Vill segja sem minnst um veðrið í næstu viku

Veðurspáin klukkan 13 í dag, föstudag.
Veðurspáin klukkan 13 í dag, föstudag. Skjáskot/Veðurstofa Íslands

Í dag gengur úrkomusvæði austur yfir landinu og rignir megnið af deginum sunnan- og vestanlands, en helst líklega þurrt norðaustanlands framan af. „Helgarspáin er því miður lítt skárri, a.m.k. ekki fyrir norðan þar sem spáð er hægum norðanvindi með vætu og kólnandi veðri,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands nú í morgun. Hann segir „ögn betra veðurútlit syðra, skýjað með köflum, stöku skúrir og milt.“

Lokaorð hans eru þessi: „Best að segja sem minnst um veðrið [í] næstu viku, því ekki virðist blessuð sólin ætla að sýna sig mikið.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga eru þessar:

Á laugardag:
Suðvestlæg átt, víða 3-8 m/s, en norðlægari á Vestfjörðum. Víða dálítil væta, en þurrt eystra. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast austanlands. 

Á sunnudag:
Norðlæg átt, 3-10 m/s, en vestlægari syðst. Væta í flestum landshlutum, en þurrt suðaustantil. Hiti 6 til 16 stig, hlýjast á Suðausturlandi. 

Á mánudag:
Norðlæg átt og rigning eða súld á norðanverðu landinu, en breytileg átt og stöku skúrir syðra. Kólnandi veður. 

Á þriðjudag og miðvikudag:
Austlæg eða breytileg átt, væta með köflum og hiti yfirleitt 8 til 13 stig að deginum. 

Á fimmtudag:
Austlægar átt, stöku skúrir og hlýnar heldur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert