Gerðardómur eins og happadrættismiði

Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra.
Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra. mbl.is/Hari

„Miðlunartillagan felur í sér nákvæmlega sama samning og ljósmæður felldu núna í júní, ekkert meira og ekkert öðruvísi. Það að setja svo málið í gerðardóm eins og var talað um, það í rauninni er svolítið ótryggt að okkar mati, þegar ekkert meira kemur samhliða,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra í samtali við mbl.is.

Hún segir að um leið og ljósmæður myndu samþykkja að setja deiluna í gerðardóm missi þær samningsumboð sitt og að á það geti þær ekki fallist, án þess að hafa einhverja tryggingu um hækkanir umfram samninginn sem hefur áður verið felldur.

Líkir Katrín Sif því við að kaupa happdrættismiða, að samþykkja að deilan fari til gerðardóms án þess að ljósmæður hafi nokkuð í hendi annað en þann samning sem þær felldu í júní.

„Gerðardómur er náttúrlega skipaður aðilum sem eru skipaðir af ríkinu, sem starfa á vegum ríkisins og fá greitt frá ríkinu og starfa eftir forskrift frá ríkinu,“ segir Katrín Sif og hljómar ekki sannfærð um að úrskurður gerðardóms yrði ljósmæðrum hagfelldur.

Undarlegt að lesa ummæli Gunnars

Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins í deilunni, sagði í samtali við mbl.is í dag að það væri „beinlínis rangt“ hjá Katrínu að halda því fram að ekkert nýtt hefði fælist í hugmynd ríkissáttasemjara um að láta áður felldan samning ljósmæðra taka gildi og vísa svo launasetningu ljósmæðra til þriggja manna gerðardóms.

„Mér fannst þetta mjög undarlegt, að lesa þessi ummæli frá honum Gunnari Björnssyni, af því að staðan er þannig að við erum ekki með neitt á borðinu nema samninginn sem búið er að hafna og svo vilyrði fyrir því að gerðardómur fari yfir mál. Við erum ekki með neitt í hendi,“ segir Katrín Sif.

Hún segir að meira þurfi til að þær sem sagt hafa upp störfum komi aftur til starfa og til að tryggja að þær sem séu enn starfandi kjósi að vera það áfram. Kröfum ljósmæðra um 60 milljón krónur utan miðlæga kjarasamningsins, hafi verið hafnað.

Vildu að 60 milljónum yrði bætt við til stofnana

„Við óskuðum eftir því að það yrði lagt inn, til hliðar við miðlæga samninginn, allavega 120 milljónir sem hægt væri að setja inn á stofnanir til að hægt væri að sýna fram á að það væri einhver leiðrétting föst á borði.

Það snerist þá um það að bæta við 60 milljónum við það sem átti að fylgja í fyrra tilboði, þó að það sé í rauninni ekki eiginlegur hluti af miðlægum kjarasamningum.Því var hafnað, það var ekki hægt, þannig að þeir voru ekki tilbúnir til þess að gefa okkur neina tryggingu,“ segir Katrín Sif.

„Staðan er bara orðin þannig, þetta hefur gengið svo ofboðslega langt og svo mikið sem hefur gengið á að ljósmæður koma ekkert aftur til starfa fyrir orð á blaði og möguleikann á því að komi kannski úrskurður um eitthvað. Það þarf að hafa eitthvað fast í hendi,“ segir Katrín Sif sem segir tillögu ríkissáttasemjara í dag hafa strandað á því að þessar 60 milljónir kæmu til stofnana frá velferðarráðuneytinu.

„Svo við hefðum allavega einhverjar smá hækkanir, sem er náttúrlega ekki mikið þegar það deilist niður á 19 stofnanir og 280 ljósmæður, en það var ekki vilji til þess,“ segir Katrín Sif.

mbl.is

Innlent »

Ungur háskólanemi vann 40 milljónir

10:13 Háskólanemi um tvítugt vann 41,4 milljónir króna í Lottóinu á laugardaginn. Hann er með þeim yngri sem komið hefur í heimsókn til Íslenskrar getspár til að sækja vinning. Meira »

Dettur í hug Kúba norðursins

10:13 „Ég batt vonir við að eftir fund með bankaráði þann 27. nóvember sl. myndi málinu ljúka en ekki þyrfti að fara með það inn í sjöundu jól og áramót,“ skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í bréfi til bankaráðs Seðlabanka Íslands. Meira »

Mætti meta menntun betur

10:02 Drífa Snædal, fyrrverandi framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir nýja rannsókn á högum erlendra kvenna á íslenskum vinnumarkaði sýna að ýmislegt megi gera betur. Svo sem mat á menntun þeirra sem koma erlendis frá til að vinna hér á landi. Meira »

BDSM-hneigður transmaður

09:54 Mjög miklir fordómar eru ríkjandi gagnvart BDSM-hneigðum. Þetta kom fram í máli Sólhrafns Elí Gunnars sem er BDSM-hneigður transmaður. Hann heimsótti Ísland vaknar og opnaði græjutöskuna og sýndi áhorfendum tæki eins og svipur, bönd og skæri. Meira »

Nýtt meðferðarheimili verði í Garðabæ

09:50 Stefnt er að því að framkvæmdir við nýtt meðferðarheimili fyrir unglinga hefjist á næsta ári í Garðabæ.  Meira »

Launamunur kynja minnstur hér á landi

08:31 Konur í heiminum þénuðu að meðaltali 68% af launum karla árið 2018, en á Íslandi er launamunurinn minnstur þegar kemur að sambærilegum störfum, en hérlendis þénuðu konur tæplega 86% af launum karla. Meira »

Fleiri fóru til sýslumanns heldur en prests

08:18 Nærri lætur að annað hvert par sem gifti sig í síðasta mánuði hafi fengið sýslumann til að annast athöfnina. Í nóvember stofnuðu 242 einstaklingar til hjúskapar og af þeim gengu 122 í hjúskap hjá sýslumanni eða 50,4%. Meira »

Lungnasjúklingar haldi sig innan dyra

07:59 „Við höfum engin önnur úrræði en að halda okkur innandyra og loka gluggum,“ segir Kjartan Mogensen, formaður Samtaka lungnasjúklinga, um mengun frá flugeldum um hver áramót. Meira »

Bensínverð hækkar um 3,30 krónur

07:57 Bensínverð á Íslandi mun hækka um 3,30 krónur á lítra um áramót vegna skattahækkana. Þetta kemur fram í útreikningum Félag Íslenskra bifreiðareiganda (FÍB). Verð á dísilolíu mun hækka um 3,1 krónur á hvern lítra. Meira »

Nýtt skip Eimskips næsta sumar

07:37 Fyrra skipið af tveimur, sem eru í smíðum fyrir Eimskipafélagið í Kína, var sjósett föstudaginn 14. desember síðastliðinn. Vinna við skipið heldur áfram og má búast við því að það komi til Íslands eftir mitt ár 2019, samkvæmt upplýsingum Ólafs William Hand, upplýsingafulltrúa Eimskips. Meira »

Ný veðurstöð í Víðidal

07:19 Ný veðurstöð Veðurstofunnar í Víðidal hefur verið tekin í gagnið. Veðurstöðin verður það sem er kallað „fjölþáttaveðurstöð“ en það þýðir að hún mælir hita, úrkomu, raka, skyggni og skýjafar. Ekki er farið að mæla allar breytur en sem stendur mælir stöðin hita, vind, rakastig og loftþrýsting. Meira »

Rigning og slydda um jólin

06:55 Spáð er rigningu á aðfangadag á landinu fyrir utan Norðaustur- og Austurland, þar verður að mestu þurrt. Á jóladag er von á slyddu og snjókomu. Meira »

Alvarleg líkamsárás á bar

06:03 Tilkynnt var til lögreglunnar um alvarlega líkamsárás á bar í Mosfellsbæ á tíunda tímanum í gærkvöldi. Þar hafði maður verið kýldur og misst meðvitund og eins var hann með skurð við eyra. Meira »

Meiri ásókn í sjúkrasjóði

05:30 „Gríðarleg fjölgun umsókna um sjúkradagpeninga hjá Sjúkrasjóði BHM síðastliðna tvo mánuði og stærð sjóðsins gerði það að verkum að við þurftum að bregðast við og breyta úthlutunarreglum hans, segir Maríanna Helgadóttir, stjórnarformaður sjúkrasjóðs BHM. Meira »

Veturinn ódýr það sem af er

05:30 Um 100 milljónir hafa sparast í vetrarþjónustu hjá Reykjavíkurborg í haust samanborið við haustið í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá borginni var kostnaður við vetrarþjónustu frá júlí til desember árið 2017 alls 245,6 milljónir. Meira »

Þorsteinn talaði mest í haust

05:30 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, er sá sem mest og lengst talaði á nýafstöðnu haustþingi. Alþingi fór í jólaleyfi á föstudaginn og þing mun koma saman að nýju mánudaginn 21. janúar. Meira »

Andlát: Valgarður Egilsson læknir

05:30 Valgarður Egilsson, yfirlæknir og prófessor lést á heimili sínu í fyrradag, 78 ára að aldri. Auk starfa að læknavísindum var Valgarður skáld og rithöfundur og vann nokkuð við leiðsögn ferðafólks. Meira »

Störfum gæti fækkað um 1.400

05:30 Störfum gæti fækkað um 1.400 á næstu sex mánuðum samkvæmt niðurstöðum nýrrar Gallupkönnunar á meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins. Meira »

Horft verður til hækkana

05:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir áform ríkisstjórnarinnar um lækkun tekjuskatts verða endurmetin ef samið verði um óábyrgar launahækkanir í komandi kjarasamningum. Meira »
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
BÓKHALD
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...