Fullveldishátíð haldin hátíðleg á Hrafnistu

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson heilsar upp á fullveldisbörnin.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson heilsar upp á fullveldisbörnin. mbl.is/Valli

Í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands var blásið til veglegrar veislu á Hrafnistu í gær, en hátíðin var sérstaklega haldin til heiðurs svonefndum fullveldisbörnum, eða þeim sem fæddir eru 1918 eða fyrr. Alls boðuðu um tuttugu fullveldisbörn komu sína í veisluna.

Þegar blaðamann Morgunblaðsins bar að garði var húsfyllir í sal Hrafnistu. Ýmis skemmtiatriði fóru fram í anda fullveldisins og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flutti ávarp. Að dagskrá lokinni var boðið upp á fullveldisköku sem landslið bakara átti hugmyndina að í samvinnu við stjórn Landssambands bakarameistara. Er kakan byggð á vinsælum uppskriftum frá fullveldisárinu 1918.

Hátíðin var haldin til heiðurs svonefndum fullveldisbörnum, eða þeim sem …
Hátíðin var haldin til heiðurs svonefndum fullveldisbörnum, eða þeim sem fæddir eru 1918 eða fyrr. mbl.is/Valli

Morgunblaðið náði tali af tveimur fullveldisbörnum, systkinunum Lárusi Sigfússyni og Önnu Sigfúsdóttur, ættuðum frá Strandasýslu. Lárus er fæddur 5. febrúar 1915. „Þessi dagur er búinn að vera draumadagur. Fullveldisdagurinn var reyndar 1. desember. Ég man fyrst eftir mér veturinn 1918, snemma vetrar eftir nýárið. Á þrettándanum 1918 kom hafísinn inn að Hrútarfirði og fyllti alla firði norður eftir öllu landi, en svo seinna á árinu kom mikil óáran inn í landið. Drepsóttir, harðindi, eldgos og hvaðeina. Það gekk mikið á seinni hluta ársins,“ segir hann.

Forsetahjónin fengu höfðinglegar móttökur er þau mættu á Hrafnistu.
Forsetahjónin fengu höfðinglegar móttökur er þau mættu á Hrafnistu. mbl.is/Valli

Anna er fædd 12. júní 1918. „Ég er nýorðin hundrað ára. Þessi dagur er alveg dýrlegur,“ segir Anna. Lárus man vel eftir lýðveldishátíðinni 1944. „Lýðveldishátíðin var haldin á dýrðardegi. Þá voru haldnar hátíðir í öllum sveitum landsins.

Ég var þá formaður ungmennafélagsins í minni sveit og við héldum náttúrulega heilmikla veislu.“

Íslendingar 100 ára og eldri fjölmenntu á hátíðina á Hrafnistu.
Íslendingar 100 ára og eldri fjölmenntu á hátíðina á Hrafnistu. mbl.is/Valli
Blásið var til veglegrar veislu í tilefni af 100 ára …
Blásið var til veglegrar veislu í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands. mbl.is/Valli
Boðið var upp á fullveldisköku sem byggð er á vinsælum …
Boðið var upp á fullveldisköku sem byggð er á vinsælum uppskriftum frá fullveldisárinu 1918. mbl.is/Valli
Ýmis skemmtiatriði fóru fram í anda fullveldisins og forseti Íslands …
Ýmis skemmtiatriði fóru fram í anda fullveldisins og forseti Íslands flutti ávarp. mbl.is/Valli
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert