Umdeilda áhrifakonan á Þingvöllum

Pia Kjærsgaard er forseti danska þingsins.
Pia Kjærsgaard er forseti danska þingsins. Ljósmynd/Twitter

Þegar Pia Kjærsgaard hætti sem formaður Danska þjóðarflokksins í september árið 2012, flokksins sem hún hafði stofnað og leitt allt frá árinu 1995, urðu áhrif hennar á stjórnmál víðar en í heimalandinu ljós. Hörð stefna hennar og flokksins í innflytjendamálum hafði farið öfugt ofan í marga Dani en sýn hennar á málaflokkinn var fagnað af þeim sem voru í forystu sambærilegra afla í Evrópu. „Vegna Piu og áhrifa hennar í dönskum stjórnmálum hafa Danir orðið stoltir og sjálfsörugg þjóð sem hefur barist fyrir frelsi gegn íslamsvæðingu og tilskipunum frá Brussel,“ sagði Geert Wilders, formaður hollenska Frelsisflokksins, við Ritzau-fréttastofuna á þessum tíma. „Pia Kjærsgaard hefur verið innblástur fyrir marga pólitíska samherja í öðrum löndum.“

Frelsisflokkurinn hefur það yfirlýsta markmið að berjast gegn því að fólk utan Vesturlanda fái að setjast að í Hollandi. Hann, líkt og Kjærsgaard, hefur verið gagnrýninn á íslam og fjölmenningarstefnuna. Vegna skoðana sinna þurfti Wilders um tíma lögregluvernd allan sólarhringinn. Flokkurinn hefur notið vaxandi fylgis og í fyrra fékk hann tuttugu sæti í fulltrúadeild hollenska þingsins og var orðinn næststærsti flokkurinn þar. Fyrir fram höfðu aðrir flokkar sem buðu fram tilkynnt að þeir myndu ekki mynda stjórn með flokki hans.

Gagnrýna komuna

Koma Kjærsgaard til Íslands í boði Alþingis í tengslum við aldarafmæli fullveldisins, hefur vakið ýmis viðbrögð. Þannig greinir Kjarninn frá því að Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, hafi sent Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis bréf þar sem hann mótmælir komu hennar og ræðuhöldum á hátíðarfundinum á Alþingi í dag, og óskar eftir upplýsingum um hvernig ákvörðunin um val Kjærsgaard fór fram. Þórunn Ólafsdóttir, sem þekkt er fyrir mannréttindabaráttu sína, skrifar á Facebook að með því að gera hana að hátíðarræðumanni sé verið að normalísera viðhorf „sem áttu aldrei aftur að eiga sér hljómgrunn“. Þá skrifar Þórunn: „[...] hún hefur í alvörunni helgað líf sitt baráttunni gegn fjölbreytileikanum og hennar sterkasta vopn er óttinn sem henni og hennar samflokksfólki hefur tekist að planta svo víða.“

Áhrifaflokkur í dönskum stjórnmálum

Danski þjóðarflokkurinn, sem hefur það helst á stefnuskrá sinni að verja frelsi og menningararfleifð Danmerkur, hefur ekki verið útskúfaður með sama hætti og hollenski Frelsisflokkurinn heldur margsinnis komið að stjórn landsins og á nú sæti í þriggja flokka ríkisstjórn. Enda hafa forsvarsmenn hans gætt þess að halla sér ekki um of í átt að öfgahreyfingum, líkt og Susi Meret, aðstoðarprófessor við Álaborgarháskóla, bendir á í viðtali í Kaupmannahafnarpóstinum. „Þetta var stefna sem flokkurinn tók áður en hann fór í stjórn því hann varð að njóta stuðnings á þinginu. Margir þeir sem höfðu tengsl við öfgahreyfingar var hent út [úr flokknum] er það komst í hámæli.“

Og nú er Kjærsgaard forseti danska þingsins. Hún hefur ítrekað komist í fréttir fyrir ummæli sín um útlendinga m.a. lét hún þau orð falla í fréttabréfi flokksins árið 2001 að múslimar væru fólk sem „lygi, svindlaði og blekkti“. Var hún kærð fyrir þessi ummæli en saksóknari lét málið niður falla.

Árið 2008 sagði hún á ársfundi Þjóðarflokksins: „Í mínum augum eiga útlendingar hvorki kröfu til eins eða neins! En Danir eiga hins vegar kröfu á sjálfsákvörðunarrétti!“ Þá sagði hún um svipað leyti að það væri hræðilegt að fólk gæti klæðst hefðbundnum fatnaði múslima í þingsal.

Í fyrra, svo dæmi sé tekið, setti flokkurinn svo fram þá hugmynd að setja upp gaddavírsgirðingar á landamærunum að Þýskalandi.

