Hafmeyjan kemst ekki á stallinn fyrir bleytutíð

Fuglarnir á Reykjavíkurtjörn nota stall hafmeyjunnar sem áningarstað til að …
Fuglarnir á Reykjavíkurtjörn nota stall hafmeyjunnar sem áningarstað til að hvíla lúin bein. Morgunblaðið/Kristján Johannessen

„Það voru meiri skemmdir á henni en við bjuggumst við, hún hafði lent á grjóti og húðin, sem er á svona bronsstyttum, rispaðist á sporðinum að framanverðu. Búið er að gera við hana og hún hefur verið tilbúin síðan í febrúar,“ segir Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri hjá Listasafni Reykjavíkur.

Morgunblaðið innti hann eftir fréttum af Hafmeyjunni eftir Nínu Sæmundsson, sem hvarf af stalli sínum í Reykjavíkurtjörn í óveðri sem gekk yfir í byrjun nóvember í fyrra og hefur ekki sést síðan.

„Það er búið að undirbúa undirstöðurnar, hún verður fest betur svo hún geti ekki stungið sér til sunds aftur. En það var vetrartími og síðan hefur verið rigning í marga mánuði, þá er ekki hægt að keyra með kranabíl út í Hljómskálagarðinn, til á hífa hana á stallinn, án þess að eyðileggja grasið. Við erum því bara að bíða eftir að stytti upp. Við vonumst til að það verði einhvern tímann á næstunni,“ hefur Morgunblaðið eftir Sigurði Trausta í umfjöllun sinni um málið í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert