Ein uppsögn verið dregin til baka

Ljósmæður lögðu skó sína á tröppur Stjórnarráðsins þegar þær létu …
Ljósmæður lögðu skó sína á tröppur Stjórnarráðsins þegar þær létu af störfum 1. júlí. mbl/Arnþór Birkisson

Ein ljósmóðir á meðgöngu- og sængurlegudeild Landspítalans hefur dregið uppsögn sína til baka og búast má við því að fleiri geri slíkt hið sama fyrir helgi. Atkvæðagreiðslu ljósmæðra um miðlunartillögu ríkissáttasemjara lauk í hádeginu og var tillagan samþykkt með miklum meirihluta.

Að sögn talsmanns Landspítalans var niðurstaða atkvæðagreiðslunnar mikill léttir fyrir spítalann. Ekki er gert ráð fyrir því að allar þær sem sagt hafa upp dragi uppsagnir sínar til baka.

Miðlun­ar­til­lag­a ríkissáttasemjara var samþykkt í at­kvæðagreiðslu Ljós­mæðrafé­lags­ins með 95,1% at­kvæða. 247 voru á kjör­skrá og greiddu 224 at­kvæði, eða 91%. Hún fel­ur meðal ann­ars í sér að rík­is­sátta­semj­ari mun skipa þriggja manna gerðardóm sem ætlað er að fara yfir laun ljós­mæðra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert