Harmar tilhæfulausar ásakanir ljósmóður

Gunnar Björnsson segir störf undanþágunefndarinnar ekki einkamál ljósmæðra.
Gunnar Björnsson segir störf undanþágunefndarinnar ekki einkamál ljósmæðra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Samninganefnd ríkisins harmar að fulltrúi ljósmæðra kjósi að setja fram tilhæfulausar aðdróttanir í frétt sem birtist á mbl.is. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Gunnar Björnsson, formaður nefndarinnar, sendir mbl.is.

Í fréttinni sem Gunnar vísar til gerir Unnur Berglind Friðriksdóttir, sem situr í undanþágunefnd í kjaradeilunni, athugasemd við það sem hún kallar „mik­il og óeðli­leg“ afskipti samn­inga­nefnd­ar rík­is­ins af störf­um und­anþágu­nefnd­ar­inn­ar, en hlutverk undanþágunefndar er að afgreiða beiðnir sem berast um undanþágur frá yfirvinnubanni ljósmæðra, sem staðið hefur yfir síðan á miðvikudag.

Við afgreiðslu lítur nefndin til þess hversu mikil þörf er talin á fleiri starfsmönnum með hliðsjón af öryggi móður og barna. Fram kom í fréttinni í gær að nefndin hefur tekið fyrir tugi umsókna og samþykkt allar nema eina sem kom frá Landspítala í fyrrakvöld en var hafnað í fjórgang. Hún var þó samþykkt þegar hún barst í fimmta sinn þar sem ástand á fæðingardeild var talið hafa versnað, að sögn Unnar.

„Sá misskilningur virðist vera hjá viðkomandi fulltrúa ljósmæðra að undanþágunefndin sé einkamál ljósmæðra og fulltrúa ríkisins komi ekki við hvernig hún starfi. Það er rangt því nefndin er byggð á sérstöku lagaákvæði þar sem sérstaklega er tilgreint að fulltrúar beggja aðila eiga fulltrúa í henni,“ segir í yfirlýsingunni.

Afskipti ríkisins hafi eingöngu komið til í kjölfar ábendinga frá heilbrigðisstofnunum um starfshætti fulltrúa ljósmæðra.  

Gunnar segir að nauðsynlegt sé að umsóknir um undanþágur séu afgreiddar hratt og örugglega, en því miður hafi orðið misbrestur þar á vegna þess að fulltrúi ljósmæðra í nefndinni hafi verið erlendis.

Landspítalinn óskaði sérstaklega eftir að ljósmóðir sæti í undanþágunefndinni fyrir ...
Landspítalinn óskaði sérstaklega eftir að ljósmóðir sæti í undanþágunefndinni fyrir hönd ríkisins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Landspítalinn bað um ljósmóður

Auk Unnar Berglindar situr Ingibjörg Hreiðarsdóttir ljósmóðir í nefndinni, sem fulltrúi ríkisins. Í samtali við mbl.is í gær sagði Unnur að hún teldi óvenjulegt að ljósmóður væri teflt fram sem fulltrúa ríkisins, „að því er virðist til að egna tveim ljósmæðrum saman“.

Gunnar bendir á að það sé mikilvægt að sá sem situr í undanþágunefnd hafi innsýn í störf viðkomandi hóps til að tryggja að undanþágubeiðnir fái faglegt mat. Það hafi verið sérstök beiðni frá Landspítalanum að Ingibjörg yrði tilnefnd og var það samþykkt.

