Þurfti að loka nokkrum búðum vegna bilunar

Loka þurfti nokkrum Vínbúðanna fyrst eftir að bilunin kom upp.
Loka þurfti nokkrum Vínbúðanna fyrst eftir að bilunin kom upp. mbl.is/Valdís Þórðardóttir

Bilun varð í tölvukerfi ÁTVR í morgun sem leiddi til þess að ekki var hægt að afgreiða viðskiptavini í Vínbúðum og þurfti að loka nokkrum verslunum um tíma.

Í frétt á vef RÚV segir að bilunin hafi leitt til þess að loka þurfti nokkrum Vínbúðanna fyrst eftir bilunin kom upp. Bilunin varð í grunni afgreiðslukerfisins og hafði því áhrif í öllum verslunum, en sams konar bilun er ekki sögð hafa áður komið upp áður í kerfi ÁTVR.

Um hálftólfleytið í morgun var hins vegar búið að koma í veg fyrir bilunina og segir í frétt á vef Vínbúðanna að vonir standi til að allar Vínbúðir geti nú  afgreitt viðskiptavini „þó að í einstaka tilfellum séu enn tafir“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert