Vinna stöðvuð á þaki húss

Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki beint. mbl.is/Golli

Vinnueftirlitið bannaði vinnu á þaki húss við Nethyl 2b í Reykjavík, þar sem lífi og heilbrigði starfsmanna var talin hætta búin vegna skorts á fallvörnum.

Unnið var við að mála þak hússins, sem er tvílyft með risi. Engar fallvarnir voru notaðar við verkið er Vinnueftirlitið kom í eftirlitsheimsókn og aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi starfsmanna því ekki í samræmi við lög og reglur.

Á vef Vinnueftirlitsins  segir að fyrirtækið hafi nú gert úrbætur í samræmi við gefin fyrirmæli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert