Hvalurinn ekki steypireyður

Erlendir fjölmiðlar og sérfræðingur héldu því margir fram að hvalurinn ...
Erlendir fjölmiðlar og sérfræðingur héldu því margir fram að hvalurinn væri steypireyður. Ljósmynd/Hard To Port

Hvalurinn sem Hvalur hf. veiddi aðfaranótt 8. júlí síðastliðinn er blendingshvalur en ekki steypireyður. Þetta staðfesti erfðarannsókn á sýni hvalsins. Samkvæmt niðurstöðu rannsóknarinnar var móðirin steypireyður en faðirinn langreyður.

„Þetta kom okkur ekki á óvart. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem svona sést en í ljósi allrar umræðunnar bæði innanlands og utanlands þá töldum við rétt að flýta greiningunni til að fá þetta staðfest,“ segir Þorsteinn Sigurðsson, talsmaður Hafrannsóknarstofnunar.

Dýra­vernd­un­ar­sam­tök­in Hard To Port birtu mynd á Face­book-síðu sam­tak­anna þar sem stungið er upp á því að hvalurinn sem veiðst hafði væri fágætur blendingshvalur. Í kjölfarið tóku erlendir fjölmiðlar að fjalla um málið og víðast hvar var hvalurinn sagður vera steypireyður.

Þorsteinn segist ekki vita af hverju erlendir sérfræðingar og fjölmiðlar hafi sagt í fréttaflutningi sínum að hvalurinn væri steypireyður þar sem ytri einkenni hvalsins sem sjást á yfirborði sjávar hafi öll svipað til langreyðar. „Einkenni steypireyðar sjást þegar þú ferð undir yfirborðið á kviðnum og þú sérð það náttúrulega ekki fyrr en dýrið er fallið og komið í land. Þannig það var enginn vafi hjá okkar starfsfólki.“

Ekki hægt að ruglast á tegundum

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. segir að niðurstöður erfðarannsóknarinnar hafi ekki komið honum á óvart frekar en starfsfólki Hafrannsóknarstofnunar. „Þetta passar alveg við það sem ég hef sagt áður. Þetta lá alveg klárt fyrir og var aldrei nein spurning.“

Veiðar á Steypireyði eru ólöglegar við Íslandsstrendur og ekki víst hvaða viðurlögum Hvalur hf. hefði þurft að sæta hefði niðurstaða rannsóknarinnar verið sú að hvalurinn væri steypireyður.  

„Ég var ekkert stressaður yfir þessu. Ég var alveg sannfærður um þetta. Við erum búin að vera í þessu það lengi. Sjómennirnir okkar þekkja alveg muninn á langreyði og steypreyði, þeir eru allt öðruvísi þegar þú sérð þá í sjónum. Þeir kunna sitt fag.“

Hvalur hf. hóf veiðar á langreyðum aftur í sumar eftir tveggja ára hlé og hafa það sem af er sumars veitt um það bil fjörtíu hvali. Blendingshvalurinn sem veiddist var númer tuttugu og tvö í röðinni.

Fimmti blendingurinn frá 1983

Fimm afkvæmi langreyðar og steypireyðar hafa veiðst við Íslandsstrendur frá árinu 1983 og þar af hafa starfsmenn Hvals hf. landað fjórum. Við erfðagreiningu hvalsins sem fór fram á rannsóknarstofu MATÍS var sýni hvalsins greint ásamt öðrum sýnum úr blendingum sem safnað hefur verið úr atvinnureiðum frá því að fyrsti blendingurinn veiddist árið 1983.

Á myndinni má sjá niðurstöður fyrir alla hvalina sem rannsakaðir ...
Á myndinni má sjá niðurstöður fyrir alla hvalina sem rannsakaðir voru. Einleitu rauðu súlurnar sýna langreyði en grænu heilu súlurnar sýna eldri sýni úr steypireyði. Þau 5 sýni sem eru bæði rauð og græn eru úr hvölum sem greinast sem blendingar. Umræddur hvalur er númer 22. Ljósmynd/ Hafrannsóknarstofnun

Þá voru sýni úr langreyðum og steypireyðum einnig skoðuð til samanburðar. Niðurstöður greininganna staðfesta að allir hvalirnir sem greindir  hafa verið sem blendingar af útlitseinkennum eru blendingar af fyrstu kynslóð þar sem annað foreldrið var hreinn steypireyður og hitt foreldrið langreyður.

mbl.is

Innlent »

Ullað í borgarráði Reykjavíkur

22:36 Fulltrúar minnihlutans í borgarráði Reykjavíkur bókuðu í dag „alvarlegar athugasemdir“ við það að Líf Magneudóttir, fulltrúi Vinstri græna, hefði ullað framan í annan borgarráðsfulltrúa í upphafi fundar. Meira »

95 ára skellti sér í fallhlífastökk

22:07 Páll Bergþórsson fyrrverandi veðurstofustjóri varð í dag ef til vill elsti Íslendingurinn til að fara í fallhlífarstökk. „Ljómandi huggulegt,“ segir Páll um upplifunina. Meira »

Staðsetning Íslands mikilvæg á ný

21:55 Ísland hefur orðið mikilvægari samstarfsaðili á sviði öryggis- og varnarmála vegna breyttrar stöðu í heimsmálunum og tengist það landfræðilegri legu landsins í Norður-Atlantshafi, segir Ine Marie Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs, í samtali við blaðamann. Meira »

Andarnefjan komin á flot

21:25 „Hún er komin af stað og byrjuð að synda. Það er bátur að fylgja henni og við ætlum að reyna að hafa hann að fylgja henni þar til við missum sjónar af henni,“ segir Sverrir Tryggvason skipstjóri. Önnur andarnefjanna sem festust í sjálfheldu á Engey er komin til sjávar. Hin drapst fyrr í kvöld. Meira »

Datt illa nærri Glym

20:57 Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti ungan karlmann á Landspítala í kvöld, en sá hafði hrasað og dottið illa á gönguleiðinni að fossinum Glym í botni Hvalfjarðar. Meira »

Fiskidagurinn litli í boði mikla

20:50 „Það var mikil veðurblíða og fólkið á heimilinu horfði á Fiskidagstónleikana. Svo var súpa og fiskborgarar og KK spilaði, hann ætlaði ekki að geta hætt að því þau vildu alltaf meira,“ segir Júlíus Júlíusson, framkvæmdarstjóri Fiskidagsins mikla. Fiskidagurinn litli var haldinn í Mörkinni í dag. Meira »

Vill hjálpa öðrum með sama sjúkdóm

20:40 Um 15.000 manns reima á sig hlaupaskóna nú á laugardag í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Á meðan margir láta sér nægja að hlaupa fyrir sjálfa sig þá vilja aðrir láta gott af sér leiða. Meðal þeirra er hinn 13 ára Sebastian Örn Adamsson sem hleypur til styrktar Andartaki. Meira »

Vaðlaugin vekur lukku

20:15 Nýlega var tekin í notkun vaðlaug með volgu vatni í Hljómskálagarðinum. Laugin fékk kosningu í íbúakosningu í verkefninu: Hverfið mitt, hjá Reykjavíkurborg. Laugin höfðar greinilega til yngstu kynslóðarinnar sem var þar við leik í dag. Meira »

Tæknifræðinám í Hafnarfirði

20:14 Hafnarfjarðarbær og Háskóli Íslands hafa komist að samkomulagi um að skólinn komi upp aðstöðu fyrir tæknifræðinám í Menntasetrinu við Lækinn nú í haust. Bæjarráð Hafnarfjarðarbæjar samþykkti samninginn á fundi sínum í morgun. Meira »

Tvíburar á alþjóðlegri hátíð

19:45 „Við erum saman öllum stundum og oft veit ég hvað systir mín er að hugsa. Og eins og þú heyrir á tali okkar þá botna ég oft setningarnar sem systir mín kemur með og hún það sem ég segi. Oft er talað við okkur tvær sem eina manneskju sem getur verið pirrandi. Við hins vegar þekkjum ekkert annað líf en þetta og tökum þessu bara létt,“ segir Elín Hrönn Jónsdóttir í Hveragerði. Meira »

Brýtur í bága við dýravelferð

19:30 „Það sem við skiljum ekki og höfum ekki fengið haldbær rök fyrir, er hvers vegna lengri einangrun en 10 dagar er nauðsynleg þegar strangasta löggjöfin utan Íslands er 10 dagar,“ segir Herdís Hallmarsdóttir, formaður HRFÍ. Sjálf þekki hún dæmi þess að hundar hafi farið illa út úr einangrunarvistinni. Meira »

Önnur andarnefjan dauð

19:28 „Þetta var bara að gerast núna. Við vorum að reyna að snúa dýrinu. Það spriklaði og við urðum að reyna að snúa því og það hefur bara ekki þolað það,“ segir Sverrir Tryggvason, skipstjóri hjá Sérferðum. Önnur andarnefjan sem festist í sjálfheldu í Engey í Kollafirði er dauð. Meira »

Tveir kílómetrar fullgerðir í haust

19:10 Framkæmdum á Þingvallavegi miðar ágætlega, að sögn Einars Más Magnússonar, verkstjóra hjá Vegagerðinni. Níu kílómetra kafli sem liggur um þjóðgarðinn hefur verið lokaður frá 30. júlí en til stendur að breikka veginn um tvo metra, koma upp vegriði og ráðast í aðrar öryggisaðgerðir. Meira »

Sölutími íbúða að styttast

18:49 Sérbýli hefur hækkað talsvert meira í verði en fjölbýli undanfarna mánuði og sú þróun hélt áfram í júlí. Verð fjölbýlis hækkaði um 0,2% milli mánaða en verð sérbýlis um 0,8%. Fjölbýli hefur nú hækkað um 3,8% á undanförnum 12 mánuðum en sérbýli um 8,9%. Meira »

Hlaupa og gleyma ekki gleðinni

18:30 „Pabbi, Stefán Hrafnkelsson, var greindur með alzheimer snemma í fyrrasumar eftir greiningarferli sem staðið hafði yfir í nokkurn tíma. Hann var 58 ára þegar hann greindist og þegar greiningin lá fyrir kynntumst við Alzheimersamtökunum,“ segir Arndís Rós Stefánsdóttir. Meira »

Engin gögn enn borist frá kjararáði

18:15 Fjármálaráðuneytið og Þjóðskjalasafnið greinir á um hvorri stofnuninni beri að taka til greina beiðni um aðgang að fundargerðum kjararáðs. Skrifstofustjóri kjararáðs er enn í fullu starfi við að ganga frá skjalasafni ráðsins en hefur þó enn ekki haft samband við Þjóðskjalasafn. Meira »

Andarnefjur í sjálfheldu í Engey

17:55 „Þær eru ekki algengar á þessu svæði. Það er mjög sjaldgæft að við fáum andarnefjur inn á flóann og oftast eru þær fleiri. Okkur finnst það skrítið að það séu bara tvö dýr. Þær hafa verið að elta einhverja fæðu,“ segir Sverrir Tryggvason skipstjóri. Tvær andarnefjur liggja fastar í sjálfheldu í Engey. Meira »

Endurkröfum vegna lyfjaáhrifa fjölgar

17:25 Endurkröfur, sem vátryggingarfélög eignast á hendur þeim sem valda tjóni í umferðinni af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi, voru færri árið 2017 en árið 2016. Endurkröfum vegna lyfjaáhrifa fjölgar mikið en flestar endurkröfur verða til vegna ölvunar tjónvalds. Þetta kemur fram í tilkynningu frá endurkröfunefnd. Meira »

Skjálfti að stærð 3,3 í Torfajökli

17:15 Rétt fyrir hálf fimm í dag varð skjálfti að stærð 3,3 í vestanverðri Torfajökulsöskjunni. Fannst hann meðal annars í Landmannalaugum. Sjö aðrir smærri skjálftar urðu á svæðinu í kjölfarið, en enginn gosórói er að sögn Veðurstofunnar. Meira »