Tveir sólardagar í fyrsta sinn síðan í apríl

Höfuðborgarbúar nýttu sólina vel loksins er hún lét sjá sig.
Höfuðborgarbúar nýttu sólina vel loksins er hún lét sjá sig. mbl.is/Valli

Eftir langan rigningarkafla brá svo við að Reykvíkingar fengu tvo sólardaga í röð í byrjun vikunnar. Slíkt gerðist síðast í apríl, eða fyrir þremur mánuðum.

Sól skein í 13,4 stundir á mánudag og 14,2 á þriðjudag, samtals 27,6 stundir – og þá 45,7 í mánuðinum í heild til þessa, samkvæmt upplýsingum Trausta Jónssonar veðurfræðings.

Ekki er útlit fyrir að sólin skíni skært allra næstu daga og stefnir í að júlí í ár verði langt að baki júlí í fyrra, segir í frétt Morgunblaðsinsí dag. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust þá 188,2.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert