Yfirvinnubann ljósmæðra hafið

Fjöldi fólks kom saman á Austurvelli í dag til að …
Fjöldi fólks kom saman á Austurvelli í dag til að sýna ljósmæðrum stuðning í kjaradeilunni við ríkið. mbl.is/Árni Sæberg

Yfirvinnubann ljósmæðra tók gildi nú á miðnætti en Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði í samtali við mbl.is fyrr í dag að hættuástand væri að skapast á spítalanum.

Páll sagði að með yfirvinnubanninu færðist vandinn víðar. Hann sé ekki eingöngu á meðgöngu- og sæng­ur­kvenna­gangi held­ur einnig á fæðing­ar­gangi. Auk þess er yfirvinnubann á öðrum stofnunum sem hafa létt undir með Landspítalanum.

Kjara­deil­ur og heil­brigðisþjón­usta er alltaf eitruð blanda en hún er al­veg sér­stak­lega eitruð hér þegar um fæðandi kon­ur er að ræða,“ sagði Páll.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sögðu í gær að ekki hefði verið rætt að setja lög á yfirvinnubannið. Svandís sagðist enn telja að raunhæft væri að deiluaðilar gætu samið.

Boðað hefur verið til fund­ar í kjara­deilunni á mánu­dag­inn eft­ir tæpa viku klukk­an 10 í hús­næði rík­is­sátta­semj­ara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert