Sigraði anorexíuna

Katrín segir hreyfinguna mikilvægasta þáttinn í sínu bataferli og vinnur ...
Katrín segir hreyfinguna mikilvægasta þáttinn í sínu bataferli og vinnur nú sem hóptímaþjálfari í Reebok Fitness. Valgarður Gíslason

Fyrir nokkrum árum var Katrín Þóra Sigurbjörnsdóttir langt leidd af átröskunarsjúkdómnum anorexíu. Í dag er hún hreystin uppmáluð og vinnur sem hóptímakennari hjá Reebok Fitness ásamt því að stunda meistaranám í íþróttafræði við Háskóla Íslands.

Katrín æfði ballett fram á unglingsár en ballettdansinn hefur einmitt oft verið bendlaður við átröskunarsjúkdóma. „Ég kenni honum engan veginn um þetta en hann hafði samt áhrif; það þykir betra að vera grannur ballettdansari. Ég held bara að það séu alltaf einhverjir persónuleikaþættir sem ýta undir þetta; fullkomnunarárátta og einhver þörf fyrir að hafa stjórn. Og ég hef alveg haft tilhneigingu til að vera með þráhyggju,“ segir Katrín.

Borðaði einu sinni á dag

Átröskunin byrjaði þegar Katrín var fimmtán ára en þá segist hún hafa skrifað niður í litla bók hvað hún ætlaði að borða daginn eftir og áætlað hvað það voru margar hitaeiningar. „Auðvitað áætlaði ég þær langt umfram það sem þær voru í raun. Eitt epli var alltaf tvö hundruð kaloríur í minni bók. Síðan hugsaði ég að ég gæti nú alveg sleppt einhverju á listanum og sleppti því næsta dag. Svo jókst það.“

Katrín Þóra var farin að borða aðeins eina máltíð á dag og foreldra hennar grunaði ekkert til að byrja með. „Ég var í skólanum og ballett allan daginn og kom heim klukkan níu á kvöldin. Þá borðaði ég kvöldmat en ég hafði ekkert borðað allan daginn. Þannig að mamma og pabbi sáu mig alltaf borða kvöldmat. Mamma sendi mig með nesti í skólann en ég henti því nú bara einhvers staðar á leiðinni í skólann.“ Og Katrín reyndi alltaf að vera vöknuð fyrst á morgnana til að geta þóst vera búin að borða morgunmat á undan hinum í fjölskyldunni.

„Fyrst fannst mér alveg frábært að vera að grennast og fólk hrósaði mér fyrir að líta vel út. En svo kom að því að fólk var farið að hafa áhyggjur af mér. Foreldrar mínir töluðu við mig og systkini mín líka og vinkonur. En þá fannst mér þau bara vera að skipta sér af og varð pirruð og fór í vörn. Mér fannst þau ekki skilja mig; að ég hefði bara metnað fyrir dansinum og þetta væri það sem ég þyrfti að gera til að ná árangri.“

Katrín segir að margir átröskunarsjúklingar nái aldrei að losa sig við þann hugsunarhátt en hann sé mjög hættulegur. „Það fyrsta sem maður þarf að gera áður en maður fer í bata er að átta sig á því að maður glími við vandamál. Maður verður að losa sig við þann hugsunarhátt að maður sé að gera rétt.“

Foreldrar Katrínar, systkini og vinkonur gáfust þó ekki upp á að tala um þetta við hana og það segir Katrín hafa verið gríðarlega mikilvægt. „Þótt ég hafi alltaf farið í vörn og verið bara hundleiðinleg, þá hafði það áhrif að heyra þetta frá þeim. Fólk má ekki gefast upp. Kannski halda foreldrar að barnið þeirra hætti að tala við þá ef þeir reyna að tala um þetta en þetta síast inn.“

Lystarstol ekki rétta orðið

Katrín segist hafa gert sér grein fyrir því að ástandið væri alvarlegt en samt hafi hún haldið sveltinu áfram.

„Þegar ég var sem veikust snerist þetta ekkert um að verða mjó. Mér fannst ég ógeðsleg og ég vissi að ég væri allt of mjó. Ég sá hvernig fólk horfði á mig. Strákar höfðu ekki áhuga á mér í menntaskóla. Og ég vissi að fólk hafði áhyggjur af mér. Mér leið svakalega illa og fannst ég algjör aumingi að geta ekki bara verið eðlileg. Samt hélt ég áfram. Þetta snerist bara um að ég þurfti að hafa stjórn á einhverju.“

Líkamlegt ástand Katrínar var orðið mjög slæmt. „Ég gat ekki sofið á nóttunni af því að ég var svo svöng. Ég var farin að vakna í svitabaði, sjálfsagt vegna einhverra hormónabreytinga. Mér var alltaf kalt og illt í maganum, ég var alltaf þreytt og gat aldrei gert neitt. Svo tekur þetta gríðarlega á mann að þurfa alltaf að hugsa um hvernig maður ætlar að sleppa því að borða. Þetta heltekur mann alveg.“

Katrín segir að þessu hafi fylgt mikið þunglyndi og á hana hafi leitað sjálfsvígshugsanir. „Ég grét á hverju einasta kvöldi og bað til Guðs að hjálpa mér. Það er náttúrlega ekkert meira niðurdrepandi en að vera alltaf svangur. Þess vegna finnst mér orðið lystarstol vera alveg fáránlegt. Því maður er alltaf að hugsa um mat og er alltaf svangur. Maður er ekki með neitt lystarstol, heldur er bara að neita sér um að borða.“  

Setti sér afarkosti

Þegar Katrín var sautján ára, og orðin hvað veikust, vó hún aðeins fjörutíu og þrjú kíló en hún er 178 sentimetrar á hæð. Hún var því um þrjátíu og fimm kílóum undir kjörþyngd. Hún féllst loksins á að hitta geðlækni og segir að það hafi verið upphafið á bataferlinu þótt sér finnist það ekki ástæða batans. Það hafi verið boot camp-æfing sem gerði útslagið.

„Ég hef alltaf elskað hreyfingu en hafði ekkert hreyft mig eftir að ég hætti í ballettinum og saknaði þess mjög mikið. Þegar ég byrjaði hjá geðlækninum var það alltaf takmarkið hjá mér að fara að hreyfa mig á ný þegar mér yrði batnað.“

Þyngdin hafði farið upp um örfá kíló þegar eldri bróðir hennar, Friðrik, bað hana um að koma með sér á æfingu í boot camp. „Ég fann að hann hafði rosalegar áhyggjur af mér og mér þótti ofboðslega vænt um að hann skyldi bjóða mér með. Ég vissi alveg hvað hann var að gera og ég er honum mjög þakklát. Það að hafa farið á þessa æfingu með honum er það besta sem hefur komið fyrir mig,“ segir Katrín og brosir. Hún segir að þjálfararnir hafi strax séð að hún væri ekki í neinu ástandi til að fara í þessar erfiðu brennsluæfingar sem voru í boði. „Einn þjálfaranna, Arnaldur Birgir Konráðsson, Biggi, tók mig bara að sér og við gerðum þetta í samráði við geðlækninn, sem var mjög efins um þetta í fyrstu. Venjan er nefnilega að taka anorexíusjúklinga úr allri hreyfingu, sem ég er mjög ósammála. Sumir þurfa kannski að hætta algjörlega í hreyfingu á meðan þeir eru að ná bata, en hjá mér hafði það þveröfug áhrif. Þegar ég hætti að hreyfa mig þá virkilega datt ég niður í þunglyndi.“

Katrín segist hafa sett sjálfri sér afarkosti þegar hún byrjaði í þjálfuninni. „Ég sagði við sjálfa mig að ég skyldi gefa þessu ár og ef þetta tækist ekki hjá mér í þetta sinn, þá mætti ég drepa mig. En það að byrja hjá Bigga hafði úrslitaáhrif. Hann bannaði mér að fara á boot camp-æfingar og lét mig lyfta. Hann setti upp lyftingaprógramm, lét mig skila inn matardagbók og vigtaði mig í hverri viku. Mér fannst þetta geðveikt! Og loksins gat ég sett metnað í að verða sterk og kraftmikil.“

 Langar að verða einkaþjálfari

 Katrín er lögfræðingur að mennt en stundar nú meistaranám í íþróttafræði við Háskóla Íslands. „Ég ætlaði alltaf að verða læknir en hætti við það og vissi ekkert hvað ég ætti að gera. Svo ég skráði mig bara í lögfræði. Það nám hentaði mér alls ekki, ég er meira svona skapandi einstaklingur. Ég ákvað samt að klára BA-gráðu því hún kemur sér vel og ég gat til dæmis farið beint í master í íþróttafræðinni síðastliðið haust.“

