Hræðast ástandið

Hjónin eru með íslenska hesta hjá sér í Svíþjóð en …
Hjónin eru með íslenska hesta hjá sér í Svíþjóð en vegna þurrka hafa þau áhyggjur af því að þeir muni ekki geta verið á beit mikið lengur. Morgunblaðið/Guðni Kristján

„Það er oft mikill reykur hér og við finnum lykt af honum. Það hefur einnig verið þannig að við sjáum ekki í fjöllin,“ segir Lena Monica Fernlund í samtali við Morgunblaðið, en hún er ásamt manninum sínum, Guðna Kristjáni Ágústssyni, búsett í bænum Oviken í Svíþjóð. Þar í landi hafa geisað miklir skógareldar undanfarið og búa hjónin í grennd við þá. Lena segir fólk hrætt við ástandið og nauðsynlegt sé að fylgjast með þróun mála á hverjum degi.

„Við fylgjumst vel með þróun eldanna og þurfum alltaf að athuga hvort við getum keyrt tiltekna vegi á svæðinu áður en við förum eitthvert vegna eldanna,“ segir hún.

Sólarlagið er rauðara en vant er og Lena segir það vera eins og ef um eldgos væri að ræða. „Við fórum í fyrradag og tókum myndir þegar sólin var að setjast og þá var sólin eins og þegar verður eldgos á Íslandi, hún var mjög rauð,“ segir hún í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert