Umdeilda áhrifakonan á Þingvöllum

Pia Kjærsgaard er forseti danska þingsins.
Pia Kjærsgaard er forseti danska þingsins. Ljósmynd/Twitter

Þegar Pia Kjærsgaard hætti sem formaður Danska þjóðarflokksins í september árið 2012, flokksins sem hún hafði stofnað og leitt allt frá árinu 1995, urðu áhrif hennar á stjórnmál víðar en í heimalandinu ljós. Hörð stefna hennar og flokksins í innflytjendamálum hafði farið öfugt ofan í marga Dani en sýn hennar á málaflokkinn var fagnað af þeim sem voru í forystu sambærilegra afla í Evrópu. „Vegna Piu og áhrifa hennar í dönskum stjórnmálum hafa Danir orðið stoltir og sjálfsörugg þjóð sem hefur barist fyrir frelsi gegn íslamsvæðingu og tilskipunum frá Brussel,“ sagði Geert Wilders, formaður hollenska Frelsisflokksins, við Ritzau-fréttastofuna á þessum tíma. „Pia Kjærsgaard hefur verið innblástur fyrir marga pólitíska samherja í öðrum löndum.“

Frelsisflokkurinn hefur það yfirlýsta markmið að berjast gegn því að fólk utan Vesturlanda fái að setjast að í Hollandi. Hann, líkt og Kjærsgaard, hefur verið gagnrýninn á íslam og fjölmenningarstefnuna. Vegna skoðana sinna þurfti Wilders um tíma lögregluvernd allan sólarhringinn. Flokkurinn hefur notið vaxandi fylgis og í fyrra fékk hann tuttugu sæti í fulltrúadeild hollenska þingsins og var orðinn næststærsti flokkurinn þar. Fyrir fram höfðu aðrir flokkar sem buðu fram tilkynnt að þeir myndu ekki mynda stjórn með flokki hans.

Gagnrýna komuna

Koma Kjærsgaard til Íslands í boði Alþingis í tengslum við aldarafmæli fullveldisins, hefur vakið ýmis viðbrögð. Þannig greinir Kjarninn frá því að Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, hafi sent Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis bréf þar sem hann mótmælir komu hennar og ræðuhöldum á hátíðarfundinum á Alþingi í dag, og óskar eftir upplýsingum um hvernig ákvörðunin um val Kjærsgaard fór fram. Þórunn Ólafsdóttir, sem þekkt er fyrir mannréttindabaráttu sína, skrifar á Facebook að með því að gera hana að hátíðarræðumanni sé verið að normalísera viðhorf „sem áttu aldrei aftur að eiga sér hljómgrunn“. Þá skrifar Þórunn: „[...] hún hefur í alvörunni helgað líf sitt baráttunni gegn fjölbreytileikanum og hennar sterkasta vopn er óttinn sem henni og hennar samflokksfólki hefur tekist að planta svo víða.“

Áhrifaflokkur í dönskum stjórnmálum

Danski þjóðarflokkurinn, sem hefur það helst á stefnuskrá sinni að verja frelsi og menningararfleifð Danmerkur, hefur ekki verið útskúfaður með sama hætti og hollenski Frelsisflokkurinn heldur margsinnis komið að stjórn landsins og á nú sæti í þriggja flokka ríkisstjórn. Enda hafa forsvarsmenn hans gætt þess að halla sér ekki um of í átt að öfgahreyfingum, líkt og Susi Meret, aðstoðarprófessor við Álaborgarháskóla, bendir á í viðtali í Kaupmannahafnarpóstinum. „Þetta var stefna sem flokkurinn tók áður en hann fór í stjórn því hann varð að njóta stuðnings á þinginu. Margir þeir sem höfðu tengsl við öfgahreyfingar var hent út [úr flokknum] er það komst í hámæli.“

Og nú er Kjærsgaard forseti danska þingsins. Hún hefur ítrekað komist í fréttir fyrir ummæli sín um útlendinga m.a. lét hún þau orð falla í fréttabréfi flokksins árið 2001 að múslimar væru fólk sem „lygi, svindlaði og blekkti“. Var hún kærð fyrir þessi ummæli en saksóknari lét málið niður falla.

Árið 2008 sagði hún á ársfundi Þjóðarflokksins: „Í mínum augum eiga útlendingar hvorki kröfu til eins eða neins! En Danir eiga hins vegar kröfu á sjálfsákvörðunarrétti!“ Þá sagði hún um svipað leyti að það væri hræðilegt að fólk gæti klæðst hefðbundnum fatnaði múslima í þingsal.

Í fyrra, svo dæmi sé tekið, setti flokkurinn svo fram þá hugmynd að setja upp gaddavírsgirðingar á landamærunum að Þýskalandi.

Þekktust eru þó líklega þau ummæli hennar að útlendingar fjölguðu sér eins og kanínur sem  hún lét falla á fundi í Óðinsvéum og greint var frá í Politiken árið 1994.

Kjærsgaard leiddi Danska þjóðarflokkinn í sautján ár en stjórnmálaferill hennar spannar fjóra áratugi:

Árið 1978 gekk hún til liðs við Framfaraflokkinn og árið eftir var hún komin á þing. Árið 1985 var hún orðin formaður flokksins og var það allt til ársins 1994. Í kjölfar átaka innan flokksins stofnaði hún Danska þjóðarflokkinn árið 1995 ásamt Kristian Thulesen Dahl, Ole Donner og Poul Nødgaard. Ári síðar var hún valin formaður flokksins á fyrsta ársfundi hans. Á árunum 2001-2011 varði flokkurinn minnihlutastjórn í landinu falli en eftir ósigur í kosningunum árið 2011 stóð hann utan við stjórnina en vann þó náið með stjórnarflokkum að ýmsum málum.

Árið 2012 hætti Kjærsgaard svo sem formaður flokksins en tók við nýrri stöðu innan hans og hefur hún því enn mikil áhrif á útlendingastefnu hans, skóla- og menningarmál og fleira.

mbl.is

Innlent »

Hrafnaþing — Þriðji þáttur

Í gær, 22:06 Þriðji þáttur Hrafnaþings er nú aðgengilegur í Sjónvarpi mbl.is. Smávægilegir tæknilegir örðugleikar urðu til þess að þátturinn fór ekki loftið á tilskildum tíma, það er klukkan 20. Meira »

Vann tvær milljónir í Jókernum

Í gær, 21:57 Enginn var með fyrsta vinning í útdrætti kvöldsins í EuroJackpot. Rúmlega 3,8 milljarðar voru í pottinum og flyst upphæðin yfir í næstu viku. Einn var með allar tölurnar réttar og í réttri röð í Jóker og fær hann tvær milljónir í vinning. Miðinn var keyptur í Olís við Gullinbrú í Reykjavík. Meira »

Kerfi loks sniðið að þörfum starfsmanna

Í gær, 20:52 Miðstöðin tók í dag í notkun nýtt samskiptakerfi sem starfsmenn með skerta sjón geta notað. Kerfið var formlega tekið í notkun af Eyþóri Þrastarsyni, blindum starfsmanni Miðstöðvarinnar, en Miðstöðin er þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Meira »

Gillette á hvers manns vörum

Í gær, 20:50 Sérfræðingar í auglýsinga- og markaðsmálum virðast almennt ánægðir með nýja auglýsingu rakvélaframleiðandans Gillette sem vakið hefur mikla athygli í vikunni. Meira »

Harmar ákvörðun ráðuneytisins

Í gær, 20:10 Fjölskylduráð Hafnarfjarðar harmar ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins um að hafna því að greiða fyrir viðbótarrými í Drafnarhúsi fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma. Það er fram á að ákvörðunin verði endurskoðuð. Meira »

Katrín Júl og Margeir gestir

Í gær, 19:13 Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra og margt annað eins og hún segir sjálf og Margeir Vihjálmsson voru gestir síðdegis á K100. Þau munu seint þykja skoðanalaus og var reifað á málefnum vikunnar. Meira »

Boðar lækkun tekjuskatts

Í gær, 17:53 Unnið hefur verið að því um langt skeið að útfæra leiðir til þess að aðstoða aðila vinnumarkaðarins að ná saman í yfirstandandi kjaraviðræðum. Þegar hefur verið gripið til ráðstafana. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við mbl.is um mögulega aðkomu ríkisins að kjaraviðræðum. Meira »

Áreitti og sendi „ógeðslegar typpamyndir“

Í gær, 17:07 Landsréttur hefur staðfest þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm yfir karlmanni fyrir að áreita konu með dónalegum smáskilaboðum. Maðurinn, sem er á fertugsaldri, bauð konunni meðal annars pening í skiptum fyrir kynlíf og sendi henni þrjár typpamyndir. Meira »

Tólf aðstoðarsáttasemjarar tilnefndir

Í gær, 16:54 Ríkissáttasemjari hefur tilnefnt hóp aðstoðarsáttasemjara sem koma til með að aðstoða ríkissáttasemjara og aðstoðarríkissáttasemjara, sem aðeins hefur verið einn hingað til, í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir. Meira »

Skora á ráðuneyti að bregðast við

Í gær, 16:19 Hjúkrunarráð Landspítala skorar á heilbrigðisyfirvöld að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga. Þetta kemur fram í áskorun sem hjúkrunarráð sendi heilbrigðisráðuneyti í gær. Meira »

Pattstaða í fatasöfnun yfir jólin

Í gær, 16:00 „Allt þetta hökt í keðjunni hafði mikil áhrif. Við gátum ekki annað öllu sem okkur barst, en við erum að ná þessu upp aftur og fólk þarf ekki að óttast að ekki verði tekið við fötum í Sorpu um helgina,“ segir Björg Kjartansdóttir, sviðsstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins. Meira »

Skoða aðstæður barnshafandi á landsbyggðinni

Í gær, 15:56 Félags- og barnamálaráðherra og heilbrigðisráðherra kynntu á ríkisstjórnarfundi í morgun áform um skoða í sameiningu breytingar til að styðja betur við barnshafandi konur á landsbyggðinni og fjölskyldur þeirra. Meira »

Greiðir fyrir beinu flugi milli Íslands og Japans

Í gær, 15:28 Sendinefnd utanríkisráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins fundaði með fulltrúum samgönguráðuneytis Japans í Tókýó í gær um gagnkvæm loftferðasamskipti. Meira »

Flugvirkjar semja við Bluebird

Í gær, 14:53 Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Bluebird undirrituðu kjarasamning í húsakynnum ríkissáttasemjara á öðrum tímanum í dag samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara. Meira »

Mikill meirihluti vill seinkun klukku

Í gær, 14:48 Rúm 63% Íslendinga eru hlynnt því að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund frá því sem nú er, en rúm 36% vilja óbreytta stöðu klukkunnar. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Meira »

Landsréttur staðfestir dóm yfir Cairo

Í gær, 14:11 Sextán ára fangelsisdómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Khaled Cairo, sem varð Sanitu Brauna að bana í íbúð við Hagamel í september árið 2017, hefur verið staðfestur af Landsrétti. Cairo mun una niðurstöðu Landsréttar. Meira »

Vatnsmýri verði 102 Reykjavík

Í gær, 13:56 Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær tillögu borgarstjóra um að þess verði farið á leit við póstnúmeranefnd Íslandspósts að Vatnsmýri fái póstnúmerið 102. Íbúar í Skerjafirði eru mótfallnir breytingunni og segja að íbúðaverð muni lækka við póstnúmerabreytinguna. Meira »

Meðferð Hjartar Elíasar gengur vel

Í gær, 13:45 „Það gengur vel með Hjört sem lauk krabbameinsmeðferð þegar hann útskrifaðist frá Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð en hann þarf enn að taka krabbameinslyf. Hjörtur fór í jáeindaskanna í dag [í gær] og það kemur í ljós næstu daga hvort hann sé læknaður af krabbameininu,“ segir móðir hans. Meira »

Nauðungarvistun litlar skorður settar

Í gær, 13:38 Sérfræðinefnd Evrópuráðsins hefur ítrekað farið fram á endurbætur á lögræðislögum Íslands, en það er ekkert í íslenskum lögum sem kemur í veg fyrir að saga Aldísar Schram, dóttur Jóns Baldvins Hannibalssonar, endurtaki sig. Meira »
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR ÚTSALA er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur fyrir falleg heimili. ÚTSALA Handskornar kristal...
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Gæðamotta keypt í Persíu, stærð 2x140,.
Gæðamotta keypt í Persíu, stærð 2x140. Verð 4000. Upplýsingar í síma 6942326 eða...