangelsa

07:37 „Við erum að sjá vinnu dómsmálaráðherra vera að skila sér en það mun auðvitað taka tíma að vinda ofan af þessum boðunarlistum sem eru uppsafnaður vandi,“ segir Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, um fækkun fólks á boðunarlistum fangelsa hér á landi. Meira »

Vætusamt og svalt á Norður- og Austurlandi

06:59 Fremur hæg norðanátt ríkjandi í dag og því vætusamt og svalt á Norður- og Austurlandi. Skýjað framan af morgni suðvestanlands, en léttir síðan til þar með hita allt að 17 stigum að deginum þegar best lætur. Meira »

Lét öllum illum látum og endaði í klefa

05:53 Beiðni um aðstoð barst til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu skömmu fyrir miðnætti í gær vegna ferðamanns sem lét öllum illum látum á gistiheimili í miðborginni. Maðurinn brást illa við afskiptum lögreglu og veitti harða mótspyrnu við handtöku. Meira »

Skipulagsmál í höfn

05:30 Skipulagsstofnun gerir aðeins minniháttar tæknilegar athugasemdir við drög að deiliskipulagi fyrir Hvalárvirkjun á Ströndum sem Árneshreppur gerir. Meira »

Færri umsóknir um alþjóðlega vernd

05:30 Þótt aðeins þrír íraskir flóttamenn hafi óskað eftir alþjóðlegri vernd hér á landi í júlímánuði eru Írakar fjölmennasti hópur flóttamanna það sem af er ári. Alls hefur 71 Íraki sótt um vernd hér á landi fyrstu sjö mánuði ársins. Meira »

Minna um biðlista á landsbyggðinni

05:30 Betur virðist ganga að finna starfsfólk á frístundaheimili landsbyggðarinnar en Reykjavíkur. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að enn ætti eftir að manna stöður á frístundaheimilum í Reykjavík en vonast er til þess að vandamálið verði leyst bráðlega. . Meira »
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
Skrifstofuhúsnæði til leigu
Skrifstofuhúsnæði til leigu að Smiðjuvegi 3. Hentugt fyrir allt að 6 starfsmenn...