Leg látinna gjafa eru grædd í ófrjóar konur

Jón Ívar ásamt teymi lækna í Pune á Indlandi. Undir …
Jón Ívar ásamt teymi lækna í Pune á Indlandi. Undir 30 legígræðslur hafa verið gerðar í heiminum til þessa.

Íslenskur kvensjúkdómalæknir, Jón Ívar Einarsson, var hluti af teymi lækna á Indlandi sem græddu leg úr gjafa í ófrjóa konu í sjaldgæfri skurðaðgerð.

Sérsvið Jóns Ívars er kviðsjáraðgerðir, sem eru ívið minna inngrip fyrir konurnar að hans sögn. Skoðar hann nú að innleiða slíka legígræðslu með kviðsjáraðgerð á spítala sínum, Brigham and Women's Hospital við Harvard-háskóla.

Jón Ívar segir í umfjöllun Morgunblaðsins um málið í dag að aðgerðinni geti fylgt ýmsir fylgikvillar fyrir líffæragjafann. Hafa læknar því reynt að græða leg úr látnum eða heiladauðum konum í þær konur sem hafa ekkert leg eða ekki starfandi leg.

„Það væri að mörgu leyti skárra, í aðgerð sem gefur líffæri sem ekki er lífsnauðsynlegt.“ Að sögn Jóns Ívars hefur slík aðgerð ekki enn gengið en bundnar eru vonir við það í náinni framtíð. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert