Jafnan veitt án nærveru forseta

Pia Kjærsgaard flutti ræðu á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum á …
Pia Kjærsgaard flutti ræðu á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum á miðvikudag. mbl.is/Hari

Forseti Íslands veitir hina íslensku fálkaorðu en við opinberar heimsóknir ytra er hún að jafnaði afhent orðuhafa án þess að forseti sé nærri. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá embætti forseta Íslands.

Íslenskir fjölmiðlar hafa rifjað það upp síðustu daga að Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, hafi hlotið stórkross hinnar íslensku fálkaorðu þann 24. janúar í fyrra í tilefni af opinberri heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, til Danmerkur. Ekki kemur fram í tilkynningu embættisins nú hvort að Guðni var viðstaddur er Kjærsgaard hlaut orðuna.

Í gær greindi Kvikmyndagerðarkonan Elísabet Ronaldsdóttir greindi frá því á Facebook í gær hún ætli að skila fálka­orðu sem hún var sæmd 1. janú­ar árið 2016. Seg­ist hún ekki geta verið í ridd­ara­klúbbi með kynþátta­hat­ara.

Í morgun sendi svo skrifstofa forseta Íslands frá sér fréttatilkynningu þar sem farið er yfir ferli veitingar hinnar íslensku fálkaorðu.

Hér fer tilkynningin í heild:

„Vegna umræðu um veitingu hinnar íslensku fálkaorðu til erlendra ríkisborgara er embætti forseta Íslands ljúft að taka fram að um það gilda ýmsar reglur, samningar og hefðir. Þannig gilda t.d. víða í Evrópu sérstakar reglur um gagnkvæmar orðuveitingar í tengslum við opinberar heimsóknir þjóðhöfðingja. Á Íslandi eiga þessar reglur einkum við um opinberar heimsóknir forseta Íslands til hinna norrænu ríkja og opinberar heimsóknir þjóðhöfðingja þeirra til okkar.

Við þau tilefni leggja embættismenn í ríki gestgjafans fram tillögu fyrir hönd stjórnvalda þar um einstaklinga sem veita megi orðu gestaríkisins, annað hvort vegna starfa þeirra í þágu samskipta ríkjanna, hlutdeildar í dagskrá heimsóknarinnar eða opinberra starfa í heimalandinu. Jafnframt er lögð fram tillaga af hálfu gestaríkis um einstaklinga sem veita megi orðu gestgjafaríkisins.

Rétt er að taka sérstaklega fram að á Íslandi kemur orðunefnd ekki nærri þessu ferli. Forseti Íslands veitir hina íslensku fálkaorðu en við opinberar heimsóknir ytra er hún að jafnaði afhent orðuhafa án þess að forseti sé nærri.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert