Brá sér einnig frá í kvöldverðinum

Helga Vala sést hér ganga burt frá hátíðarfundinum á Þingvöllum …
Helga Vala sést hér ganga burt frá hátíðarfundinum á Þingvöllum er Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins og stofnandi Danska þjóðarflokksins, steig í ræðustól. mbl.is/Hari

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, vék úr sal í mótmælaskyni þegar Pia Kjærsgaard, forseti danska þjóðþingsins, ávarpaði gesti hátíðarkvöldverðar á Hótel Sögu í fyrradag. Aðspurð segir hún að sér hafi verið ljúft og skylt að mæta til kvöldverðarins enda hafi hann verið hluti af hátíðarhöldum vegna 100 ára afmælis undirritunar sambandslaganna. Fyrr um daginn hafði Helga Vala leikið sama leik á hátíðarþingfundi á Þingvöllum.

„Þá brá ég mér frá meðan Pia talaði, settist síðan í brekkuna hjá þeim fáu gestum sem þar voru og hlustaði á ræðu forseta Íslands,“ segir Helga Vala í samtali við Morgunblaðið. „Ég mætti í kvöldverðinn enda var hann hátíðarviðburður í tilefni af 100 ára afmæli samnings um fullveldi Íslands. Mér var ljúft og skylt að mæta. Þegar hún hóf ræðu sína vék ég úr salnum,“ segir hún. Að ræðunni lokinni hafi hún síðan aftur gengið inn í salinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert