Komu bát til bjargar á Skjálfanda

Morgunblaðið/Helgi Bjarnason

Félagar í björgunarsveitinni Garðari á Húsavík komu bát til bjargar á Skjálfanda í gærkvöldi eftir að báturinn missti stýrið. Einn var um borð í bátnum þegar óhappið átti sér stað.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni tóku björgunarsveitarmenn bátinn í tog og komu honum og skipverjanum til hafnar á Húsavík án vandræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert