Kirkjugarður fannst á Utanverðunesi í Skagafirði

Á myndinni sjást útlínur leggjabeina og kistu í gröf.
Á myndinni sjást útlínur leggjabeina og kistu í gröf. Ljósmynd/Byggðasafn Skagfirðinga

Forn kirkjugarður fannst á Utanverðunesi í Skagafirði við fornleifauppgröft í sumar. Gröfturinn er hluti Skagfirsku kirkju- og byggðasögurannsóknanna í Hegranesi, sem fara nú fram fjórða árið í röð.

Tilgangur rannsóknanna er að skoða aldur og dreifingu elstu byggðar í Hegranesi og tengsl byggðaþróunar við kirkjusögu svæðisins. Hefur rannsóknin að mestu leyti snúið að uppgreftri kirkjugarðs í Keflavík í Hegranesi.

Fundu kistu með beinagrind

„Þetta er hápunkturinn á rannsókn okkar. Þarna erum við að staðfesta annan kirkjugarð sem getið er í fornbréfi frá 14. öld. Það voru sögusagnir um hvar hann væri, en við fundum hann með jarðsjármælingum síðasta sumar,“ segir Guðný Zoëga, deildarstjóri fornleifadeildar Byggðasafns Skagfirðinga í umfjöllun Morgunblaðsins í dag.

Könnunarskurður var tekinn og í ljós kom kista með beinagrind.

„Þetta er 11. aldar heimiliskirkjugarður með kirkju, sem virðist hafa verið á hverjum bæ á þessu svæði. Það eru sex bæir þarna í röð sem voru með kirkju,“ segir Guðný. Ekki verður grafið meira á Utanverðunesi, en könnunarskurðurinn var aðeins til staðfestingar á tilvist kirkjugarðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert