Ljósmæðrakosningu lýkur á hádegi

Samninganefnd Ljósmæðrafélagsins hefur staðið í ströngu.
Samninganefnd Ljósmæðrafélagsins hefur staðið í ströngu. mbl.is/Árni Sæberg

Rafrænni kosningu um kjarasamning ljósmæðra lýkur á hádegi í dag og von á niðurstöðum um klukkan fjögur.

Kosið verður um samkomulag sem náðist að undirlagi ríkissáttasemjara á laugardag. Samkomulagið felur í grundvallaratriðum í sér sambærilegar hækkanir og samningur ljósmæðra og ríkisins frá 29. maí, en þann samning felldu ljósmæður í atkvæðagreiðslu með um 70 prósentum greiddra atkvæða.

Engar vöfflur verða bakaðar á skrifstofu ríkissáttasemjara. Ástæðan er sú …
Engar vöfflur verða bakaðar á skrifstofu ríkissáttasemjara. Ástæðan er sú að ekki eru um kjarasamning að ræða heldur miðlunartillögu. mbl.is/Árni Sæberg

Miðlun­ar­til­lag­an nú fel­ur í sér að sér­stök­um gerðardómi verði falið að kveða upp úr um það hvort launa­setn­ing stétt­ar­inn­ar sé í sam­ræmi við álag, mennt­un og inn­tak starfs ljós­mæðra og að hvaða leyti þess­ir þætt­ir eigi að hafa áhrif á laun­in. Ríkissáttasemjari skipar þrjá í gerðardóminn og skal hann ljúka störfum fyrir 1. september.

Það sem er frábrugðið fyrra samkomulagi er einkum loforð Landspítala um að röðun ljósmæðra innan launastiga spítalans sé endurskoðuð en í samtali við mbl.is um helgina sagði Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, að það væri gert „í ljósi sérstöðu þeirra og aukins álags“.

Telur Páll líklegt að sú endurskoðun sé til þess fallin að hækka laun ljósmæðra og sé það í samræmi við vinnu spítalans að setningu jafnlaunastaðals.

Hann var fjölsóttur, kynningarfundurinn sem haldinn var fyrir ljósmæður á …
Hann var fjölsóttur, kynningarfundurinn sem haldinn var fyrir ljósmæður á sunnudag. mbl.is/Árni Sæberg

Tillagan var kynnt ljósmæðrum á fundum á Landspítala í Reykjavík og á Sjúkrahúsinu á Akureyri fyrr í vikunni og voru fundir fjölsóttir. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélagsins, hefur sagst eiga von á að ljósmæður samþykki en treystir á að „konur taki upplýsta ákvörðun“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert