Samþykktu tilboðið í jörðina

Boðið er upp á jóga og vellíðunarþjónustu á Hótel Deplum.
Boðið er upp á jóga og vellíðunarþjónustu á Hótel Deplum.

Eigendur Hrauna í Fljótum í Skagafirði hafa samþykkt kauptilboð félagsins Eleven Experience í jörðina.

Haukur B. Sigmarsson, framkvæmdastjóri Green Highlander, staðfestir þetta. Þá hafi Eleven Experience keypt jörðina Nefsstaði. Green Highlander rekur lúxushótelið Deplar Farm í Fljótum fyrir hönd Eleven Experience.

Sl. laugardag birtist fréttaskýring í Morgunblaðinu um hótelið á Deplum og kaup Eleven Experience á jörðum í Fljótum.

Kaupa ekki bæi í búskap

Haukur vill af því tilefni árétta að félagið kaupi ekki bæi í búskap og byggð. Til dæmis hafi Hreppsendaá í Ólafsfirði verið eyðibýli.

„Það var búskapur á Deplum þegar við keyptum jörðina. Deplar fóru hins vegar á sölu eftir andlát maka þáverandi ábúanda. Þá var keyptur skiki af landinu Lundur. Knappsstaðir voru ekki í búsetu. Þar er kirkja og lítið hús sem er verið að gera upp. Í Stóru-Brekku var ekki búskapur en þar bjó fólk sem vildi selja. Steinavellir í Flókadal eru jörð í eyði. Í Haganesi keypti félagið gamla beitiskúra,“ segir Haukur um hluta þessara kaupa.

Alþjóðlegt fyrirtæki

Spurður um markmið félagsins með þessum jarðakaupum bendir Haukur á eðli starfseminnar.

Haukur B. Sigmarsson, framkvæmdastjóri Green Highlander.
Haukur B. Sigmarsson, framkvæmdastjóri Green Highlander.

„Eleven Experience er alþjóðlegt ferðaþjónustufyrirtæki með starfsemi í fimm löndum, þar á meðal hér á Íslandi. Við erum afar stolt af uppbyggingunni á Deplum og nærliggjandi svæðum á undanförnum árum. Það hefur lengi verið rætt um það hér á landi að það þurfi að dreifa ferðamönnum betur um landið. Við teljum það forréttindi að fá að leyfa viðskiptavinum okkar að njóta þeirrar náttúru og landslags sem Fljótin, Tröllaskaginn og svæðin hér í kring hafa upp á að bjóða.

Mikið umfang fylgir starfseminni á Deplum. Við bjóðum þar meðal annars upp á veiði, gönguferðir, vélsleðaferðir, kajakferðir, hjólaferðir, jóga og vellíðunarmeðferðir. Frá mars og fram í júní er einnig boðið upp á þyrluskíðaferðir frá Deplum.

Þær jarðir sem félagið hefur fjárfest í hafa ýmist verið komnar í eyði eða bændur við það að bregða búi. Hluti af því er nýttur fyrir starfsfólk Depla, en á álagstímum eru allt að 40 starfsmenn á svæðinu,“ segir Haukur og bendir á öryggisþáttinn.

„Sem kunnugt er getur verið hættulegt að keyra um dalinn á veturna og því teljum við betra að bjóða starfsmönnum upp á aðstöðu á svæðinu. Jafnframt höfum við keypt húsnæði sem nýtt er undir geymslu á ökutækjum og öðrum tækjum, ýmsum afþreyingarbúnaði og þannig mætti áfram telja.

Í stuttu máli má segja að eini tilgangurinn með kaupum á jörðum, eða einstaka svæðum sé sá að halda áfram þeirri öflugu uppbyggingu sem staðið hefur verið að á síðustu árum og tryggja að þetta svæði, sem áður var að mestu komið í eyði, verði áfram góður valkostur fyrir ferðaþjónustu hér á landi.“

Ekki keypt vegna veiðinnar

Haukur segir aðspurður ekki horft til veiðiréttinda við þessi kaup.

„Við höfum ekki fjárfest í jörðunum vegna veiðiréttinda. Það eiga 32 aðilar hlut í Fljótaá og Eleven Experience er með eitt atkvæði í þeim eigendahóp. Þegar viðskiptavinir okkar óska eftir því að fá að veiða kaupum við „stangir“ eins og allir aðrir ef það er á annað borð laust pláss. Þá er verslað við veiðileyfasala/leigutaka og leiðsögumenn fengnir frá svæðinu.“

Spurður hvort félagið hafi keypt fleiri jarðir en hér eru taldar upp segir Haukur að það hafi nýlega keypt land Nefsstaða við Stífluvatn í Fljótum. „Það skal tekið fram að hvorki hefur verið búskapur né ábúendur á Nefsstöðum. Jafnframt er ekki húsakostur til staðar né neinn veiðiréttur,“ segir Haukur.

Hjón sem hrifust af Íslandi

Samkvæmt Creditinfo er félagið Sun Ray Shadow í Hollandi endanlegur eigandi félagsins Fljótabakki, sem er skráður eigandi jarðanna.

Spurður hver, eða hverjir, séu eigendur Sun Ray Shadow segir Haukur að „líkt og Eleven Experience sé Sun Ray Shadow í eigu bandarísku hjónanna Chad og Ellen Blake Pike og fjölskyldu þeirra“.

„Þau komu hingað til lands fyrir rúmum 15 árum og það var Orri heitinn Vigfússon sem kynnti þau fyrir því fallega landslagi sem finna má í Fljótunum og á Tröllaskaga. Í störfum sínum hafa þau hjónin lagt mikla áherslu á náttúruvernd og er Chad Pike m.a. stjórnarformaður verndarsjóðsins North Atlantic Salmon Fund, sem stofnaður var til að styðja Orra Vigfússon í verndun Norður-Atlantshafslaxins.“

Þá segir Haukur aðspurður að rúmlega 50 manns starfi hjá fyrirtækinu yfir árið, þar af um 35 Íslendingar. Stór hluti íslensku starfsmannanna búi á Norðurlandi.

Hann segir trúnað ríkja um veltu móðurfélags Depla. Eleven Experience sé einkahlutafélag sem ekki er skráð á markað. Uppgjör félagsins séu því ekki birt opinberlega.

Loks bendir Haukur á að fjölmörg fyrirtæki njóti góðs af starfseminni.

„Eleven Experience hefur gert miklar skuldbindingar sem miða að því að fá ferðamenn norður í land. Þetta er mikill styrkur fyrir ferðaþjónustuna á Norðurlandi. Fyrir innanlandsflugið, Drangeyjarfeðga, hestaleiguna á Langhúsum, bjórspaið [á Árskógssandi], hvalaskoðunarfyrirtækin, kaffihúsin á Siglufirði og ferðaþjónustuna á Akureyri, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Haukur.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Bloggað um fréttina

Innlent »

Gengið til mótmæla gegn hungri og örbirgð

14:59 Hópur fólks kom saman á Austurvelli við Alþingi í dag til þess að mótmæla því, að fólk fái ekki laun og lífeyri sem dugar því til að framfleyta sér. Á annað þúsund manna boðuðu komu sína á Facebook en á vettvangi voru einhverju færri. Meira »

Allt að 1.000 leggi niður störf 8. mars

14:27 Það geta verið allt að 1.000 félagsmenn Eflingar sem hætta að vinna í boðuðum verkfallsaðgerðum á hótelum í Reykjavík og nágrenni þann 8. mars. Hátt í 8.000 félagsmenn kjósa um þetta í vikunni. Meira »

Fjölskyldusamvera í skólavetrarfríi

13:40 Vetrarfríin eru hætt að koma foreldrum jafnmikið á óvart og þau gerðu fyrstu árin.  Meira »

Kiddi klaufi langvinsælastur

12:12 Dagbækur Kidda klaufa verma níu efstu sætin yfir vinsælustu bókasafnsbækurnar fyrir árið 2018, en listar yfir vinsælustu eða mest lánuðu titla í aðildarbókasöfnum Gegnis hafa nú verið gerðir aðgengilegir. Meira »

Í vinsælasta spjallþætti á Írlandi

12:00 Bræður Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dublin á dögunum, fóru í viðtal í The Late Late Show í írska ríkissjónvarpinu í gær. Þátturinn er annar langlífasti spjallþáttur í heimi. Meira »

„Sem mest tjón á sem skemmstum tíma“

11:25 Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar er harðorður í garð forystu stéttarfélaganna vegna boðaðra verkfalla. Hann segir sviplegar afleiðingar geta orðið af verkföllum í ferðaþjónustu. Meira »

Grunaðir um skipulagðan þjófnað

10:35 Lögreglumenn í flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum höfðu afskipti af fjórum erlendum karlmönnum í Leifsstöð í vikunni vegna gruns um að þeir væru að reyna að komast með þýfi úr landi. Meira »

Umfangsmesta aðgerðin hingað til

10:00 Í dag hefst umfangsmesta einstaka aðgerðin í leitinni að Jóni Þresti Jónssyni, Íslendingi sem hvarf í Dublin fyrir tveimur vikum síðan. Fleiri tugir írskra sjálfboðaliða taka þátt í þaulskipulagðri aðgerð. Meira »

HÍ brautskráir 444 í dag

09:50 Háskóli Íslands brautskráir 444 kandídata, 313 konur og 131 karl, úr grunn- og framhaldsnámi við hátíðlega athöfn klukkan 13 í dag. Meira »

MDE kveður upp dóm í máli Landsréttar

09:05 Mannréttindadómstóll Evrópu kveður upp dóm vegna skipan dómara í Landsrétt 12. mars næstkomandi, en þá mun koma í ljós hvort skipanin standist lög og ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu. Meira »

Atvinnumaður í Reykjavík

09:00 Helena Sverrisdóttir, fremsta körfuboltakona landsins um langt árabil, hefur ekki fundið fyrir því að minni kröfur séu gerðar til kvenna en karla í körfubolta. „Mér finnst við hafa sömu tækifærin og strákarnir.“ Meira »

Vatnsleki á veitingahúsum í Austurstræti

08:26 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór í tvö útköll vegna vatnsleka á sjötta tímanum í morgun. Um var að ræða leka vegna mikillar úrkomu og flæddi inn í kjallara tveggja veitingahúsa. Meira »

Njóta skattleysis í Portúgal

08:18 Vegna ákvæða í tvísköttunarsamningi milli Íslands og Portúgals geta íslenskir eftirlaunaþegar flutt lögheimili sitt til Portúgals og fengið greidd eftirlaun frá Íslandi án þess að greiða af þeim skatta, hvorki á Íslandi né í Portúgal. Meira »

Segja hæstu launin hækka mest

07:57 Lægstu byrjunarlaun myndu hækka um 59% á næstu þremur árum og hæsta aldursþrep í hæsta virka launaflokki um 82% ef kröfur Eflingar í kjaraviðræðunum yrðu samþykktar óbreyttar. Meira »

Kjarabaráttan snýst ekki um staðreyndir

07:37 Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands og fv. hagfræðingur verkalýðsfélagsins Dagsbrúnar, segir grundvallarbreytingu hafa orðið á kjarabaráttunni. Meira »

Ekkert lát á umhleypingum í veðri

07:33 Lægð fer norður yfir land með rigningu og mildu veðri í dag, en vindur snýst síðan í suðvestan 15 til 25 metra á sekúndu og hvassast verður á Norður- og Austurlandi. Meira »

Aðalfundi Íslandspósts frestað

07:25 Aðalfundi Íslandspósts, sem fara átti fram í gær, var frestað um ótilgreindan tíma að beiðni handhafa hlutabréfa félagsins: fjármálaráðherra. Þar átti meðal annars að birta ársskýrslu, þar sem fram koma breytingar á kaupi og kjörum stjórnenda félagsins. Meira »

Eftirlitið kostað milljarða króna

05:30 Ekki reyndist unnt að svara með fullnægjandi hætti fyrirspurn Birgis Þórarinssonar alþingismanns sem laut að rekstrarkostnaði gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands. Meira »

Krossgjafaskipti í burðarliðnum

05:30 Bið eftir nýrnagjöf ætti að styttast komist á samkomulag um svonefnd krossgjafaskipti innan Norðurlandanna en undirbúningur að því er vel á veg kominn. Meira »
Til sölu 16" álfelgur og snjódekk
Felgurnar eru original Mitsubishi 16", gatadeiling 108x5. Dekkin eru Firestone ...
Armbandsúr frá YRSA Reykjavík og PL Paris
Dömu og herraúr í miklu úrvali og á mjög sanngjörnu verði. 2ja ára ábyrgð. Vasaú...
INNSKOTSBORÐ FLÍSAR MEÐ BLÓMAMUNSTRI
ANTIK INNSKOTSBORÐ BLÓMUMSKRÝDD Á 15,000 KR SÍMI 869-2798...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...