Breytt landslag í ferðaþjónustu

Ferðaþjónustuaðilar segjast finna fyrir breyttu landslagi.
Ferðaþjónustuaðilar segjast finna fyrir breyttu landslagi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Íslenskir ferðaþjónustuaðilar segjast finna fyrir breyttu landslagi í greininni og segja íslensku krónuna spila þar stórt hlutverk. Erlendum ferðamönnum finnist Ísland orðinn of dýr áfangastaður sem valdi samdrætti á mörgum sviðum, en þó sé jafn stígandi í svokallaðri lúxusferðamennsku. 

Á dögunum sagði mbl.is frá því að rússneskur auðkýfingur hefði afbókað ferð fyrir 200 milljónir í Eystri-Rangá. Í þeirri ferð var leiga á veiðiskála, laxveiðileyfi og bókun á nokkrum þyrlum, svo eitthvað sé nefnt. 

Breyting á samsetningu í lúxusferðamennsku

Friðrik Pálsson, eigandi og framkvæmdastjóri Hótels Rangár, segir að helst sé jafnvægi að finna í svokallaðri lúxusferðamennsku. „Ég held að landslagið í lúxusferðamennskunni sé alveg þokkalega heilbrigt og jafn stígandi í því. Sá mikli hvellur sem varð í milliklassa/meðaltúrisma skilaði sér ekki með sama hætti inn í lúxusferðamennskuna, þar hefur vöxturinn verið jafn og stígandi.“

Hann segir jafnframt að talsverð breyting sé á samsetningu þeirra, sem sæki í lúxusferðir. „Hjá okkur hefur orðið mikil breyting. Við höfum farið úr því að hafa uppistöðuna Evrópubúa yfir í að vera núna með flesta Bandaríkjamenn og Kanadamenn auk þess sem nýir aðilar skjóta upp kollinum, svo sem frá Mexíkó og Brasilíu.“

Ísland dýrt heim að sækja

Friðrik rekur jafnframt Hálendismiðstöðina í Hrauneyjum og segir að þar sé rekstrarumhverfið gjörólíkt frá því sem áður var. „Í hópaferðabransanum er það gjörólíkt. Stór hluti þeirra ferðamanna, sem ferðast í hópum, kom frá Evrópu og þar er mikill samdráttur. Því miður heyri ég það að utan við þjóðveg eitt, austan við Jökulsárlón og að mestu leyti hringinn, þá virðist vera þyngra undir fæti og stefni jafnvel í það að fyrirtæki loki eða gefist upp á að hafa opið nema yfir hásumarið,“ segir Friðrik.

Hann segir að erlendum ferðamönnum þyki Ísland orðið dýrt heim að sækja. „Við finnum það og jafnvel þeir sem koma í lúxusferðir hingað til lands láta okkur vel vita af því að þeim finnist Ísland orðið gríðarlega dýrt. Það er svo sem ekki við öðru að búast, krónan er svo rosalega sterk að það hefur ekki bara áhrif á ferðaþjóustuna heldur hefur það neikvæð áhrif á allan samkeppnisiðnað og sjávarútveg á Íslandi. Þetta sterka gengi krónunnar á eftir að koma okkur í koll, við þekkjum það frá fyrri tíð,” segir Friðrik.

Spurður hvort Ísland sé á niðurleið hvað hina miklu aðsókn erlendra ferðamanna að undanförnu varðar segir Friðrik að algeng viðskiptalögmál gildi í þeim efnum. „Það er stundum sagt að það sé kalt á toppnum. Við skutumst þangað á óþægilega miklum hraða og áhuginn á ferðum til Íslands er ennþá mikill svo nú er mest um vert að standa vaktina vel. Við þurfum að leggja enn harðar að okkur en áður í bættum gæðum og þjónustu og sinna markaðsmálunum af kostgæfni, en versti þröskuldurinn í vegi okkar er ósjálfbært gengi krónunnar,“ segir Friðrik.  

Næsti vetur verði flókinn fyrir ferðaþjónustuna

Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs, tekur í sama streng og Friðrik og segir að breytt mynstur í kauphegðun fólks valdi því að ferðamenn eyði minna, m.a. vegna sterkrar krónu. „Ég held að næsti vetur verði mjög flókinn fyrir ferðaþjónustuna, hann verður bara erfiður. Það væri óvarlegt að áætla neitt annað. Síðan er náttúrulega veðrið, það er hvert slæma metið að falla á eftir öðru veðurfarslega og þarf að fara öld aftur í tímann til þess að finna jafn slæmt veður. Þannig að þetta eru verulega breytt skiliyrði,“ segir Birgir.

mbl.is

Innlent »

Vill að borgarstjóri axli ábyrgð

Í gær, 23:13 „Munurinn á þessum tveimur málum er þessi: framkvæmdastjóri félagsbústaða hefur sagt af sér en framkvæmdastjóri braggamálsins, sem er framkvæmdastjóri borgarinnar og borgarstjóri, hefur ekki gert það,“ segir oddviti Sjálfstæðisflokksins, spurður út í sitt álit á verkefni Félagsbústaða við Írabakka. Meira »

Skútuþjófurinn í farbann

Í gær, 22:08 Héraðsdómur Vestfjarða hefur fallist á kröfu lögreglustjórans á Vestfjörðum um að maðurinn sem sigldi seglskútu í heimildarleysi úr höfn á Ísafirði aðfararnótt sunnudags sæti farbanni. Meira »

Íslenskir nemar elstir og tekjuhæstir

Í gær, 21:03 Íslenskir háskólanemar eru þeir elstu í Evrópu, eiga fleiri börn og eru með hærri tekjur en háskólanemar í öðrum Evrópulöndum, en kostnaður íslenskra háskólanema vegna fæðis og húsnæðis er um tvöfalt hærri en meðaltalið er í Evrópu. Meira »

Sveitarstjórn mótmælir seinagangi

Í gær, 20:58 Sveitarstjórn Skútustaðahrepps mótmælir seinagangi vegna gistináttaskatts í ályktun sem var samþykkt á dögunum.  Meira »

Kröfugerð VR samþykkt

Í gær, 20:32 Kröfugerð VR fyrir komandi kjaraviðræður var samþykkt á fundi trúnaðarráðs í kvöld. Í kröfugerðinni kemur fram að markmið kjarasamninga nú verði að rétta hlut þeirra lægst launuðu og auka ráðstöfunartekjur allra félagsmana. Meira »

Vilja láta rjúpuna njóta vafans

Í gær, 20:24 „Það er ljóst að við ofmetum rjúpnastofninn og það er skylda Náttúrufræðistofnunnar að hvetja til varfærni í tengslum við nytjar,“ segir fuglafræðingar hjá Náttúrufræðistofnun. Stofnunin hafi því ákveðið að miða rjúpnaveiðiráðgjöf sína við Vesturland í stað Norðausturlands eins og hefð sé fyrir. Meira »

Minnir á Bakkabræður

Í gær, 20:18 Veiðigjöld á útgerðir eru ósanngjörn og gríðarlegur munur er á veiðigjöldum eftir fisktegundum, segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda og eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur. Meira »

Hagsýni er kvenfélagskonum í blóð borin

Í gær, 20:05 „Kvenfélög hafa nú sem endranær mikilvægu hlutverki að gegna. Í ýmsum líknar- og velferðarmálum úti um allt land hefur mjög munað um framlag kvenfélaganna, enda er starfsemi félaganna öflug mjög víða, og áherslumál að styðja góð málefni í nærsamfélaginu. Á árabilinu 2007 til 2017 var þetta samanlagt stuðningur upp á einn milljarð króna,“ segir Guðrún Þórðardóttir, formaður Kvenfélagasambands Íslands. Meira »

„Ég var ekki aðalhönnuður verksins“

Í gær, 19:30 Arkitekt hjá Arkibúllunni segir reikninga fyrirtækisins vegna braggans við Nauthólsveg ekki óvenjuháa og að tímarnir séu ekki óvenjulega margir í ljósi þess hve verkefnið dróst á langinn. Meira »

Kvartað yfir aðstæðum í skólamötuneyti

Í gær, 19:11 Umboðsmaður barna sendi síðasta vor bréf til Hafnarfjarðarbæjar eftir að embættinu hafði borist ábending vegna aðstæðna í skólamötuneyti í Áslandsskóla í Hafnarfirði. Meira »

Styttri vinnuvika hjá Hugsmiðjunni

Í gær, 18:57 Minni vinna og allir vinna segir Margeir Ingólfsson, stjórnarformaður Hugsmiðjunnar sem hefur gengið mjög langt í vegferð jafnréttis með því að stytta vinnuviku starfsfólks fyrirtækisins úr átta í sex. Mælingar sýna meiri framleiðni, færri veikindadaga og aukna starfsánægju starfsfólksins. Meira »

Músarrindill, glókollur og rjúpa

Í gær, 18:43 Fuglalífið í Hrísey hefur sjaldan verið blómlegra en nú. Þegar sumrin eru góð og áfallalaus verður viðkoma fuglanna góð og lífið dafnar. Alls verpa um 40 tegundir fugla í eynni og mér finnst alltaf ævintýrið eitt að fylgjast með lífi þeirra,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson, fuglaáhugamaður á Akureyri. Hann á sínar rætur í Hrísey og hefur síðan í æsku fylgst vel með fuglalífinu þar. Meira »

„Innri endurskoðun hlífir engum“

Í gær, 18:41 „Það var gott að það var farið fram á að innri endurskoðun tæki út þessar framkvæmdir og viðhald við Írabakka,“ segir Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG, um úttekt sem gerð var vegna um­fram­kostnaðar við end­ur­bæt­ur á íbúðum Fé­lags­bú­staða við Írabakka í Reykja­vík. Meira »

Öðruvísi staðið að framkvæmdum núna

Í gær, 17:55 „Ég fagna því að það hafi verið ráðist í þessa úttekt,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn um út­tekt sem gerð var vegna um­fram­kostnaðar við end­ur­bæt­ur á íbúðum Fé­lags­bú­staða við Írabakka í Reykja­vík. Meira »

Nauðganir öflugt vopn í stríði

Í gær, 17:55 Kynferðislegt ofbeldi á ekkert sammerkt með kynlífi heldur er það glæpur og er notað sem valdatæki segir Yves Daccord, framkvæmdastjóri alþjóðaráðs Rauða krossins. Nauðganir eru öflugt vopn á átakasvæðum og rödd Íslands skiptir máli þegar kemur að mannréttindum segir hann. Meira »

Hljóp á brott frá lögreglunni

Í gær, 17:52 Ökumaður sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði stöðvað í Grafarvogi vegna gruns um ölvunarakstur hljóp úr bíl sínum á brott frá lögreglunni um fimmleytið í dag. Meira »

Fiskeldi í Reyðarfirði fyrir dóm

Í gær, 17:50 Mál málsóknarfélagsins Náttúruverndar 2 á hendur Matvælastofnun og Löxum fiskeldi ehf. verður flutt fyrir Héraðsdómi Reykjaness 15. nóvember. Meira »

Krefjast farbanns yfir skútuþjófnum

Í gær, 17:24 Lögreglan á Vestfjörðum hefur yfirheyrt manninn sem handtekinn var um borð í skútu á Rifi á Snæfellsnesi í gær.   Meira »

Sigurvissir Svisslendingar

Í gær, 17:20 Þeir voru sigurvissir stuðningsmenn svissneska landsliðsins sem voru í miðbænum í dag og biðu eftir landsleiknum við Ísland á Laugardalsvelli í kvöld. Minnugir stórsigursins í síðasta leik spá þeir sínum mönnum öruggum sigri. Meira »
Bolir
Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Bómullarbolir Sími 588 8050. - vertu vi...
BÍLALYFTUR
EAE og Jema bílalyftur í úrvali,gæðalyftur á góðu verði. Eigum nokkrar gerðir á ...
VILTU VITA HVAÐ ER FRAMUNDAN
SPÁI Í TAROT OG BOLLA. þEIR SEM FARNIR ERU SEGJA MER UM FRAMTÍÐ ÞÍNA. ERLA S. 58...