Þungbúið á landinu í dag

Veðrið á hádegi í dag.
Veðrið á hádegi í dag. Skjáskot/Veðurstofa Íslands

Þungbúið verður á landinu í dag og víða dálítil væta. Hiti verður 7 til 13 stig en þó gæti haldist þurrt og nokkuð bjart lengst af á Suðausturlandi vestan Öræfa og hitinn náð þar allt að 17 stigum.

Veðurfræðingur Veðurstofu Íslands segir í hugleiðingum sínum í morgun að það verði ákveðnari norðaustlæg átt eftir helgi og að það birti heldur til vestanlands. Vætusamt verður áfram í öðrum landshlutum. Fremur svalt verður í veðri fyrir norðan en allt að 14 stigum syðra.

Þá er útlit fyrir austanátt með vætu, einkum suðaustanlands um miðja næstu viku, en úrkomulítið verður vestan- og norðanlands og fer heldur hlýnandi.

Veðurhorfur næstu daga eru þessar:

Á mánudag og þriðjudag:
Norðaustan 5-10 m/s norðvestantil, annars hægari breytileg átt. Skýjað og dálítil rigning eða skúrir en skýjað með köflum og þurrt að kalla á Vestfjörðum og við Breiðafjörð. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast sunnan- og suðvestanlands. 

Á miðvikudag:
Suðaustan 3-8, dálítil rigning eða skúrir sunnan- og vestanlands, en skýjað með köflum og þurrt að kalla norðaustan til. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast á norðaustan til. 

Á fimmtudag:
Austan 5-13, hvassast syðst. Dálítil rigning sunnan- og suðaustanlands, en annars skýjað en þurrt. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast norðan- og vestanlands. 

Á föstudag:
Suðaustlæg eða breytileg átt og dálítil rigning eða skúrir, en bjart norðaustan til. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast norðaustan til. 

Á laugardag:
Breytileg átt og rigning eða skúrir. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast suðvestan til.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert