Greint frá komu Kjærsgaard í apríl

Steingrímur J. Sigfússon og Pia Kjærsgaard.
Steingrímur J. Sigfússon og Pia Kjærsgaard. LJósmynd/Alþingi

Pia Kjærsgaard mun flytja sérstakt ávarp á Þingvallafundi og kveðju dönsku þjóðarinnar á fullveldisári Íslands.“ Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Alþingis frá 20. apríl en daginn áður funduðu Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Kjærsgaard.

Töluvert hefur verið rætt og ritað um þá ákvörðun að bjóða Kjærgaard að flytja ávarp á hátíðarfundinum sem fram fór í gær. Hún er stofnandi Danska þjóðarflokksins en hörð stefna hennar í málefnum innflytjenda hefur vakið andúð margra.

Frétt mbl.is

Þingflokkur Pírata ákvað að sniðganga fundinn vegna þess að Kjærsgaard var boðið að flytja ávarp. Þá gekk Helga Vala Helgadóttir burt af þingpöllum þegar Kjærsgaard tók til máls.

Steingrímur sagði í samtali við mbl.is í gær að boð Kjærsgaard hefði ekkert með skoðanir hennar að gera, heldur vegna þess að hún er forseti danska þingsins. Hann sagði málið hafa verið undirbúið í góðu og miklu samráði allra flokka. „Ég hafði ekki hugmynd um að það væri ágrein­ing­ur um eitt eða neitt í þeim efn­um fyrr en í há­deg­inu í dag [gær],“ sagði Steingrímur.

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og fulltrúi í forsætisnefnd, gagnrýndi í gær að ekki hefði verið upplýst aðkomu Kjærs­ga­ard fyrr en í gær þrátt fyr­ir að henni hafi verið boðið til lands­ins í apríl. Hann ætlar að kalla eftir skýrum svörum frá forsætisnefnd vegna málsins. 

Jón Þór var á fundi for­sæt­is­nefnd­ar Alþing­is í fyrradag þar sem til­kynnt var um komu Kjærs­ga­ard en gerði ekki at­huga­semd frek­ar en aðrir. Hann seg­ist ekki hafa áttað sig á því hver hún væri. Þá gagn­rýn­ir hann að for­sæt­is­nefnd hafi ekki verið upp­lýst um málið fyrr en degi fyr­ir hátíðar­fund­inn og að þá hafi Kjærs­ga­ard verið kom­in til lands­ins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert