Harmar tilhæfulausar ásakanir ljósmóður

Gunnar Björnsson segir störf undanþágunefndarinnar ekki einkamál ljósmæðra.
Gunnar Björnsson segir störf undanþágunefndarinnar ekki einkamál ljósmæðra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Samninganefnd ríkisins harmar að fulltrúi ljósmæðra kjósi að setja fram tilhæfulausar aðdróttanir í frétt sem birtist á mbl.is. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Gunnar Björnsson, formaður nefndarinnar, sendir mbl.is.

Í fréttinni sem Gunnar vísar til gerir Unnur Berglind Friðriksdóttir, sem situr í undanþágunefnd í kjaradeilunni, athugasemd við það sem hún kallar „mik­il og óeðli­leg“ afskipti samn­inga­nefnd­ar rík­is­ins af störf­um und­anþágu­nefnd­ar­inn­ar, en hlutverk undanþágunefndar er að afgreiða beiðnir sem berast um undanþágur frá yfirvinnubanni ljósmæðra, sem staðið hefur yfir síðan á miðvikudag.

Við afgreiðslu lítur nefndin til þess hversu mikil þörf er talin á fleiri starfsmönnum með hliðsjón af öryggi móður og barna. Fram kom í fréttinni í gær að nefndin hefur tekið fyrir tugi umsókna og samþykkt allar nema eina sem kom frá Landspítala í fyrrakvöld en var hafnað í fjórgang. Hún var þó samþykkt þegar hún barst í fimmta sinn þar sem ástand á fæðingardeild var talið hafa versnað, að sögn Unnar.

„Sá misskilningur virðist vera hjá viðkomandi fulltrúa ljósmæðra að undanþágunefndin sé einkamál ljósmæðra og fulltrúa ríkisins komi ekki við hvernig hún starfi. Það er rangt því nefndin er byggð á sérstöku lagaákvæði þar sem sérstaklega er tilgreint að fulltrúar beggja aðila eiga fulltrúa í henni,“ segir í yfirlýsingunni.

Afskipti ríkisins hafi eingöngu komið til í kjölfar ábendinga frá heilbrigðisstofnunum um starfshætti fulltrúa ljósmæðra.  

Gunnar segir að nauðsynlegt sé að umsóknir um undanþágur séu afgreiddar hratt og örugglega, en því miður hafi orðið misbrestur þar á vegna þess að fulltrúi ljósmæðra í nefndinni hafi verið erlendis.

Landspítalinn óskaði sérstaklega eftir að ljósmóðir sæti í undanþágunefndinni fyrir ...
Landspítalinn óskaði sérstaklega eftir að ljósmóðir sæti í undanþágunefndinni fyrir hönd ríkisins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Landspítalinn bað um ljósmóður

Auk Unnar Berglindar situr Ingibjörg Hreiðarsdóttir ljósmóðir í nefndinni, sem fulltrúi ríkisins. Í samtali við mbl.is í gær sagði Unnur að hún teldi óvenjulegt að ljósmóður væri teflt fram sem fulltrúa ríkisins, „að því er virðist til að egna tveim ljósmæðrum saman“.

Gunnar bendir á að það sé mikilvægt að sá sem situr í undanþágunefnd hafi innsýn í störf viðkomandi hóps til að tryggja að undanþágubeiðnir fái faglegt mat. Það hafi verið sérstök beiðni frá Landspítalanum að Ingibjörg yrði tilnefnd og var það samþykkt.

Yfirlýsing Gunnars Björnssonar í heild sinni:

Samninganefnd ríkisins harmar að fulltrúi ljósmæðra kjósi að setja fram tilhæfulausar aðdróttanir í frétt sem birtist á mbl.is í gær. Sá misskilningur virðist vera hjá viðkomandi fulltrúa ljósmæðra að undanþágunefndin sé einkamál ljósmæðra og fulltrúa ríkisins komi ekki við hvernig hún starfi. Það er rangt því nefndin er byggð á sérstöku lagaákvæði þar sem sérstaklega er tilgreint að fulltrúar beggja aðila eiga fulltrúa í henni. Fulltrúi ljósmæðra hefur kosið að líta fram hjá því og agnúast mjög út í að fulltrúar ríkisins vilji vita hvernig staðan er og koma á skilvirku verklagi til að tryggja hraða afgreiðslu. Afskipti fulltrúa ríkisins hafa eingöngu komið til í kjölfar ábendinga frá heilbrigðisstofnunum um  starfshætti fulltrúa ljósmæðra. Eðli máls samkvæmt þarf að afgreiða undanþágubeiðnir hratt og örugglega en þar sem fulltrúi ljósmæðra er erlendis hefur því miður orðið misbrestur á því. Hvað varðar ákvörðun um að ljósmóðir sé í undanþágunefnd þá telur fjármála- og efnahagsráðuneytið að til að tryggja faglegt mat sé nauðsynlegt að viðkomandi hafi innsýn í störf viðkomandi hóps sem er í verkfalli. Jafnframt var það sérstök beiðni frá Landspítala að þessi tiltekni einstaklingur yrði tilnefndur og var það samþykkt.

mbl.is

Innlent »

Snjókomubakki með allhvössum vindi

09:38 Snjókomubakki með allhvössum vindi, skafrenningi og blindu nálgast suðvestanvert landið um klukkan 10 til 12. Veðrið lagast svo um tíma en skellur aftur á eftir klukkan 14. Meira »

„Taka því rólega og gefa sér tíma“

09:14 Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í morgun hefur gengið hægt en vel. Fólk hefur tekið mið af aðstæðum en éljagangur hefur verið af og til. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn ráðleggur fólki að fara ekki á göturnar á sumardekkjum eða að aka um á slæmum hjólbörðum. Meira »

Dæmdur fyrir ítrekuð umferðarlagabrot

08:33 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 60 daga skilorðsbundið fangelsi og svipt hann ökurétti í fimm ár vegna umferðarlagabrota. Ákæran er í þrettán liðum. Meira »

Lengja beinar útsendingar úr Eldey

08:18 Vinnu við að endurnýja búnað „súluvarpsins“ úr Eldey er lokið. Útsendingar lágu niðri frá því um miðjan desember vegna skemmda á sólarrafhlöðum en þær komast í samt lag einhvern næstu daga. Stefnt er að því að lengja beinar útsendingar úr Eldey. Meira »

Heyin skutu þeim á toppinn

07:57 Afburðagóð hey sem bændurnir á Hóli í Svarfaðardal öfluðu sumrin 2017 og 2018 skjóta þeim á topp listans yfir afurðamestu kúabúin á nýliðnu ári. „Ég held að við höfum aldrei verið með jafngóð hey og þessi tvö sumur. Nytin er ekki að aukast vegna kjarnfóðurgjafar því við höfum heldur minnkað hana.“ Meira »

Hæst laun í stóriðju og orkugeira

07:37 Mánaðarlaun félagsmanna í VM, Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, sem starfa í landi, eru einna hæst í orkuverum og stóriðju ef litið er á niðurstöður eftir mismunandi starfsgreinum í nýbirtri launakönnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir félagið, sem gerð var meðal félagsmanna. Meira »

Hálka á Reykjanesbrautinni

07:10 Lögreglan á Suðurnesjum biður ökumenn um að fara varlega á Reykjanesbrautinni en þar er hálka líkt og víðar á Suðvesturlandi en enn er éljagangur þar. Krýsuvíkurvegur er lokaður. Meira »

Vonskuveður um hádegi

07:01 Varað er við versnandi veðri um hádegi en þá gengur í suðvestanhvassviðri eða -storm á Suðurlandsundirlendinu um hádegi og með því fylgja öflug él eða slydduél. Að sögn veðurfræðings má búast við því að skyggni og færð geti orðið slæm um tíma á þessu svæði. Meira »

Segir þingforseta svala hefndarþorsta

06:36 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Miðflokksins, segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag, forseta Alþingis, Steingrím J. Sigfússon, ekki hafa áhuga á að rannsaka brot heldur eigi lög og réttur eiga að víkja í tilraunum forseta til að svala hefndarþorsta sínum. Meira »

Slæm færð í efri byggðum

06:27 Ekki hefur verið jafn slæmt færi á höfuðborgarsvæðinu í vetur og er þennan morguninn og ráðleggja snjóruðningsmenn þeim sem eru á illa búnum bifreiðum að fara ekki út í umferðina. Snjórinn er sá mesti sem við höfum séð í vetur, segir Þröstur Víðisson, verkstjóri hjá Reykjavíkurborg. Meira »

Grunaðir um ólöglega dvöl og fíkniefnasölu

06:10 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá karlmenn um fimm í nótt sem eru grunaðir um ólöglega dvöl í landinu og sölu fíkniefna. Meira »

Bílbelti og líknarbelgir björguðu

05:57 Lögreglan segir að bílbelti og líknarbelgir hafi bjargað ökumönnum tveggja bifreiða sem lentu í árekstri á Korpúlfsstaðavegi frá teljandi meiðslum. Meira »

Veiðileyfissviptingu frestað

05:30 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur ákveðið að fresta réttaráhrifum ákvörðunar Fiskistofu um að svipta togarann Kleifaberg RE 70 veiðileyfi sínu í tólf vikur vegna brottkasts, á meðan kæra Útgerðarfélags Reykjavíkur (ÚR) er til skoðunar. Meira »

Þurfa að komast lengra

05:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir samningsaðila þurfa að komast lengra í viðræðum sínum áður en stjórnvöld grípi til aðgerða til að greiða fyrir samningum. „Hins vegar erum við reiðubúin til að gera allt sem við getum til að greiða fyrir því að hægt sé að lenda málunum,“ segir Katrín. Meira »

Netöryggissveitin fái ekki næg gögn

05:30 Netöryggissveit mun ekki geta sinnt hlutverki sínu samkvæmt frumvarpi til laga um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða þar sem það tryggir ekki aðgengi sveitarinnar að nauðsynlegum upplýsingum með ótvíræðum hætti. Meira »

Þingmenn taka upp þráðinn í dag

05:30 Alþingi kemur saman á ný í dag eftir jólahlé og hefst þingfundur með munnlegri skýrslu forsætisráðherra og almennum umræðum um stöðuna í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin framundan. Meira »

Ekkert erindi borist póstnúmeranefnd

05:30 Póstnúmeranefnd hefur ekki fengið neitt formlegt erindi varðandi breytingu á póstnúmeri á Vatnsmýrinni í 102.  Meira »

„Þetta er stórt skref í rétta átt“

05:30 Kennsla hefst seinna í grunnskólanum NÚ í Hafnarfirði heldur en hjá skólum hins opinbera og hefur fyrirkomulagið reynst vel, en í janúar og desember hefst kennslan klukkan 10 og er til kl. 15. Meira »

Töp gegn stórþjóðunum í Köln á HM

05:30 Ísland tapaði fyrir Þýskalandi og Frakklandi á HM karla í handknattleik í Köln um helgina. Liðið mætir Brasilíu á morgun og þá kemur í ljós um hvaða sæti íslenska liðið spilar í keppninni. Meira »
Einn sá öflugasti
JAKINN Einn sá öflugasti og verklegasti Ford 7,3 Power Stroke, Skráður frá framl...
LÚGUSTIGAR - SMÍÐUM EFTIR MÁLI
Sérsmíðað, eigum á lager 68x85 og 55x113 Einnig Álstiga í op 45,7x56 eða stærra ...
Bókaveisla
Bókaveizla Hjá Þorvaldi í Kólaportinu 30% afsláttur af bókum í janúar Opið lauga...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...