Hvalurinn ekki steypireyður

Erlendir fjölmiðlar og sérfræðingur héldu því margir fram að hvalurinn ...
Erlendir fjölmiðlar og sérfræðingur héldu því margir fram að hvalurinn væri steypireyður. Ljósmynd/Hard To Port

Hvalurinn sem Hvalur hf. veiddi aðfaranótt 8. júlí síðastliðinn er blendingshvalur en ekki steypireyður. Þetta staðfesti erfðarannsókn á sýni hvalsins. Samkvæmt niðurstöðu rannsóknarinnar var móðirin steypireyður en faðirinn langreyður.

„Þetta kom okkur ekki á óvart. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem svona sést en í ljósi allrar umræðunnar bæði innanlands og utanlands þá töldum við rétt að flýta greiningunni til að fá þetta staðfest,“ segir Þorsteinn Sigurðsson, talsmaður Hafrannsóknarstofnunar.

Dýra­vernd­un­ar­sam­tök­in Hard To Port birtu mynd á Face­book-síðu sam­tak­anna þar sem stungið er upp á því að hvalurinn sem veiðst hafði væri fágætur blendingshvalur. Í kjölfarið tóku erlendir fjölmiðlar að fjalla um málið og víðast hvar var hvalurinn sagður vera steypireyður.

Þorsteinn segist ekki vita af hverju erlendir sérfræðingar og fjölmiðlar hafi sagt í fréttaflutningi sínum að hvalurinn væri steypireyður þar sem ytri einkenni hvalsins sem sjást á yfirborði sjávar hafi öll svipað til langreyðar. „Einkenni steypireyðar sjást þegar þú ferð undir yfirborðið á kviðnum og þú sérð það náttúrulega ekki fyrr en dýrið er fallið og komið í land. Þannig það var enginn vafi hjá okkar starfsfólki.“

Ekki hægt að ruglast á tegundum

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. segir að niðurstöður erfðarannsóknarinnar hafi ekki komið honum á óvart frekar en starfsfólki Hafrannsóknarstofnunar. „Þetta passar alveg við það sem ég hef sagt áður. Þetta lá alveg klárt fyrir og var aldrei nein spurning.“

Veiðar á Steypireyði eru ólöglegar við Íslandsstrendur og ekki víst hvaða viðurlögum Hvalur hf. hefði þurft að sæta hefði niðurstaða rannsóknarinnar verið sú að hvalurinn væri steypireyður.  

„Ég var ekkert stressaður yfir þessu. Ég var alveg sannfærður um þetta. Við erum búin að vera í þessu það lengi. Sjómennirnir okkar þekkja alveg muninn á langreyði og steypreyði, þeir eru allt öðruvísi þegar þú sérð þá í sjónum. Þeir kunna sitt fag.“

Hvalur hf. hóf veiðar á langreyðum aftur í sumar eftir tveggja ára hlé og hafa það sem af er sumars veitt um það bil fjörtíu hvali. Blendingshvalurinn sem veiddist var númer tuttugu og tvö í röðinni.

Fimmti blendingurinn frá 1983

Fimm afkvæmi langreyðar og steypireyðar hafa veiðst við Íslandsstrendur frá árinu 1983 og þar af hafa starfsmenn Hvals hf. landað fjórum. Við erfðagreiningu hvalsins sem fór fram á rannsóknarstofu MATÍS var sýni hvalsins greint ásamt öðrum sýnum úr blendingum sem safnað hefur verið úr atvinnureiðum frá því að fyrsti blendingurinn veiddist árið 1983.

Á myndinni má sjá niðurstöður fyrir alla hvalina sem rannsakaðir ...
Á myndinni má sjá niðurstöður fyrir alla hvalina sem rannsakaðir voru. Einleitu rauðu súlurnar sýna langreyði en grænu heilu súlurnar sýna eldri sýni úr steypireyði. Þau 5 sýni sem eru bæði rauð og græn eru úr hvölum sem greinast sem blendingar. Umræddur hvalur er númer 22. Ljósmynd/ Hafrannsóknarstofnun

Þá voru sýni úr langreyðum og steypireyðum einnig skoðuð til samanburðar. Niðurstöður greininganna staðfesta að allir hvalirnir sem greindir  hafa verið sem blendingar af útlitseinkennum eru blendingar af fyrstu kynslóð þar sem annað foreldrið var hreinn steypireyður og hitt foreldrið langreyður.

mbl.is

Innlent »

Andlát: Þorsteinn Hjaltested bóndi á Vatnsenda

05:30 Þorsteinn Hjaltested, bóndi og fjárfestir á Vatnsenda við Elliðavatn, lést á heimili sínu aðfaranótt 12. desember síðastliðinn. Hann varð 58 gamall. Meira »

WOW air áfram íslenskt

05:30 WOW air mun áfram starfa á grundvelli íslensks flugrekstrarleyfis, að sögn Svanhvítar Friðriksdóttur upplýsingafulltrúa félagsins. Á meðan svo er er ljóst að bandaríska fjárfestingarfélagið Indigo Partners getur aldrei orðið meirihlutaeigandi að félaginu. Meira »

SGS undirbýr aðgerðir

05:30 Kjaramálin voru helsta umræðuefni reglulegs formannafundar Starfsgreinasambandsins (SGS) í gær, að sögn Björns Snæbjörnssonar, formanns. Meira »

Líkaði við færslu Ágústs Ólafs

05:30 Guðrún Ögmundsdóttir, formaður trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar, líkaði við Facebook-færslu Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, þar sem hann greindi frá því að hann hefði ákveðið að taka sér launalaust leyfi eftir að hafa verið áminntur af trúnaðarnefndinni, með því að setja við hana hjarta. Meira »

Mynd af Árna amtmanni

05:30 Fulltrúar Minja og sögu sem er vinafélag Þjóðminjasafns Íslands munu í dag afhenda safninu að gjöf blýantsmynd af Árni Thorsteinssyni (1828-1907) landfógeta. Meira »

Verslunarrýmið mun stóraukast

05:30 Tugir nýrra þjónustu- og veitingarýma munu koma á markað í Reykjavík á næstu árum. Hátt hlutfall þeirra verður á þéttingarreitum sem eru misjafnlega langt komnir í byggingu á Hverfisgötu, á Hafnartorgi, við Austurhöfn, við Höfðatorg og á Hlíðarendasvæðinu. Meira »

Jólaverslun fyrr á ferðinni

05:30 „Almennt er mjög gott hljóð í fólki enda gengur vel í verslun þegar kaupmáttur er sterkur. Ég get hins vegar ekki svarað því hvernig ástandið er í hverri verslun fyrir sig,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Meira »

Báturinn fundinn og skipstjórinn handtekinn

00:11 Báturinn sem leitað var að á norðanverðum Vestfjörðum fyrr í kvöld er fundinn og kominn til hafnar. Ekkert amaði að þeim sem voru um borð, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni, sem aðstoðaði við leitina. Meira »

Tvær tilkynningar um eld nánast samtímis

Í gær, 23:48 Um hálftólfleytið bárust slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu tvær tilkynningar um eld, annars vegar á Álfhólsvegi í Kópavogi og hins vegar í Veghúsum í Grafarvogi. Meira »

Leitað að báti á Vestfjörðum

Í gær, 22:44 Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar a norðanverðum Vestfjörðum hafa verið kallaðar út til leitar að báti.  Meira »

Einn sannleikur gildir ekki fyrir alla

Í gær, 21:41 Nú gerir fólk meiri kröfur en áður um að náið samband veiti ákveðna hamingju og dýpt á tilfinningasviðinu. Því getur verið gott að fræðast sem mest um málið. Í nýútkominni bók, Það sem karlar vilja vita, geta karlar og konur fræðst um leyndarmál um samskipti kynjanna, sem bandarísku höfundarnir hafa kynnst á áratuga langri reynslu sinni sem sálfræðingar. Meira »

„Er bara svona snúningur á öllu“

Í gær, 21:06 Ökumaðurinn trylltur á vettvangi og réðist á þann sem hann ók á og sakaði hann um að vera að þvælast fyrir. Þetta er eitt þeirra verkefna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í tísti um í kvöld. „Þetta er alveg eitthvað sem við höfum séð áður en þetta er ekki daglegt brauð,“ segir lögreglufulltrúi. Meira »

Brjálaðist við vegabréfaskoðun

Í gær, 20:26 Ölvaður karlmaður var handtekinn á Keflavíkurflugvelli fyrr í kvöld en hann hafði brjálast við vegabréfaskoðun. Hann veitti mótspyrnu þegar lögregla hafði afskipti af honum og var því handtekinn og færður á varðstofu. Meira »

Náði að kæla bílinn með snjó

Í gær, 20:10 Tilkynnt var um eld í bifreið fyrir utan verslun á Akureyri fyrir skömmu og fóru bæði lögregla og slökkvilið á staðinn. Búið var að slökkva eldinn þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang en ökumaður bílsins hafði orðið var við reyk í bílnum og náði að kæla niður með snjó áður en verr fór. Meira »

Syngjandi heimilislæknir

Í gær, 19:37 Jólatónleikar Kammerkórs Reykjavíkur, „Kátt er um jólin“, verða í Laugarneskirkju á sunnudag og verður Anna Kristín Þórhallsdóttir, sópran og sérfræðingur í heimilislækningum, gestasöngvari. Meira »

Vilja fá að veiða hvali við Noreg

Í gær, 18:56 Samtök útgerðarmanna í Norður-Noregi hafa farið þess á leit við stjórnvöld að leyfðar verði takmarkaðar vísindaveiðar á stórhvelum. Meira »

„Átti mínar erfiðu stundir“

Í gær, 18:37 Guðrún Ögmundsdóttir segir að það hafi reynt mikið á sig að starfa sem tengiliður vistheimila síðastliðin átta ár en lokaskýrsla um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum fyrir börn var birt í dag. Meira »

Káfaði á kynfærum ungrar dóttur sinnar

Í gær, 18:34 Landsréttur mildaði í dag dóm yfir karlmanni sem héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt í 12 mánaða fangelsi fyrir að káfa á kynfærum barnungrar dóttur sinnar. Stytti Landsréttur dóminn úr 12 mánuðum í níu, en en fullnustu sex mánaða refsingar er frestað haldi maðurinn skilorð í þrjú ár. Meira »

Eyða 38 þúsund á sólarhring í borginni

Í gær, 18:34 Hver erlendur ferðamaður í Reykjavík eyðir nærri fimm sinnum hærri upphæð á hverjum sólarhring en ferðamaður á Hvammstanga. Þetta er meðal niðurstaðna sem kynntar voru í dag úr ferðavenjukönnun sem gerð var á átta stöðum á landinu síðastliðið sumar. Meira »
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
3 manna Infrarauður Saunaklefi www.egat.is/infraredsauna.html
Verð: 289.000 Tilboð til 1 des 259.000 - hiti 30-75 C (því 60 - 75 er það sem...
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...