Þekktust eru þó líklega þau ummæli hennar að útlendingar fjölguðu sér eins og kanínur sem  hún lét falla á fundi í Óðinsvéum og greint var frá í Politiken árið 1994.

Kjærsgaard leiddi Danska þjóðarflokkinn í sautján ár en stjórnmálaferill hennar spannar fjóra áratugi:

Árið 1978 gekk hún til liðs við Framfaraflokkinn og árið eftir var hún komin á þing. Árið 1985 var hún orðin formaður flokksins og var það allt til ársins 1994. Í kjölfar átaka innan flokksins stofnaði hún Danska þjóðarflokkinn árið 1995 ásamt Kristian Thulesen Dahl, Ole Donner og Poul Nødgaard. Ári síðar var hún valin formaður flokksins á fyrsta ársfundi hans. Á árunum 2001-2011 varði flokkurinn minnihlutastjórn í landinu falli en eftir ósigur í kosningunum árið 2011 stóð hann utan við stjórnina en vann þó náið með stjórnarflokkum að ýmsum málum.

Árið 2012 hætti Kjærsgaard svo sem formaður flokksins en tók við nýrri stöðu innan hans og hefur hún því enn mikil áhrif á útlendingastefnu hans, skóla- og menningarmál og fleira.

mbl.is

Innlent »

Eldur í rusli í Varmadal

16:28 Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu fór á fimmta tímanum í dag í útkall vegna elds í rusli og smádóti í Varmadal á Kjalarnesi. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var í fyrstu talið að um húsbruna væri að ræða. Dregið var úr viðbúnaði eftir að annað kom í ljós. Meira »

Föðursystirin var ekki böðull

16:00 Þegar Burt Reynolds dó uppgötvaði undirrituð að hann var ekki Tom Selleck. Þar til þá hafði ég haldið að þeir væru einn og sami maðurinn. Um daginn hitti ég mann og þurfti að útskýra fyrir honum að Stefán Hilmarsson og Sigmundur Ernir væru ekki hálfbræður. Hann hafði líka haldið það hálfa ævina. Meira »

Aðgerðir vegna aukningar í nýgengi örorku

15:45 Nýgengi örorku og fyrirbyggjandi aðgerðir voru til umræðu á Þingvöllum á K100 í morgun en gestir Páls Magnússonar, þingmanns og þáttastjórnanda, voru þau Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Virk starfsendurhæfingarsjóðs, og Þórunn Gunnarsdóttir, iðjuþjálfi frá Virk. Meira »

Vill sjá meiri samvinnu Hafró og útgerða

15:22 „Öðru fremur hefur það verið pólitíkin og þessi pólitíski rétttrúnaður um það að aldrei megi leita að neinu úr smiðju útvegsmanna, sem hefur verið til skaða,“ segir Binni í Vinnslustöðinni. 200 mílur tóku hann tali í vikunni vegna fyrirhugaðrar loðnuleitar, en enginn kvóti hefur verið gefinn út fyrir loðnuvertíðina eftir að ekki fannst nægt magn af loðnu í loðnuleiðangri Hafrannsóknastofnunar. Meira »

Jón fyrirgefur ljót skrif um sig

14:53 Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður hefur ákveðið að fyrirgefa konunum sem létu ljót ummæli falla um hann í lokaða Facebook-hópnum „Karlar að gera merkilega hluti“. Jón Steinar skrifaði grein í Morgunblaðið á föstudaginn þar sem hann sagði frá ummælunum. Meira »

Sóttu mikið slasaðan skipverja

14:48 Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, var kölluð út til þess að sækja mikið slasaðan skipverja filippeysks flutningaskips nú fyrir hádegi. Skipið var statt um 60 sjómílur suðaustan við Vestmannaeyjar þegar þyrlu Landhelgisgæslunnar bar að á ellefta tímanum í dag. Meira »

Ekki eins og rúða í stofuglugganum

14:28 Brot í rúðu flugstjórnarklefa í farþegavél Icelandair sem kom upp í flugi frá Orlando til Reykjavíkur í gær var aðeins í ysta lagi rúðunnar, sem er eitt lag af mörgum. Þetta segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair í samtali við mbl.is. Meira »

Mál Áslaugar enn til skoðunar

13:13 Mál Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, sem var sagt upp störfum sem forstöðumanni einstaklingsmarkaðar Orku náttúrunnar, er enn til skoðunar hjá innri endurskoðun Reykjavíkurborgar og hefur hún ekki fengið skýringar á því hvers vegna henni var sagt upp. Þetta skrifar Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu, á Facebook í dag. Meira »

Mun ekki höfða mál gegn femínistunum

12:37 Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður ætlar ekki að höfða mál gegn femínistunum sem höfðu um hann ljót ummæli á lokaða Facebook-svæðinu „Karlar gera merkilega hluti“. Jón Steinar var gestur Páls Magnússonar í þjóðmálaþættinum Þingvöllum á K100 í morgun. Meira »

Ójöfn lýsing á Reykjanesbraut

10:26 Vegfarendur á Reykjanesbraut hafa gert athugasemdir við nýja ljósastaura sem settir hafa verið upp við veginn. Ljósið sé mjög skært við staurana en algert myrkur sé þess í milli. Svæðisstjóri hjá Vegagerðinni segir að tekin hafi verið meðvituð ákvörðun um að uppfylla ekki lýsingarstaðla. Meira »

Miklar skemmdir á rúðunni

10:24 Flugáhugamaður og ljósmyndari hefur birt mynd af skemmdunum sem urðu á rúðu farþegavélar Icelandair þegar hún var á leið frá Orlando í Flórída til Keflavíkur aðfaranótt laugardags. Meira »

Gul viðvörun víða um land

08:59 Gul viðvörun er í gildi víða um land, en 980 mb lægð er stödd úti fyrir Húnaflóa og í nótt var suðvestanhvassviðri eða stormur á landinu. Þessu hafa fylgt miklar rigningar, en búast má við að snjói á fjallvegum norðvestan til og norðan til á landinu. Meira »

Stúlkurnar eru fundnar

07:40 Stúlk­urn­ar þrjár sem lög­regl­an lýsti eft­ir seint í gær­kvöld eru komn­ar í leitin­ar. Lög­regl­an á Suður­landi til­kynnti það á face­booksíðu sinni klukk­an fimm í nótt að þær væru komn­ar fram. Meira »

Ók bíl inn verslun og stakk af

07:36 Um ellefuleytið í gærkvöldi var bifreið ekið inn í verslun í Breiðholti. Engan sakaði en ökumaðurinn lét sig hverfa af vettvangi. Þegar lögreglan hafði samband við eiganda bifreiðarinnar kom hann af fjöllum og hafði ekki áttað sig á því að bifreiðin hafði verið tekin ófrjálsri hendi. Meira »

Tvær loðnuvertíðir gætu verið í uppnámi

06:48 Þrátt fyrir að loðnuleiðangur í síðasta mánuði hafi verið umfangsmeiri heldur en í áratugi var niðurstaðan sú að lítið fannst af loðnu. Eins og staðan er núna verður ekki gefinn út loðnukvóti fyrir vertíðina, sem annars hefði átt að byrja í janúar. Meira »

Lögregla lýsir eftir þremur stúlkum

00:47 Lögreglan á Suðurlandi lýsir eftir þremur stúlkum sem allar eru á 16. aldursári, en þær fóru frá heimilum sínum á Selfossi í gærkvöldi. Heita þær Ísabella Máney Grétarsdóttir, Andrea Ósk Waagfjörð og Hrafnhildur Malen Lýðsdóttir. Meira »

„Markmiðið að engin kveiki í geitinni“

Í gær, 21:50 „Aðallega þykir okkur vænt um jólageitina og þetta er náttúrulega dýr búnaður, jólaseríur og fleira,“ segir Gunnlaugur Fannar Jónsson, öryggisstjóri IKEA, í við fyrirspurn mbl.is um nauðsyn sólarhringsvöktunar við hina margfrægu jólageit IKEA við Kauptún í Garðabæ. Meira »

Japönsk kvikmynd þótti of dónaleg

Í gær, 20:37 Það er margt sem saga kláms á Íslandi á sameiginlegt með sögu kláms annars staðar í heiminum, en af því var minna framleitt hér á landi en víða annars staðar. Þetta segir Kristín Svava Tómasdóttir, höfundur sagnfræðiritsins Stund klámsins. Meira »

Stefnir í tvöfaldan lottópott

Í gær, 19:51 Eng­inn var með fyrsta vinn­ing í Lottó í kvöld og stefn­ir því í tvö­fald­an pott í næstu viku. Tveir deildu hins vegar með sér öðrum vinningi og hljóta þeir 158 þúsund krónur hvor. Annar miðinn var í áskrift en hinn var keyptur í verslun 10-11 á Laugaveginum. Meira »
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ Deutz 50 kw
DEK og Deutz rafstöðvar 30 kw og 50 kw ,útvegum allar stærðir. Vinnu rafstöðva...
Byggingarstjóri
Byggingarstjóri 659 5648 Allar byggingarframkvæmdir sem krefjast byggingale...
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sneglu-Halli eftir Símon Dalaskáld Guðmundar...