Yfirlýsing Gunnars Björnssonar í heild sinni:

Samninganefnd ríkisins harmar að fulltrúi ljósmæðra kjósi að setja fram tilhæfulausar aðdróttanir í frétt sem birtist á mbl.is í gær. Sá misskilningur virðist vera hjá viðkomandi fulltrúa ljósmæðra að undanþágunefndin sé einkamál ljósmæðra og fulltrúa ríkisins komi ekki við hvernig hún starfi. Það er rangt því nefndin er byggð á sérstöku lagaákvæði þar sem sérstaklega er tilgreint að fulltrúar beggja aðila eiga fulltrúa í henni. Fulltrúi ljósmæðra hefur kosið að líta fram hjá því og agnúast mjög út í að fulltrúar ríkisins vilji vita hvernig staðan er og koma á skilvirku verklagi til að tryggja hraða afgreiðslu. Afskipti fulltrúa ríkisins hafa eingöngu komið til í kjölfar ábendinga frá heilbrigðisstofnunum um  starfshætti fulltrúa ljósmæðra. Eðli máls samkvæmt þarf að afgreiða undanþágubeiðnir hratt og örugglega en þar sem fulltrúi ljósmæðra er erlendis hefur því miður orðið misbrestur á því. Hvað varðar ákvörðun um að ljósmóðir sé í undanþágunefnd þá telur fjármála- og efnahagsráðuneytið að til að tryggja faglegt mat sé nauðsynlegt að viðkomandi hafi innsýn í störf viðkomandi hóps sem er í verkfalli. Jafnframt var það sérstök beiðni frá Landspítala að þessi tiltekni einstaklingur yrði tilnefndur og var það samþykkt.

mbl.is

Innlent »

Stríð milli stjórnsýslu og kjörins fulltrúa

18:35 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segist ekki ætla að tjá sig efnilega um bréf sem Helga Björg Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri borgarstjóra, sendi forsætisnefnd. Helga fjallar þar um alvarleg og meiðandi ummæli borgarfulltrúa en umræddur borgarfulltrúi er ekki nefndur á nafn. Meira »

„Yrði aldrei smíðuð í dag“

18:29 Þetta er mjög sérstakt mannvirki. Menn myndu aldrei byggja svona brú í dag sem treystir aðeins á eitt stag,“ segir forstöðumaður hönnunardeildar Vegagerðarinnar um Morandi-brúna í Genúa á Ítalíu sem hrundi í gærmorgun. Hann telur hrun brúarinnar ekki kalla á breytt verklag á Íslandi. Meira »

Óljóst hver á rústir herstöðvar

18:25 Fasteignir á Straumnesfjalli, sem eru rústir herstöðvar, eru ekki skráðar í fasteignaskrá og því er eignarhald þeirra ekki ljóst. Þetta kemur fram í svari Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, við fyrirspurn Lilju Rafneyjar Magnúsdóttir, þingkonu VG. Meira »

Stjórn SUS mótfallin myndavélaeftirliti

18:18 Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) andmælir harðlega tillögum sjávarútvegsráðherra um víðtækt og umfangsmikið myndavélaeftirlit Fiskistofu með sjávarútvegi. Meira »

Ásthildur sækist eftir formennsku

18:05 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, kennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti formanns Neytendasamtakanna. Meira »

Settu upp „leikrit fyrir fjölmiðla“

17:23 „Þetta er í rauninni ótrúlegt og virðist hafa verið ákveðið leikrit fyrir fjölmiðla,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, um þá ákvörðun fulltrúa Sjálfstæðisflokks að ganga út af fundi ráðsins í morgun. Meira »

Þriðjungur á biðlista fer ekki í meðferð

16:43 Það sem af eru þessu ári hefur þriðjungur þeirra sem hafa verið skráðir á biðlista á Vogi ekki skilað sér í meðferð þegar rými losnaði. Hlutfallið hefur haldist svipað síðustu þrjú ár. Um miðjan júlí voru 534 skráðir á biðlista eftir innlögn. Meira »

„Meiðandi og alvarleg“ ummæli fulltrúa

16:37 Skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg hefur óskað eftir því við forsætisnefnd borgarinnar að tekið verið til skoðunar hvort ákvæði sveitarstjórnarlaga um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa og siðareglur þeirra hafi verið brotin í umræðu þeirra um að hún hafi lagt undirmann sinn í einelti. Meira »

Kæra ákvörðun meirihlutans um Kaplakrika

15:40 Minnihluti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hyggst kæra samþykkt meirihluta bæjarstjórnar til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Umrædd samþykkt lýtur að þeirri ákvörðun meirihlutans að falla frá áætlunum um byggingu knatthúss í Kaplakrika og kaupa þess í stað aðrar eignir á svæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu minnihlutans. Meira »

55 dekk ónýt eftir flugeldasýningu

15:39 Við flugeldasýninguna sem var haldin í lok Fiskidagsins mikla á laugardaginn komst eldur í dekkjaþybbur á Suðurgarði við Dalvíkurhöfn. Meira »

„Brutu trúnað til að ná fínni mynd“

15:25 „Þetta er hugsanlega vanhugsaðasta og vandræðalegasta upphlaup sem ég hef orðið vitni að á mínum 8 ára ferli í pólitík,“ skrifar borgarfulltrúinn Kristín Soffía Jónsdóttir á Facebook. Þar á hún við það þegar fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipu­lags- og sam­gönguráði Reykja­vík­ur­borg­ar gengu af fundi í morgun. Meira »

„Notkun glýfosfats óæskileg“

14:15 Umhverfis- og auðlindaráðherra segir notkun glýfosfats, sem finna má í flestum illgresiseyðum, óæskilega. Hann segir mikilvægt að fólk hugsi um hvaða efni það notar og spyrji sig að því hvort sú notkun sé nauðsynleg. Meira »

Láta gott af sér leiða eftir Fiskidaginn

14:09 Kræsingar sem urðu afgangs eftir Fiskidaginn mikla verða nýttar til góðra málefna svo ekkert fari til spillis. Samhjálp fær veglegar matargjafir og eins verður slegið til veislu á hjúkrunarheimilinu Mörkinni. Samskip flytur matinn frítt til Reykjavíkur. Meira »

Funda aftur í lok mánaðarins

13:39 Annar fundur í kjaradeildu Norðurflugs og Félags íslenskra atvinnuflugmanna hjá ríkisáttasemjara var haldinn í morgun.  Meira »

Viku af „ólögmætum fundi“

13:13 Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar telja fund ráðsins sem nú stendur yfir ólögmætan, enda sé ekki rétt staðið að boðun fundarins. Fulltrúar flokksins ákváðu að víkja af fundi ráðsins í morgun vegna þessa. Meira »

Alvarlegur utanvegaakstur á Fjallabaki

13:00 Bifhjól í utanvegaakstri unnu miklar skemmdir á gróðri á stóru svæði á Fjallabaki, við veginn að Hófsvaði og Ljótapolli, í gærmorgun. Landvörður á svæðinu segir þetta alvarlegast tilfellið í sumar, en engar vísbendingar hafa borist um hverjir gætu hafa verið þarna að verki. Meira »

Kynnir hugmyndir um þjóðgarðastofnun

12:54 Á næstu vikum mun umhverfis- og auðlindaráðherra funda víða um land til að kynna drög að frumvarpi um nýja þjóðgarðastofnun sem ætlað er að hafa með höndum umsýslu allra þjóðgarða á Íslandi og annarra friðlýstra svæða auk almennrar náttúruverndar. Meira »

Bubbi ætlar ekki að áfrýja

12:50 Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens ætlar ekki að áfrýja meiðyrðadómi í máli Steinars Bergs gegn sér. RÚV hefur hins vegar ekki ákveðið hvort dóminum verði áfrýjað, en Steinar bendir í yfirlýsingu á að sá frestur sem stofnunin hafði til að fara að tilmælum dómsins sé nú liðinn. Meira »

Náttúruöflin áþreifanleg í Hítardal

12:38 Finnbogi Leifsson, bóndi í Hítardal, segir óvissuna sem sprungan í Fagraskógarfjalli veldur vera óþægilega. Best væri, að hans sögn, ef hrunið færi af stað sem fyrst til þess að uppbygging geti hafist sem fyrst eftir náttúruhamfarirnar 7. júlí. Meira »
Brunavarnir
Okkar hlutverk er að vera fremstir í forvirkum fyrirbyggjandi eldvörnum. Við vil...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Bókhald
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...