 Katrín segist eiga heilbrigt samband við mat í dag. „Núna veit ég hvað matur gerir manni gott. Hann heldur í okkur lífi og mér finnst mikilvægt að fólk líti ekki á mat sem einhvern óvin. Ég fæ mér alveg nammi og mér finnst pitsa rosalega góð. Ég held að ég sé alveg læknuð af anorexíunni en hins vegar veit ég að ég, eins og svo margir, og sérstaklega stelpur og konur, hugsa alveg að ég hafi borðað of mikið og sé of feit í einhverjum buxum. En munurinn á mér núna og þá er að ég fer ekki í einhverjar aðgerðir við þessum hugsunum. Þær bara koma og fara svo. Ef ég hugsaði þetta þegar ég var veik, þá bara borðaði ég ekki í þrjá daga.“

Katrínu langar að starfa sem einkaþjálfari í framtíðinni og segir að reynsla hennar af sjúkdómnum muni koma sér vel. „Ég held að þetta hjálpi mér að takast á við þessa menningu sem er í dag; að maður eigi að skammast sín fyrir að borða. Skammast sín fyrir aukakílóin. Ég er algjörlega á móti þeirri hugsun. Mér finnst allir fallegir og ég get sagt það núna af því að ég var að glíma við þetta. Mér finnst að fólk eigi bara að fá að vera eins og það er.“

Nánar er rætt við Katrínu í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Katrín henti flestum myndum af sér því hún skammaðist sín ...
Katrín henti flestum myndum af sér því hún skammaðist sín fyrir þær.

Innlent »

„Það er tundurdufl – skipið er að sökkva!“

17:02 Þrír hildarleikir á þremur árum eru umfjöllunarefni nýjustu bókar Óttars Sveinssonar. Með góðfúslegu leyfi Óttars er hér stuttlega gripið niður í einn þeirra atburða sem greint er frá. Meira »

Ekki áður í svo stórum verkefnum

16:02 Reykjavíkurborg og íslenska ríkið eru formlega búin að sækja um að fá að halda 33. verðlaunahátíð evrópsku kvikmyndaverðlaunanna árið 2020. Þetta staðfestir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, í samtali við mbl.is. Meira »

VG og Samfylkingin sitja á bar

15:50 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, birti í dag pistil á vefsíðu sinni þar sem velt er upp hver viðbrögð af Klausturmálinu hefðu verið ef annar flokkur en Miðflokkurinn ætti í hlut. Segist hann hafa fengið að birta pistilinn og kveðst vona að einhverjum þyki þetta jafn áhugavert og sér. Meira »

Veggjöld samþykkt eftir áramót

14:01 Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, segir að samgönguáætlun verði afgreidd snemma á nýju ári. Full samstaða er meðal ríkisstjórnarflokkanna um afgreiðslu samgönguáætlunar en samkomulag var gert milli ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar um að samgönguáætlun verði í forgangi þegar þing kemur saman að nýju eftir jólafrí. Meira »

„Þarna er mikilvægum áfanga náð“

13:23 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir niðurstöðuna á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Katowice í Póllandi í gær vera mikilvægan áfanga þó að enn standi ákveðin atriði út af sem þurfi að klára á ráðstefnunni að ári. Meira »

Brýnt að allir njóti ávaxta uppsveiflu

12:31 Sjálfstæðisflokkurinn leggur mikið upp úr efnahagslegum umsvifum, hagvexti og drift í atvinnulífinu þannig að leggja megi meira til þeirra sem á aðstoð þurfa að halda. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í útvarpsþættinum Þingvöllum. Meira »

Skaðabótaskylda vegna falls í stiga

10:45 Veitingastaður hefur verið dæmdur skaðabótaskyldur vegna slyss sem kona varð fyrir í stiga þar árið 2015. Féll konan í stiganum, en í málinu var meðal annars tekist á um hvort öryggi hefði verið nægt í stiganum, en þar voru engin handrið þegar slysið átti sér stað. Meira »

Með lag í Netflix-kvikmynd

10:09 „Þetta var allt mjög mikil tilviljun,“ segir Unnur Eggertsdóttir, leik- og söngkona, en nýlega keypti leikstjórinn Dan Gilroy af henni lag fyrir senu í Netflix-kvikmyndinni Velvet Buzzsaw, sem skartar leikaranum Jake Gyllenhaal í aðalhlutverki. Meira »

Mátti gera fjárnám vegna skattbrots

09:40 Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í vikunni beiðni karlmanns um að ógilda fjárnám sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafði gert. Fjárnámið var gert vegna skuldar mannsins við sýslumann í kjölfar dóms sem hann hlaut árið 2013 í skattamáli. Hafði hann verið dæmdur til að greiða 64 milljónir vegna vangoldins virðisaukaskatts. Meira »

Bjarni Benediktsson mætir á Þingvelli

08:30 Störfum Alþingis var frestað nú á föstudaginn eftir að hafa lokið afgreiðslu fjölmargra mála nú í desember, meðal annars fjárlaga. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mætir í þjóðmálaþáttinn Þingvelli í dag. Meira »

Enn ein lægðin gengur yfir á morgun

08:22 Á morgun kemur enn ein lægðin upp að landinu með vaxandi vindi þar sem búast má við 15-23 m/s víða um land og allt að 28 m/s um tíma syðst á landinu auk hvassari hviða. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofunni. Meira »

Greiðfært en hálka víða

07:43 Víðast er vel greiðfært á landinu, en hálku og hálkubletti má finna víða. Hellisheiði er til að mynda orðin auð, en hálka er á Mosfellsheiði, Kjósarskarði og hálkublettir í Þrengslum. Þá er hálka á Holtavörðuheiði og hálkublettir á Snæfellsnesi og Bröttubrekku. Meira »

Eldur í jólaskreytingu í Borgartúni

07:12 Eldur kom upp í jólaskreytingu í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni í Reykjavík rétt fyrir miðnætti. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað á vettvang, en eldurinn var minniháttar og hafði verið slökktur þegar slökkviliðið kom á staðinn. Meira »

Róa áfram inn í nóttina

Í gær, 22:15 Slökkviliðs- og sjúkraflutningamennirnir sjö sem hófu síðdegis í gær vikulangan róður í verslun Under Armour í Kringlunni til styrktar Frú Ragnheiði láta engan bilbug á sér finna og voru á fleygiferð þegar ljósmyndara mbl.is bar að garði fyrr í kvöld. Söfnunin gengur vonum framar miðað við fyrstu væntingar. Meira »

Stekkjastaur laumufarþegi í flugvélinni

Í gær, 22:02 Grunnskólabörn í Kulusuk létu sig ekki vanta á flugvöllinn í dag, þegar liðsmenn Hróksins og Kalak mættu með jólagjafir handa öllum börnum í bænum. Stekkjarstaur var laumufarþegi og sá um að útdeila gjöfunum með aðstoð starfsmanna Air Iceland Connect. Meira »

Galdurinn að komast á trúnó

Í gær, 20:05 „Það tók langan tíma að fá Ragga til að samþykkja að koma í viðtal. Hann sagðist vera búinn að vera í svo mörgum viðtölum um ævina og að hann væri hættur að fara í fjölmiðla,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir sem á hugmyndina að sjónvarpsþáttunum Trúnó, en myndavélin hefur fylgt henni frá æsku. Meira »

Situr einn að 40 milljónunum

Í gær, 19:42 Einn spil­ari var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í Lottó í kvöld og fær hann rúma 41 milljón króna, en vinningsmiðinn var keyptur í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði. Meira »

Á sama vegheflinum í nær 26 ár

Í gær, 19:20 Vegagerðin heldur úti víðtæku eftirlitskerfi og þar gegna hefilstjórar á 22 vegheflum mikilvægu hlutverki. Einn þeirra er Gunnlaugur Einarsson, flokkstjóri og vélamaður á Vopnafirði. Hann hefur staðið vaktina og heflað vegi í tæplega þrjá áratugi og man tímana tvenna. Meira »

Gluggi inn í störf lögreglu

Í gær, 18:45 „Við höfum náð á síðustu árum og áratugum að einfalda þau verkefni sem við sinnum, en þó eru þau verkefni sem við sinnum gríðarlega fjölþætt og ég held að það sé áhugavert fyrir fólk að sjá hvað starf lögreglunnar er fjölþætt,“ segir Þórir Ingvarsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »
EAE Bilalyftur
Bílalyftur allar gerðir, eigum á lager 4 tonna 2 pósta og 3 t í gólf og 1 metra ...
Faglærður húsasmiður .
B.Bollason ehf. Byggingaverktaki. Tek að mér smíðavinnu fyrir einstaklinga og f...
Tekk skrifborð og tekk stóll
Tekk skrifborð og stóll. Lítur mjög vel út. St 119x59cm. verð kr 22.000 sa...
Flísar og Fúga Flísalagnir
Vandaðar flísalagnir. Föst verðtilboð eða tímavinna þér að kostnaðarlausu. Vöndu...