Spá suðvestanstrekkingi

Búast má við vætu næstu daga.
Búast má við vætu næstu daga. mbl.is/Hari

Spáin gerir ráð fyrir rólegheitaveðri víða í dag. Lítill vindur en lágskýjað og súld eða dálítil rigning fyrir norðan. Skúrir annars staðar og hiti víða 10 til 15 stig yfir daginn. Einna hlýjast sunnan til og þá inn til landsins. Suðaustanstrekkingur á morgun, einkum SV-til á landinu, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.

„Skúrir um mestallt land og nú verður hlýjast fyrir norðan en hitatölur verða á svipuðu róli og í dag. Á fimmtudag kemur svo lægð upp að landinu. Með henni hvessir og eins má búast við talsverðri vætu, einkum SA- og A-til. Hins vegar má hún ekki færast mikið til vesturs til þess að úrkoman nái alla leið til höfuðborgarinnar en vind átti alla vega að lægja um kvöldið,“ segir enn fremur.

Spáin fyrir næstu daga

Norðaustlæg eða breytileg átt 3-8. Víða skúrir, einkum síðdegis, en súld eða rigning á köflum N- og A-til. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast sunnan heiða.
Suðaustan 8-13 SV-til síðdegis á morgun, en annars hægari austlæg átt. Áfram skúrir um mest allt land. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast um landið NA-vert.

Á miðvikudag:
Suðaustlæg átt, 3-8 m/s og skúrir. Hiti 8 til 15 stig, svalast við N-ströndina. 

Á fimmtudag:
Vaxandi austan- og norðaustanátt, 10-15 við SA-ströndina um hádegi, en annars hægari. Talsverð rigning S- og A-til síðdegis, en annars úrkomuminna. Dregur úr vindi og úrkomu um kvöldið. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast V- og N-lands. 

Á föstudag:
Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og rigning á köflum um landið austanvert, en annars þurrt að kalla. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast SV-til. 

Á laugardag, sunnudag og mánudag:
Útlit fyrir austlægar áttir og víða dálítil rigning eða skúrir og fremur hlýtt í veðri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert