Á von á því að ljósmæður samþykki miðlunartillöguna

Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra.
Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra. mbl.is/Hari

„Ég á frekar von á því að ljósmæður samþykki miðlunartillöguna,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra í kjaradeilunni við ríkið. Hún er nú stödd ásamt öðrum úr nefndinni á fundi á Akureyri þar sem tillagan er kynnt. Í kvöld verður haldinn sambærilegur fundur í Reykjavík. Hún segir samninganefndina kynna tillögunina hlutlaust en treysta á það að „konur taki upplýsta ákvörðun“.

Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins samþykktu miðlunartillögu ríkissáttasemjara á fundi í gærkvöldi. Í kjölfarið var yfirvinnuverkfalli ljósmæðra aflýst.

Tillagan felur í sér að sérstökum gerðardómi verði falið að kveða upp úr um það hvort að launasetning stéttarinnar sé í samræmi við álag, menntun og inntak starfs ljósmæðra og að hvaða leyti þessir þættir eigi að hafa áhrif á launin. Þá felur hún í sér í grundvallaratriðum sambærilegar hækkanir og samningur aðila frá 29. maí, sem ljósmæður felldu í júní, kvað á um.

Sambærilegt fyrir utan innlegg Landspítala

Þetta er að þessu leyti sambærilegt við þá miðlunartillögu sem ljósmæður féllust ekki á í síðustu viku. Úrslita áhrif hafði hins vegar yfirlýsing frá stjórn Landspítalans um að hún muni endurskoða og endurmeta starfslýsingar og ábyrgð ljósmæðra og taka inn í þá vinnu jafnlaunavottun sem átti eftir að meta til tekna.

Það sem uppá vantaði

Fundur Katrínar með ljósmæðrum á Akureyri var nýbyrjaður er mbl.is náði tali af henni í morgun. Hún sagðist því ekki geta lagt mat á hvernig hljóðið væri í þeirra hópi eftir að sátt náðist um miðlunartillöguna hjá samninganefndunum í gær. 

„[Innleggið frá Landspítalanum] var í raun það sem uppá vantaði,“ segir Katrín um miðlunartillöguna. „Við erum búnar að funda víða og með mörgum síðustu daga. Þar á meðal landlækni og forstjóra spítalans. Við óskuðum svo eftir [samninga]fundi. Við vorum búnar að tala um það að við gætum ekki tekið þessari miðlunartillögu nema að fleira kæmi til. Og þar sem að ljóst var að það ætluðu fleiri að koma að við að leysa deiluna þá gátum við boðað til fundar á ný og sæst á þessa tillögu,“ segir hún.

Þið gagnrýnduð það í síðustu viku að með gerðardómi væri umboðið farið úr ykkar höndum. Finnst ykkur sum sé þetta vera það mikil breyting, þetta innlegg spítalans, að þið hafið ekki áhyggjur af því lengur?

„Vði höfðum ekki beint áhyggjur af því, okkur fannst miðlunartillagan í síðustu viku einfaldlega ekki nóg ein og sér. Það var ekki nóg að það kæmi ekki inn í raun nein hækkun á grunnlaunum, að það færi bara allt í gerðardóm upp á von og óvon. Það yrði að koma meira til og svo treystum við á það að gerðardómur fari yfir þetta mjög faglega. Og við vitum að við eigum helling inni [umfram samninginn frá í maí] og við treystum á að það komi með gerðardómi.“

Munu bíða þar til niðurstaða fæst

Katrín segir ljóst að það muni taka einhvern tíma fyrir starfsemi á sjúkrahúsum að fara í samt horf og áður, þrátt fyrir að yfirvinnubanni hafi nú verið aflétt. Fjöldi ljósmæðra hefur sagt upp störfum síðustu vikur og mánuði. „Það vantar mikið af starfsfólki svo þetta mun taka tíma. En það er léttir vissulega að einhverju leyti að yfirvinnubanni hefur verið aflétt. En það er skarð, það vantar ansi margar ljósmæður svo þetta geti orðið með eðlilegum hætti.“

Hún segist ekki hafa heyrt af ljósmæðrum sem hafi dregið uppsagnir sínar til baka. „Enda hugsa ég að það taki enginn ákvörðun um það fyrr en að heyra fyrst hvað er í boði.“

Hún segir að kosning félagsmanna um miðlunartillöguna muni taka stuttan tíma. Hún verður rafræn og hefst á morgun og skal vera lokið upp úr hádegi á miðvikudag. „Ég held að það dragi enginn [uppsagnir] til baka fyrr en að niðurstaðan er í höfn.“

Á von á spennufalli

Katrín sagði sjálf upp starfi sínu sem ljósmóðir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og tekur sú uppsögn gildi 1. september. „Ég er á báðum áttum hvort að ég snúi til baka. Ég hef sótt um annars staðar og ætla að sjá hvað setur.“

„Ég er nú bara rúmlega hálfnuð með sumarfríið mitt,“ segir Katrín hlæjandi, spurð hvað taki við hjá henni á miðvikudag, eftir mikla keyrslu síðustu vikur og mánuði. „Ég var einmitt að hugsa þetta áður en ég fór að sofa í gær, ætli það komi ekki rosalegt spennufall. Þetta hefur átt hug manns allan nótt sem nýtan dag í svo langan tíma. Ætli ég fari ekki að sinna börnunum mínum betur.“

mbl.is

Innlent »

Teknir með mikið magn fíkniefna

09:28 Tveir ökumenn, sem lögreglan tók úr umferð í gær og fyrradag vegna gruns um að þeir ækju undir áhrifum fíkniefna, reyndust vera með fíkniefni í fórum sínum. Annar þeirra var með á annan tug gramma af kannabisefnum í bílnum en hinn nokkru minna af sömu efnum. Meira »

Eitt á ekki að útiloka annað

09:01 Fjölskylduráðgjafi segir að það skipti miklu máli hvernig staðið sé að forvörnum og stuðningi við foreldra sem eiga börn í neyslu. Aukin sálfræðiþjónusta og fleiri úrræði á vegum hins opinbera sé af hinu góða en nauðsynlegt sé að þriðji geirinn komi áfram að geðheilbrigðis- og fíkniúrræðum. Meira »

Dómstóla að skera úr um brot á sæmdarrétti

08:38 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, telur ekki við hæfi að hún tjái sig efnislega um afdrif lágmyndar Sigurjóns Ólafssonar á húsinu við Síðumúla 20. Vísar ráðherra á höfundarréttarnefnd og telur að það sé dómstóla að skera úr um hvort sæmdarréttur hafi verið brotinn. Meira »

Gæslan auglýsir olíu til sölu

07:57 Landhelgisgæsla Íslands hefur á vef Ríkiskaupa auglýst til sölu olíu. Um er að ræða um 300.000 lítra af flugvélaeldsneyti (steinolíu) og er hún geymd í austur olíubirgðastöð Atlantshafsbandalagsins (NATO) á Keflavíkurflugvelli. Meira »

Lægðirnar bíða í röðum

06:38 Umhleypingasamir dagar fram undan enda liggja lægðirnar í röðum eftir því að komast til okkar en þetta er ansi algeng staða á haustin að lægðagangur sé mikill, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Hauwa Liman var drepin í nótt

06:24 Vígamenn úr sveitum Boko Haram drápu Hauwa Liman sem starfaði fyrir Rauða krossinn í Nígeríu í nótt. Yves Daccord, framkvæmdastjóri alþjóðaráðs Rauða krossins, fjallaði um mál starfssystur sinnar í erindi í Háskóla Íslands í gær. Hún var 24 ára gömul þegar hún var drepin. Meira »

Þriðjungur utan þjóðkirkju

05:51 Alls voru 65,6% landsmanna sem búsettir eru hér á landi skráðir í Þjóðkirkjuna 1. október síðastliðinn eða 233.062. Frá 1. desember 2017 hefur þeim fækkað um 2.029 manns eða 0,9%. Meira »

Samfylkingin missir fylgi

05:47 Samfylkingin tapar mestu fylgi allra borgarstjórnarflokkanna samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Meirihlutinn myndi halda velli ef kosið yrði að nýju en VG og Píratar bæta við sig fylgi. Meira »

800 milljóna framúrkeyrsla

05:30 Mikil framúrkeyrsla Félagsbústaða við viðhald á fjölbýlishúsinu Írabakka 2-16 er þriðja málið af því tagi sem upp kemur á stuttum tíma hjá Reykjavíkurborg. Hin eru mikill kostnaður við breytingar á biðstöð Strætó á Hlemmi í Mathöll og endurbætur á bragganum í Nauthólsvík. Meira »

Segir svæðið mettað

05:30 Reykjanesbær hefur hafnað beiðni Útlendingastofnunar um að veita fleiri hælisleitendum þjónustu og þar með að stækka núgildandi samning bæjarins við stofnunina. Meira »

Veiking krónu gæti leitt til fleiri starfa

05:30 Gera má ráð fyrir að veiking krónu muni leiða til breytinga á neyslumynstri erlendra ferðamanna. Sú breyting mun þó taka tíma. Meira »

Fleiri öryrkjar geti unnið

05:30 „Ég er sammála Sigríði Lillý um að það þarf úrræði fyrir þessa ungu umsækjendur um örorkulífeyri. En það á ekki að vera á kostnað þeirra sem eldri eru og þurfa að þiggja þessar smánarlegu greiðslur,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Meira »

Andlát: Pétur Sigurðsson

05:30 Pétur Sigurðsson, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Vestfjarða, er látinn á 87. aldursári.   Meira »

Aukin samkeppni á máltíðamarkaði

05:30 Frá því að fyrirtækið Eldum rétt hóf innreið á máltíðamarkaðinn árið 2014 hefur fyrirtækið stækkað ört.  Meira »

Óskar eftir tilboðum í breikkun

05:30 Vegagerðin hefur auglýst eftir tilboðum í fyrsta hluta breikkunar Suðurlandsvegar frá Hveragerði að Selfossi. Þessi kafli liggur frá Varmá, sem er rétt austan við Hveragerði, og að Gljúfurholtsá rétt vestan Kotstrandar í Ölfusi, alls 2,5 kílómetrar. Meira »

Landselur á válista vegna bráðrar hættu á útrýmingu

05:30 Landselur, útselur og steypireyður eru á nýjum válista Náttúrufræðistofnunar yfir íslensk spendýr. Er landselur sagður í bráðri hættu á útrýmingu, útselur tegund í hættu og steypireyður í nokkurri hættu. Meira »

Óvissa um aðild og stjórnarkjöri frestað

05:30 Ekki var kosið til nýrrar forystu Sjómannasambands Íslands á þingi sambandsins í síðustu viku.  Meira »

Vill að borgarstjóri axli ábyrgð

Í gær, 23:13 „Munurinn á þessum tveimur málum er þessi: framkvæmdastjóri Félagsbústaða hefur sagt af sér en framkvæmdastjóri braggamálsins, sem er framkvæmdastjóri borgarinnar og borgarstjóri, hefur ekki gert það,“ segir oddviti Sjálfstæðisflokksins, spurður út í sitt álit á verkefni Félagsbústaða við Írabakka. Meira »

Skútuþjófurinn í farbann

Í gær, 22:08 Héraðsdómur Vestfjarða hefur fallist á kröfu lögreglustjórans á Vestfjörðum um að maðurinn sem sigldi seglskútu í heimildarleysi úr höfn á Ísafirði aðfaranótt sunnudags sæti farbanni. Meira »
Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. titaniumpör á fínu verði. Sérsmíði, framleiðsla og...
Bókhald
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...
Múrverk
Múrverk...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...