Afbóka ferðir vegna blendingshvalsins

Veiðar á langreyðum hófust aftur í sumar eftir tveggja ára ...
Veiðar á langreyðum hófust aftur í sumar eftir tveggja ára hlé. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta er svo viðkvæmt. Þegar það koma upp svona mál fer alveg svakalega neikvæð umræða af stað um Ísland. Þetta hefur mjög slæm áhrif. Við missum svolítið trúverðugleikann á að við séum að umgangast náttúruna af virðingu,“ segir Rannveig Grétarsdóttir, formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands og framkvæmdastýra Eldingar. 

Rannveig segir veiði Hvals hf. á blendingshvali aðfaranótt 8. júlí síðastliðinn hafa haft gífurlega neikvæð áhrif á ímynd landsins erlendis í för með sér. Erlendir fjölmiðlar greindu margir hverjir frá því að blendingshvalurinn hafi verið steypireyður þó að Hafrannsóknastofnun hafi síðan staðfest uppruna hvalsins í gær í kjölfar erfðagreiningar. 

Rannveig Grétarsdóttir stýrir Eldingu og er jafnframt formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands.
Rannveig Grétarsdóttir stýrir Eldingu og er jafnframt formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þegar langreyðaveiðarnar byrjuðu aftur fundum við strax fyrir mikilli andstöðu erlendis. Við höfum aldrei, öll þessu átján ár sem ég hef rekið mitt fyrirtæki, fengið jafnmikil viðbrögð og út af þessari veiði. Fólk er bara reitt og segir að það eigi ekkert að veiða blendingshval frekar en steypireyði. Það er ekkert leyfi fyrir því heldur.“

Þá segir Rannveig að mikill fjöldi viðskiptavina Eldingar hafi hætt við komu sína í kjölfar veiðarinnar og þeirrar umfjöllunar sem fylgdi. „Þetta veldur okkur vandræðum og fólk er strax farið að senda okkur pósta um að það ætli ekki að koma vegna þess að það er svo ósátt við afstöðu Íslands til þessara mála. Þetta mál ýfði umræðuna svolítið upp erlendis og kveikti á því að þetta væri enn þá í gangi.“

Rannveig bendir einnig á að ákveðinn samdráttur hafi verið í ferðaþjónustunni það sem af er sumars miðað við síðustu ár og að neikvæð umræða í fjölmiðlum geti ýtt undir þá þróun.

„Það er samdráttur í allri ferðaþjónustu núna í sumar og hefur verið síðan eftir páska og virðist ekki ætla að taka við sér. Allt svona hjálpar ekki til. Við erum ekki glöð með þetta. Ég skil ekki af hverju stjórnvöld vilja hanga á þessu þegar það virðist ekki vera neinn efnahagslegur ávinningur af þessu og þetta veldur okkur bara vandræðum.“

Veiðar Hvals hf. á langreyðum hófust aftur í sumar eftir tveggja ára hlé. Í samtali við mbl.is í gær sagði Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, að um fjörutíu hvölum hafi verið landað það sem af er sumars. Þar af var blendingurinn umdeildi númer 22 í röðinni. 

Rannveig segist vona að stjórnvöld komi til með að endurskoða stefnu sína í sambandi við hvalveiðar en er ekki of bjartsýn á að eitthvað gerist. „Hvalaskoðunarsamtökin eru búin að vera að bíða núna í þrjá mánuði eftir að fá að vita hvort að við fáum fulltrúa í sendinefnd Íslands hjá Alþjóðahvalveiðiráðinu. Það er eins og þeir vilji ekki hreyfa við þessu. Það er eins og þeir vilji ekki fá aðra rödd inn í umræðuna heldur en þær sem vilja hvalveiðar. Þetta er svo rótgróið.“

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagði í samtali við mbl.is að hann sæi ekki ástæðu til að endurskoða hvalveiðileyfi án þess að fyrir því væri vísinda- eða hagfræðilegur grundvöllur. 

„Í maí síðastliðnum óskaði ég eftir því við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að stofnunin myndi meta þjóðhagsleg áhrif hvalveiða og áhrif þeirra á aðrar atvinnugreinar. Jafnframt óskaði ég eftir því við Hafrannsóknastofnun að meta fæðuþörf hvala og vægi hennar í lífríki sjávar hér við land,“ sagði Kristján í samtali við mbl.is 

„Á grundvelli meðal annars þessara upplýsinga mun ég í haust móta ákvörðun mína um hvort gefin verði út áframhaldandi kvóti til hvalveiða þegar núverandi kvótatímabili líkur við lok þessa árs. Með þeim hætti verður ákvörðun um áframhald hvalveiða tekin á grundvelli nýrra og traustra upplýsinga.”

Frá af­hend­ingu und­ir­skrift­anna í maí.
Frá af­hend­ingu und­ir­skrift­anna í maí. mbl.is/Valli

„Ákvarðanir stjórnvalda í þessu máli verða að byggja á einhverri röklegri niðurstöðu og grunnurinn að slíku er vísindaleg ráðgjöf og umræða. Það verður að koma í ljós hvernig úr þessu spilast. Það eru bæði plúsar og mínusar í þessu máli eins og flestu,“ sagði Kristján. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vill að borgarstjóri axli ábyrgð

Í gær, 23:13 „Munurinn á þessum tveimur málum er þessi: framkvæmdastjóri félagsbústaða hefur sagt af sér en framkvæmdastjóri braggamálsins, sem er framkvæmdastjóri borgarinnar og borgarstjóri, hefur ekki gert það,“ segir oddviti Sjálfstæðisflokksins, spurður út í sitt álit á verkefni Félagsbústaða við Írabakka. Meira »

Skútuþjófurinn í farbann

Í gær, 22:08 Héraðsdómur Vestfjarða hefur fallist á kröfu lögreglustjórans á Vestfjörðum um að maðurinn sem sigldi seglskútu í heimildarleysi úr höfn á Ísafirði aðfararnótt sunnudags sæti farbanni. Meira »

Íslenskir nemar elstir og tekjuhæstir

Í gær, 21:03 Íslenskir háskólanemar eru þeir elstu í Evrópu, eiga fleiri börn og eru með hærri tekjur en háskólanemar í öðrum Evrópulöndum, en kostnaður íslenskra háskólanema vegna fæðis og húsnæðis er um tvöfalt hærri en meðaltalið er í Evrópu. Meira »

Sveitarstjórn mótmælir seinagangi

Í gær, 20:58 Sveitarstjórn Skútustaðahrepps mótmælir seinagangi vegna gistináttaskatts í ályktun sem var samþykkt á dögunum.  Meira »

Kröfugerð VR samþykkt

Í gær, 20:32 Kröfugerð VR fyrir komandi kjaraviðræður var samþykkt á fundi trúnaðarráðs í kvöld. Í kröfugerðinni kemur fram að markmið kjarasamninga nú verði að rétta hlut þeirra lægst launuðu og auka ráðstöfunartekjur allra félagsmana. Meira »

Vilja láta rjúpuna njóta vafans

Í gær, 20:24 „Það er ljóst að við ofmetum rjúpnastofninn og það er skylda Náttúrufræðistofnunnar að hvetja til varfærni í tengslum við nytjar,“ segir fuglafræðingar hjá Náttúrufræðistofnun. Stofnunin hafi því ákveðið að miða rjúpnaveiðiráðgjöf sína við Vesturland í stað Norðausturlands eins og hefð sé fyrir. Meira »

Minnir á Bakkabræður

Í gær, 20:18 Veiðigjöld á útgerðir eru ósanngjörn og gríðarlegur munur er á veiðigjöldum eftir fisktegundum, segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda og eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur. Meira »

Hagsýni er kvenfélagskonum í blóð borin

Í gær, 20:05 „Kvenfélög hafa nú sem endranær mikilvægu hlutverki að gegna. Í ýmsum líknar- og velferðarmálum úti um allt land hefur mjög munað um framlag kvenfélaganna, enda er starfsemi félaganna öflug mjög víða, og áherslumál að styðja góð málefni í nærsamfélaginu. Á árabilinu 2007 til 2017 var þetta samanlagt stuðningur upp á einn milljarð króna,“ segir Guðrún Þórðardóttir, formaður Kvenfélagasambands Íslands. Meira »

„Ég var ekki aðalhönnuður verksins“

Í gær, 19:30 Arkitekt hjá Arkibúllunni segir reikninga fyrirtækisins vegna braggans við Nauthólsveg ekki óvenjuháa og að tímarnir séu ekki óvenjulega margir í ljósi þess hve verkefnið dróst á langinn. Meira »

Kvartað yfir aðstæðum í skólamötuneyti

Í gær, 19:11 Umboðsmaður barna sendi síðasta vor bréf til Hafnarfjarðarbæjar eftir að embættinu hafði borist ábending vegna aðstæðna í skólamötuneyti í Áslandsskóla í Hafnarfirði. Meira »

Styttri vinnuvika hjá Hugsmiðjunni

Í gær, 18:57 Minni vinna og allir vinna segir Margeir Ingólfsson, stjórnarformaður Hugsmiðjunnar sem hefur gengið mjög langt í vegferð jafnréttis með því að stytta vinnuviku starfsfólks fyrirtækisins úr átta í sex. Mælingar sýna meiri framleiðni, færri veikindadaga og aukna starfsánægju starfsfólksins. Meira »

Músarrindill, glókollur og rjúpa

Í gær, 18:43 Fuglalífið í Hrísey hefur sjaldan verið blómlegra en nú. Þegar sumrin eru góð og áfallalaus verður viðkoma fuglanna góð og lífið dafnar. Alls verpa um 40 tegundir fugla í eynni og mér finnst alltaf ævintýrið eitt að fylgjast með lífi þeirra,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson, fuglaáhugamaður á Akureyri. Hann á sínar rætur í Hrísey og hefur síðan í æsku fylgst vel með fuglalífinu þar. Meira »

„Innri endurskoðun hlífir engum“

Í gær, 18:41 „Það var gott að það var farið fram á að innri endurskoðun tæki út þessar framkvæmdir og viðhald við Írabakka,“ segir Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG, um úttekt sem gerð var vegna um­fram­kostnaðar við end­ur­bæt­ur á íbúðum Fé­lags­bú­staða við Írabakka í Reykja­vík. Meira »

Öðruvísi staðið að framkvæmdum núna

Í gær, 17:55 „Ég fagna því að það hafi verið ráðist í þessa úttekt,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn um út­tekt sem gerð var vegna um­fram­kostnaðar við end­ur­bæt­ur á íbúðum Fé­lags­bú­staða við Írabakka í Reykja­vík. Meira »

Nauðganir öflugt vopn í stríði

Í gær, 17:55 Kynferðislegt ofbeldi á ekkert sammerkt með kynlífi heldur er það glæpur og er notað sem valdatæki segir Yves Daccord, framkvæmdastjóri alþjóðaráðs Rauða krossins. Nauðganir eru öflugt vopn á átakasvæðum og rödd Íslands skiptir máli þegar kemur að mannréttindum segir hann. Meira »

Hljóp á brott frá lögreglunni

Í gær, 17:52 Ökumaður sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði stöðvað í Grafarvogi vegna gruns um ölvunarakstur hljóp úr bíl sínum á brott frá lögreglunni um fimmleytið í dag. Meira »

Fiskeldi í Reyðarfirði fyrir dóm

Í gær, 17:50 Mál málsóknarfélagsins Náttúruverndar 2 á hendur Matvælastofnun og Löxum fiskeldi ehf. verður flutt fyrir Héraðsdómi Reykjaness 15. nóvember. Meira »

Krefjast farbanns yfir skútuþjófnum

Í gær, 17:24 Lögreglan á Vestfjörðum hefur yfirheyrt manninn sem handtekinn var um borð í skútu á Rifi á Snæfellsnesi í gær.   Meira »

Sigurvissir Svisslendingar

Í gær, 17:20 Þeir voru sigurvissir stuðningsmenn svissneska landsliðsins sem voru í miðbænum í dag og biðu eftir landsleiknum við Ísland á Laugardalsvelli í kvöld. Minnugir stórsigursins í síðasta leik spá þeir sínum mönnum öruggum sigri. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið á: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cot...