Ógnaði tveimur með byssu

Ekki hefur verið ákveðið hvort farið verði fram á gæsluvarðhald …
Ekki hefur verið ákveðið hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir manninum. mbl.is/Eggert

Maður, sem var handtekinn og færður í fangageymslu eftir að tilkynning barst um vopnaðan mann á Svalbarðseyri í nótt, ógnaði a.m.k. tveimur mönnum með pinnabyssu, sem er skammbyssa notuð til að aflífa stórgripi.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra. 

Þar segir enn fremur að maðurinn er grunaður um að hafa tekið byssuna ófrjálsri hendi í húsi á Svalbarðseyri. Maðurinn, sem er á fertugsaldri, er einnig grunaður um önnur þjófnaðarbrot og eru þau mál til rannsóknar.

Ekki hefur verið ákveðið hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir manninum en það skýrist í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert