Meta lögmæti upplesturs á þjóðsöngnum

Ríkisútvarpið.
Ríkisútvarpið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að fyrirhuguð notkun Ríkisútvarpsins á texta þjóðsöngsins við kynningu á þátttöku Íslands í HM í knattspyrnu í Rússlandi hafi ekki stangast á við lög um þjóðsöng Íslendinga, eins og henni var kynnt málið þegar hún var beðin um að lesa eina línu. Forsætisráðuneytið er með það til athugunar hvort hin raunverulega notkun efnisins fari í bága við lögin.

Eftir að lestur þjóðsöngsins hófst í dagskrárkynningum eða eftir atvikum auglýsingum Ríkisútvarpsins fékk ráðuneytið fyrirspurnir um lögmæti þess. Hefur skýringa Ríkisútvarpsins verið aflað og eru embættismenn ráðuneytisins nú að meta þær og mun niðurstaða ráðuneytisins liggja fyrir að því loknu.

Í svari Ríkisútvarpsins kemur fram að það lítur svo á að birting á myndskeiði með upplestri á texta þjóðsöngsins sé dagskrárkynning en ekki auglýsing. Kynningin hafi verið gerð til að byggja upp stemningu fyrir HM í knattspyrnu í Rússlandi sem Sjónvarpið sýndi frá og sameina þjóðina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert