Afbóka ferðir vegna blendingshvalsins

Veiðar á langreyðum hófust aftur í sumar eftir tveggja ára ...
Veiðar á langreyðum hófust aftur í sumar eftir tveggja ára hlé. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta er svo viðkvæmt. Þegar það koma upp svona mál fer alveg svakalega neikvæð umræða af stað um Ísland. Þetta hefur mjög slæm áhrif. Við missum svolítið trúverðugleikann á að við séum að umgangast náttúruna af virðingu,“ segir Rannveig Grétarsdóttir, formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands og framkvæmdastýra Eldingar. 

Rannveig segir veiði Hvals hf. á blendingshvali aðfaranótt 8. júlí síðastliðinn hafa haft gífurlega neikvæð áhrif á ímynd landsins erlendis í för með sér. Erlendir fjölmiðlar greindu margir hverjir frá því að blendingshvalurinn hafi verið steypireyður þó að Hafrannsóknastofnun hafi síðan staðfest uppruna hvalsins í gær í kjölfar erfðagreiningar. 

Rannveig Grétarsdóttir stýrir Eldingu og er jafnframt formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands.
Rannveig Grétarsdóttir stýrir Eldingu og er jafnframt formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þegar langreyðaveiðarnar byrjuðu aftur fundum við strax fyrir mikilli andstöðu erlendis. Við höfum aldrei, öll þessu átján ár sem ég hef rekið mitt fyrirtæki, fengið jafnmikil viðbrögð og út af þessari veiði. Fólk er bara reitt og segir að það eigi ekkert að veiða blendingshval frekar en steypireyði. Það er ekkert leyfi fyrir því heldur.“

Þá segir Rannveig að mikill fjöldi viðskiptavina Eldingar hafi hætt við komu sína í kjölfar veiðarinnar og þeirrar umfjöllunar sem fylgdi. „Þetta veldur okkur vandræðum og fólk er strax farið að senda okkur pósta um að það ætli ekki að koma vegna þess að það er svo ósátt við afstöðu Íslands til þessara mála. Þetta mál ýfði umræðuna svolítið upp erlendis og kveikti á því að þetta væri enn þá í gangi.“

Rannveig bendir einnig á að ákveðinn samdráttur hafi verið í ferðaþjónustunni það sem af er sumars miðað við síðustu ár og að neikvæð umræða í fjölmiðlum geti ýtt undir þá þróun.

„Það er samdráttur í allri ferðaþjónustu núna í sumar og hefur verið síðan eftir páska og virðist ekki ætla að taka við sér. Allt svona hjálpar ekki til. Við erum ekki glöð með þetta. Ég skil ekki af hverju stjórnvöld vilja hanga á þessu þegar það virðist ekki vera neinn efnahagslegur ávinningur af þessu og þetta veldur okkur bara vandræðum.“

Veiðar Hvals hf. á langreyðum hófust aftur í sumar eftir tveggja ára hlé. Í samtali við mbl.is í gær sagði Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, að um fjörutíu hvölum hafi verið landað það sem af er sumars. Þar af var blendingurinn umdeildi númer 22 í röðinni. 

Rannveig segist vona að stjórnvöld komi til með að endurskoða stefnu sína í sambandi við hvalveiðar en er ekki of bjartsýn á að eitthvað gerist. „Hvalaskoðunarsamtökin eru búin að vera að bíða núna í þrjá mánuði eftir að fá að vita hvort að við fáum fulltrúa í sendinefnd Íslands hjá Alþjóðahvalveiðiráðinu. Það er eins og þeir vilji ekki hreyfa við þessu. Það er eins og þeir vilji ekki fá aðra rödd inn í umræðuna heldur en þær sem vilja hvalveiðar. Þetta er svo rótgróið.“

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagði í samtali við mbl.is að hann sæi ekki ástæðu til að endurskoða hvalveiðileyfi án þess að fyrir því væri vísinda- eða hagfræðilegur grundvöllur. 

„Í maí síðastliðnum óskaði ég eftir því við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að stofnunin myndi meta þjóðhagsleg áhrif hvalveiða og áhrif þeirra á aðrar atvinnugreinar. Jafnframt óskaði ég eftir því við Hafrannsóknastofnun að meta fæðuþörf hvala og vægi hennar í lífríki sjávar hér við land,“ sagði Kristján í samtali við mbl.is 

„Á grundvelli meðal annars þessara upplýsinga mun ég í haust móta ákvörðun mína um hvort gefin verði út áframhaldandi kvóti til hvalveiða þegar núverandi kvótatímabili líkur við lok þessa árs. Með þeim hætti verður ákvörðun um áframhald hvalveiða tekin á grundvelli nýrra og traustra upplýsinga.”

Frá af­hend­ingu und­ir­skrift­anna í maí.
Frá af­hend­ingu und­ir­skrift­anna í maí. mbl.is/Valli

„Ákvarðanir stjórnvalda í þessu máli verða að byggja á einhverri röklegri niðurstöðu og grunnurinn að slíku er vísindaleg ráðgjöf og umræða. Það verður að koma í ljós hvernig úr þessu spilast. Það eru bæði plúsar og mínusar í þessu máli eins og flestu,“ sagði Kristján. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Það er tundurdufl – skipið er að sökkva!“

17:02 Þrír hildarleikir á þremur árum eru umfjöllunarefni nýjustu bókar Óttars Sveinssonar. Með góðfúslegu leyfi Óttars er hér stuttlega gripið niður í einn þeirra atburða sem greint er frá. Meira »

Ekki áður í svo stórum verkefnum

16:02 Reykjavíkurborg og íslenska ríkið eru formlega búin að sækja um að fá að halda 33. verðlaunahátíð evrópsku kvikmyndaverðlaunanna árið 2020. Þetta staðfestir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, í samtali við mbl.is. Meira »

VG og Samfylkingin sitja á bar

15:50 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, birti í dag pistil á vefsíðu sinni þar sem velt er upp hver viðbrögð af Klausturmálinu hefðu verið ef annar flokkur en Miðflokkurinn ætti í hlut. Segist hann hafa fengið að birta pistilinn og kveðst vona að einhverjum þyki þetta jafn áhugavert og sér. Meira »

Veggjöld samþykkt eftir áramót

14:01 Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, segir að samgönguáætlun verði afgreidd snemma á nýju ári. Full samstaða er meðal ríkisstjórnarflokkanna um afgreiðslu samgönguáætlunar en samkomulag var gert milli ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar um að samgönguáætlun verði í forgangi þegar þing kemur saman að nýju eftir jólafrí. Meira »

„Þarna er mikilvægum áfanga náð“

13:23 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir niðurstöðuna á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Katowice í Póllandi í gær vera mikilvægan áfanga þó að enn standi ákveðin atriði út af sem þurfi að klára á ráðstefnunni að ári. Meira »

Brýnt að allir njóti ávaxta uppsveiflu

12:31 Sjálfstæðisflokkurinn leggur mikið upp úr efnahagslegum umsvifum, hagvexti og drift í atvinnulífinu þannig að leggja megi meira til þeirra sem á aðstoð þurfa að halda. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í útvarpsþættinum Þingvöllum. Meira »

Skaðabótaskylda vegna falls í stiga

10:45 Veitingastaður hefur verið dæmdur skaðabótaskyldur vegna slyss sem kona varð fyrir í stiga þar árið 2015. Féll konan í stiganum, en í málinu var meðal annars tekist á um hvort öryggi hefði verið nægt í stiganum, en þar voru engin handrið þegar slysið átti sér stað. Meira »

Með lag í Netflix-kvikmynd

10:09 „Þetta var allt mjög mikil tilviljun,“ segir Unnur Eggertsdóttir, leik- og söngkona, en nýlega keypti leikstjórinn Dan Gilroy af henni lag fyrir senu í Netflix-kvikmyndinni Velvet Buzzsaw, sem skartar leikaranum Jake Gyllenhaal í aðalhlutverki. Meira »

Mátti gera fjárnám vegna skattbrots

09:40 Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í vikunni beiðni karlmanns um að ógilda fjárnám sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafði gert. Fjárnámið var gert vegna skuldar mannsins við sýslumann í kjölfar dóms sem hann hlaut árið 2013 í skattamáli. Hafði hann verið dæmdur til að greiða 64 milljónir vegna vangoldins virðisaukaskatts. Meira »

Bjarni Benediktsson mætir á Þingvelli

08:30 Störfum Alþingis var frestað nú á föstudaginn eftir að hafa lokið afgreiðslu fjölmargra mála nú í desember, meðal annars fjárlaga. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mætir í þjóðmálaþáttinn Þingvelli í dag. Meira »

Enn ein lægðin gengur yfir á morgun

08:22 Á morgun kemur enn ein lægðin upp að landinu með vaxandi vindi þar sem búast má við 15-23 m/s víða um land og allt að 28 m/s um tíma syðst á landinu auk hvassari hviða. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofunni. Meira »

Greiðfært en hálka víða

07:43 Víðast er vel greiðfært á landinu, en hálku og hálkubletti má finna víða. Hellisheiði er til að mynda orðin auð, en hálka er á Mosfellsheiði, Kjósarskarði og hálkublettir í Þrengslum. Þá er hálka á Holtavörðuheiði og hálkublettir á Snæfellsnesi og Bröttubrekku. Meira »

Eldur í jólaskreytingu í Borgartúni

07:12 Eldur kom upp í jólaskreytingu í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni í Reykjavík rétt fyrir miðnætti. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað á vettvang, en eldurinn var minniháttar og hafði verið slökktur þegar slökkviliðið kom á staðinn. Meira »

Róa áfram inn í nóttina

Í gær, 22:15 Slökkviliðs- og sjúkraflutningamennirnir sjö sem hófu síðdegis í gær vikulangan róður í verslun Under Armour í Kringlunni til styrktar Frú Ragnheiði láta engan bilbug á sér finna og voru á fleygiferð þegar ljósmyndara mbl.is bar að garði fyrr í kvöld. Söfnunin gengur vonum framar miðað við fyrstu væntingar. Meira »

Stekkjastaur laumufarþegi í flugvélinni

Í gær, 22:02 Grunnskólabörn í Kulusuk létu sig ekki vanta á flugvöllinn í dag, þegar liðsmenn Hróksins og Kalak mættu með jólagjafir handa öllum börnum í bænum. Stekkjarstaur var laumufarþegi og sá um að útdeila gjöfunum með aðstoð starfsmanna Air Iceland Connect. Meira »

Galdurinn að komast á trúnó

Í gær, 20:05 „Það tók langan tíma að fá Ragga til að samþykkja að koma í viðtal. Hann sagðist vera búinn að vera í svo mörgum viðtölum um ævina og að hann væri hættur að fara í fjölmiðla,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir sem á hugmyndina að sjónvarpsþáttunum Trúnó, en myndavélin hefur fylgt henni frá æsku. Meira »

Situr einn að 40 milljónunum

Í gær, 19:42 Einn spil­ari var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í Lottó í kvöld og fær hann rúma 41 milljón króna, en vinningsmiðinn var keyptur í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði. Meira »

Á sama vegheflinum í nær 26 ár

Í gær, 19:20 Vegagerðin heldur úti víðtæku eftirlitskerfi og þar gegna hefilstjórar á 22 vegheflum mikilvægu hlutverki. Einn þeirra er Gunnlaugur Einarsson, flokkstjóri og vélamaður á Vopnafirði. Hann hefur staðið vaktina og heflað vegi í tæplega þrjá áratugi og man tímana tvenna. Meira »

Gluggi inn í störf lögreglu

Í gær, 18:45 „Við höfum náð á síðustu árum og áratugum að einfalda þau verkefni sem við sinnum, en þó eru þau verkefni sem við sinnum gríðarlega fjölþætt og ég held að það sé áhugavert fyrir fólk að sjá hvað starf lögreglunnar er fjölþætt,“ segir Þórir Ingvarsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...
Mitsubishi Pajero - Instyle - Árg. 2007 - ek. 172þ km - kr. 1.350.000,-
Bíllinn er með olíufíringu og led ljóskösturum. Sumar- og vetrardekk (nagladekk)...
Klettar - Heilsárshús - 65fm + 35fm svefnloft
Splunkunýtt! Klettar - Heilsárshús Klettar er heilsárshús sem flestir ættu að...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...