Táningur lenti í pressugámi

Vinnueftirlitið hefur bannað vinnu barna og unglina hjá Gámaþjónustu Norðurlands.
Vinnueftirlitið hefur bannað vinnu barna og unglina hjá Gámaþjónustu Norðurlands. mbl.is/Hari

Vinnueftirlitið hefur stöðvað vinnu barna og unglinga undir 18 ára við pressugáma og önnur hættuleg tæki eftir eftirlitsheimsókn í Gámaþjónustu Norðurlands ehf. að gámasvæði við Réttarhvamm á Akureyri.

Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Vinnueftirlitsins.

Þar segir að í heimsókninni hafi komið í ljós að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi starfsmanna hafi ekki verið í samræmi við lög og reglur. Börn og unglingar undir 18 ára voru að vinna á gámasvæðinu og hafði 15 ára starfsmaður verið að vinna við pressugám og lent í honum og orðið fyrir vinnuslysi. 

Einnig var vinna þeirra við hættuleg efni, við að handleika þungar byrðar og án þess að starfa með fullorðnum starfsmönnum bönnuð, sbr. heimild í 85. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum,“ segir á vefsíðu Vinnueftirlitsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert